Skólanefnd
Ár 2001, þriðjudaginn 19. júní kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri. Einnig mættu á fundinn Sveinn Sigurbjörnsson tónlistarskólastjóri, Sigurður Jónsson, Kristján Kristjánsson og Helga Friðbjörnsdóttir, fulltrúar grunnskólakennara.
Fundarritari Elsa Jónsdóttir.
DAGSKRÁ:
Tónlistarskólamál:
- Stofnun foreldraráðs.
- Áheyrnarfulltrúar á skólanefndarfundum.
- Staðan í ráðningarmálum.
- Aðstaða til tónlistarkennslu í Árskóla.
- Reglur um greiðslur gjalda þeirra sem hætta í námi.
- Húsnæði í félagsheimilinu Höfðaborg.
- Prófadeild.
- 3ja ára áætlun 2002 – 2004.
Leikskólamál:
- Erindi frá leikskólastjóra Birkilundar.
- 3ja ára áætlun 2002 – 2004.
Grunnskólamál:
- Ráðning skólastjóra við Grunnskólann að Hólum.
- 3ja ára áætlun 2002 – 2004.
- Bréf frá ráðuneyti um samræmd próf.
- Bréf frá FSNV.
- Bréf frá nýútskrifuðum iðjuþjálfa.
- Heimsókn í nýbyggingu Árskóla.
- Fundur með skólastjórum Grunnskólanna.
AFGREIÐSLUR:
Tónlistarskólamál:
- Skólastjóri tónlistarskóla sagði frá stofnun foreldraráðs við tónlistarskólann.
- Skólanefnd samþykkir að fulltrúar foreldraráðs og fulltrúar starfsmanna tónlistarskólans hafi áheyrnarfulltrúa á fundum skólanefndar.
- Skólastjóri tónlistarskóla kynnti stöðuna í ráðningarmálum skólans.
- Skólamálastjóra og skólastjóra tónlistarskóla falið að koma með tillögur um úrbætur í húsnæðismálum skólans.
- Skólanefnd samþykkir að sú regla gildi að nemendur greiði fyrir það nám sem þeir skrá sig í, burtséð frá því hvernig þeir nýta þann tíma sem þeir eru skráðir í skólann.
- Skólamálastjóra falið að vinna að úrlausn húsnæðismála tónlistarskólans í húsnæði félagsheimilisins Höfðaborgar á Hofsósi.
- Rætt um prófadeild tónlistarskóla. Skólastjóra og skólamálastjóra falið að kanna málið nánar.
- Formaður kynnti 3ja ára áætlun hvað varðar málefni Tónlistarskóla.
Leikskólamál: - Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Birkilundar varðandi opnunartíma. Skólanefnd samþykkir tillögur leikskólastjóra.
- Kynnt 3já ára áætlun hvað varðar leikskólamál.
Grunnskólamál: - Skólanefnd samþykkir að Jóhann Bjarnason verði ráðinn skólastjóri við Grunnskólann að Hólum.
- Snorri Björn Sigurðsson kom á fundinn. Fór hann yfir 3ja ára áætlun hvað varðar málefni Grunnskólans.
- Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu varðandi samræmd próf.
- Lagt fram bréf frá FSNV varðandi leigu á tölvubúnaði. Skólanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skólamálastjóra að hefja viðræður við framkvæmdastjóra FSNV.
- Lagt fram til kynningar bréf frá nýútskrifuðum iðjuþjálfa.
- Farið í heimsókn í nýbyggingu Árskóla.
- Fundur með skólastjórum grunnskólanna vegna ársskýrslna.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.15