Skólanefnd
Ár 2001, þriðjudaginn 16. október kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Gísli Gunnarsson, Bryndís Pétursdóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri. Einnig mættu á fundinn Sigurður Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra og Ingólfur Arnarson fulltrúi foreldra grunnskólabarna.
Fundarritari Rúnar Vífilsson.
DAGSKRÁ:
Grunnskólamál:
- Erindi vegna gæslu í skólabíl
- Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
- Tölvuvæðing grunnskólanna
- Tilboð á sundkortum
- Önnur mál.
Almenn mál:
- Texti vegna aðalskipulags Skagafjarðar
- Leikreglur vegna fjárhagsáætlanagerðar 2002
- Félags- og skólaþjónusta
- Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
Grunnskólamál:
- Tekið fyrir erindi frá foreldri þar sem farið er fram á gæslu í skólabíl. Skólanefnd felur skólamálastjóra að finna aðra lausn á málinu.
- Lögð fram umsókn um námsvist fyrir nemanda utan lögheimilissveitarfélags, en nemandinn á lögheimili í Skagafirði. Erindinu hafnað.
- Rætt um tölvuvæðingu grunnskólanna í sveitarfélaginu. Skólamálastjóra falið að leggja fram upplýsingar um fjölda og notkun tölvanna á næsta fundi.
- Tekið fyrir erindi sem frestað var frá síðasta fundi um tilboð á sundkortum. Skólanefnd beinir erindinu til byggðaráðs. Fulltrúi kennara þakkaði skjót viðbrögð við tillögunni.
- Önnur mál:
a) Kom fram fyrirspurn um framkvæmdir við skólalóð Grunnskólans að Hólum. Samþykkt að kanna málið.
b) Skólastjóri Árskóla tilkynnti að stjórnunarrými skólans yrði opnað á mánudaginn klukkan 9.30 og allir skólanefndarmenn velkomnir
Almenn mál:
- Skólamálastjóri lagði fram breyttan texta vegna aðalskipulags Skagafjarðar. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi texta fyrir sitt leyti.
- Lagðar fram til kynningar leikreglur vegna fjárhagsáætlanagerðar 2002.
- Skólamálastjóri lagði fram til kynningar upplýsingar frá Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga.
- Önnur mál. Engin önnur mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.45