Skólanefnd
Ár 2001, þriðjudaginn 20. nóvember kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Helgi Sigurðsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Dalla Þórðardóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri. Áheyrnarfulltrúar leikskólans: fulltrúi foreldra Þórey Gunnarsdóttir og Linda Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Einnig mættu á fundinn Sigurður Jónsson og Elín Sigurðardóttir, fulltrúar grunnskólakennara og Óskar G. Björnsson, fulltrúi skólastjóra.
Fundarritari Rúnar Vífilsson.
DAGSKRÁ:
Leikskólamál:
- Umræða um rekstrarskýrslu VSO
- Sumarlokanir leikskólanna
- Aukastarfsdagur leikskólanna
- Erindi frá leikskólastjóra – ósk um leyfi
- Önnur mál.
Grunnskólamál:
- Umræða um rekstrarskýrslu VSÓ
- Erindi frá skólastjórum vegna kennslufulltrúa
- Tölvuvæðing grunnskólanna
- Skólamerki Árskóla
- Opið hús í Árskóla
- Önnur mál
Almenn mál:
- Rammi fjárhagsáætlunar 2002
- Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
Leikskólamál:
- Samanburðarskýrsla VSÓ um leikskóla lögð fram og rædd.
- Lagðar fram upplýsingar um sumarlokanir leikskólanna í nokkrum sveitarfélögum. Einnig upplýsingar um kostnað vegna sumarafleysinga frá Akureyri. Skólanefnd leggur til að sumarlokanir leikskóla verði með svipuðum hætti og síðasta ár.
- Lagt fram erindi frá fjórum leikskólastjórum í Skagafirði þar sem þeir fara fram á auka starfsdag í leikskólunum. Skólanefnd samþykkir erindið.
- Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra þar sem kemur fram ósk um leyfi í eitt ár. Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.
- Önnur mál: Engin önnur mál.
Grunnskólamál:
- Samanburðarskýrsla VSÓ um grunnskóla lögð fram og rædd.
- Lagt fram erindi frá skólastjórnendum Grunnskólans Hofsósi, Grunnskólans að Hólum, Akraskóla, Steinsstaðaskóla og Sólgarðaskóla vegna kennslufulltrúa. Ákvörðun frestað.
- Skólamálastjóri lagði fram upplýsingar frá skólunum um tölvueign þeirra og fleira.
- Skólastjóri Árskóla kynnti fyrir skólanefnd hugmyndir um merki Árskóla.
- Skólastjóri Árskóla ræddi um opið hús í skólanum 1. des. næstkomandi til að halda upp á að þessum áfanga byggingar skólans sé nánast lokið. Hann fór fram á að fulltrúar skólanefndar og byggingarnefndar töluðu við athöfnina.
- Önnur mál. Engin önnur mál.
Almenn mál:
- Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun 2002.
- Lagt fram erindi frá byggðaráði varðandi fjölskyldustefnu sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.05