Fara í efni

Skólanefnd

47. fundur 20. nóvember 2001 kl. 16:00 - 18:05 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 2001, þriðjudaginn 20. nóvember kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
            Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Helgi Sigurðsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Dalla Þórðardóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri.  Áheyrnarfulltrúar leikskólans: fulltrúi foreldra Þórey Gunnarsdóttir og Linda Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Einnig mættu á fundinn Sigurður Jónsson og Elín Sigurðardóttir, fulltrúar grunnskólakennara og Óskar G. Björnsson, fulltrúi skólastjóra.

Fundarritari Rúnar Vífilsson.

DAGSKRÁ:

Leikskólamál:

  1. Umræða um rekstrarskýrslu VSO
  2. Sumarlokanir leikskólanna
  3. Aukastarfsdagur leikskólanna
  4. Erindi frá leikskólastjóra – ósk um leyfi
  5. Önnur mál.

Grunnskólamál:

  1. Umræða um rekstrarskýrslu VSÓ
  2. Erindi frá skólastjórum vegna kennslufulltrúa
  3. Tölvuvæðing grunnskólanna
  4. Skólamerki Árskóla
  5. Opið hús í Árskóla
  6. Önnur mál

Almenn mál:

  1. Rammi fjárhagsáætlunar 2002
  2. Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

Leikskólamál:

  1. Samanburðarskýrsla VSÓ um leikskóla lögð fram og rædd.
  2. Lagðar fram upplýsingar um sumarlokanir leikskólanna í nokkrum sveitarfélögum. Einnig upplýsingar um kostnað vegna sumarafleysinga frá Akureyri. Skólanefnd leggur til að sumarlokanir leikskóla verði með svipuðum hætti og síðasta ár.
  3. Lagt fram erindi frá fjórum leikskólastjórum í Skagafirði þar sem þeir fara fram á auka starfsdag í leikskólunum. Skólanefnd samþykkir erindið.
  4. Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra þar sem kemur fram ósk um leyfi í eitt ár. Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.
  5. Önnur mál: Engin önnur mál.

Grunnskólamál:

  1. Samanburðarskýrsla VSÓ um grunnskóla lögð fram og rædd.
  2. Lagt fram erindi frá skólastjórnendum Grunnskólans Hofsósi, Grunnskólans að Hólum, Akraskóla, Steinsstaðaskóla og Sólgarðaskóla vegna kennslufulltrúa. Ákvörðun frestað.
  3. Skólamálastjóri lagði fram upplýsingar frá skólunum um tölvueign þeirra og fleira.
  4. Skólastjóri Árskóla kynnti fyrir skólanefnd hugmyndir um merki Árskóla.
  5. Skólastjóri Árskóla ræddi um opið hús í skólanum 1. des. næstkomandi til að halda upp á að þessum áfanga byggingar skólans sé nánast lokið. Hann fór fram á að fulltrúar skólanefndar og byggingarnefndar töluðu við athöfnina.
  6. Önnur mál. Engin önnur mál.

Almenn mál:

  1. Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun 2002.
  2. Lagt fram erindi frá byggðaráði varðandi fjölskyldustefnu sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.05