Skólanefnd
Ár 2001, þriðjudaginn 18. desember kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Helgi Sigurðsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Dalla Þórðardóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri. Áheyrnarfulltrúar Tónlistarskólans Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri og Sigurbjörg Kristínardóttir fulltrúi starfsmanna. Áheyrnarfulltrúi leikskólans fulltrúi foreldra Þórey Gunnarsdóttir. Einnig mættu á fundinn Sigurður Jónsson fulltrúi grunnskólakennara og Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra
Fundarritari Rúnar Vífilsson.
DAGSKRÁ:
Tónlistarskólamál:
- Endurskoðun gjaldskrár vegna verkfalls á haustönn
- Afgreiðsla á prófanefnd
- Nýr kjarasamningur
- Fjárhagsáætlun 2002
- Önnur mál.
Grunnskólamál:
- Erindi frá skólastjórum vegna kennslufulltrúa, afgreiðsla
- Fjárhagsáætlun
- Staðfesting á skipan fulltrúa í húsnefnd Árgarðs
- Önnur mál
Leikskólamál:
- Fjárhagsáætlun 2002
- Erindi frá leikskólastjóra, afgreiðsla
- Bréf frá byggðaráði
- Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
Tónlistarskólamál:
- Endurskoðun á þeim reikningum sem sendir voru út fyrir haustönn. Verkfall tónlistarkennara stóð yfir í 5 vikur. Lagt til að veittur verði 5000 króna afsláttur af gjöldum haustannar miðað við fullt nám. Það er rétt hlutfall af þeim tíma sem kennarar voru í verkfalli.
- Prófanefnd. Skólastjóra er heimilt f.h. skólans að kaupa þjónustu af prófanefnd, enda haldi hann sig innan þess fjárhagsramma sem skólanum er settur.
- Skólastjóri Tónlistarskólans kynnti nýja kjarasamninginn. Fram kom að upp er komin óvissa um samþykkt samningsins af hálfu launanefndar sveitarfélaga.
- Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir Tónlistarskólann.
- Önnur mál: Skólastjóri ræddi um húsnæðisvanda Tónlistarskólans.
Grunnskólamál:
- Tekið fyrir að nýju erindi frá skólastjórum vegna kennslufulltrúa. Fjármagni, 1.685.000 krónur verði úthlutaði til skólanna fimm vegna kennslufulltrúa. Skólamálastjóra falið að útfæra málið í samráði við viðkomandi skólastjóra.
- Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir fræðslumálin.
- Skólanefnd staðfestir að Kristján Kristjánsson skólastjóri Steinsstöðum væri fulltrúi nefndarinnar í húsnefnd Árgarðs.
- Önnur mál. Rætt um húsnæðismál Árvistar.
Leikskólamál:
- Fjárhagsáætlun 2002. Lagður fram fjárhagsrammi fyrir leikskólana. Að auki var lögð fram ný gjaldskrá, 5,9% hækkun. Skólanefnd samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir sitt leyti.
- Erindi frá leikskólastjóra vegna launaðs leyfis. Skólanefnd hafnar erindinu. Skólamálastjóra falið að afgreiða málið.
- Bréf frá byggðaráði. Tilkynningar um breytingar á lögum og reglugerðum um leikskóla.
- Önnur mál. Rætt um fæðisgjöld í leikskólum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.45