Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

48. fundur 22. febrúar 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 48 - 22.02.2000.

    Ár 2000, þriðjudaginn 22. febrúar kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1200.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐ UMHVERFIS- OG TÆKNINEFNDAR FRÁ 21. febrúar 2000.
AFGREIÐSLUR:
  1. Fundargerð Umhverfis- og tækninefndar Skagafjarðar frá 21.02.2000.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Snorri Styrkársson, Árni Egilsson, Stefán Guðmundson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð Umhverfis- og tækninefndar frá 21.febrúar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.20.

 
                        Elsa Jónsdóttir, ritari.