Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

51. fundur 03. apríl 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 51 - 03.04.2000.

    Ár 2000, mánudaginn 3. apríl kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1300.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Pétur Valdimarsson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐIR:
      1. Byggðarráð 16., 22. og 29. mars.
      2. Menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd 27. mars.
      3. Félagsmálanefnd 24. og 28. mars.
      4. Umhverfis- og tækninefnd 22. og 29. mars.
      5. Veitustjórn 28. mars.
      6. Hafnarstjórn 30. mars.
      7. Landbúnaðarnefnd 21. mars.
      8. Atvinnu- og ferðamálanefnd 22. mars.
2. TILNEFNINGAR Í NEFNDIR OG RÁÐ:
      1. Tilnefning varamanns í byggðarráð í stað Snorra Styrkárssonar á meðan leyfi hans varir.
      2. Tilnefning aðalmanns í menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd í stað Helga Thorarensen.
      3. Tilnefning varamanns í menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd í stað Ernu Rósar Hafsteinsdóttur.
3. TILLAGA UM FRAMLENGINGU Á RÁÐNINGU SVEITARSTJÓRA.
4. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR:
      1. Starfskjaranefnd 22. mars.
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
a) Byggðarráð 16. mars.      Dagskrá:
      1. Viðræður við Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra Akureyrar.
      Byggðarráð 22. mars.
      Dagskrá:
      1. Erindi frá Steini Ástvaldssyni og fleirum.
      2. Bréf frá húsverði Árgarðs.
      3. Írlandsferð.
      4. Samkomulag við V.S.Ó. ráðgjöf.
      5. Bréf frá Hestasport.
      6. Boðun funda.
      7. Skýrsla um útvarpsmál.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðirnar. Til máls tóku Stefán Guðmundsson og Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    Byggðarráð 29. mars.
     Dagskrá:
      1. Málefni ClicOn Ísland - Fulltrúar fyrirtækisins koma á fundinn.
      2. Ályktun um flutning höfuðstöðva RARIK.
      3. Erindi Leifs Hreggviðssonar - frá síðasta fundi.
      4. Erindi frá Sigmundi Frans Kristjánssyni.
      5. Vínveitingaleyfi fyrir Hótel Tindastól.
      6. Bréf frá Hótel Tindastól ehf.
      7. Bréf frá Sýslumanni.
      8. Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti.
      9. Málefni Dalsár.
      10. Aðalfundur Atvinnuþr.félagsins Hrings.
      11. Skólaakstur.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sigurður Friðriksson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 11. liðar.
b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 27. mars.
    Dagskrá:
      1. Félagsmiðstöð.
      2. Félagsheimili.
      3. Önnur mál.
      4. Skoðunarferð í Sundlaug Sauðárkróks og Safnahúsið á Sauðárkróki.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Félagsmálanefnd 24. mars.
    Dagskrá:
1. Ferð til Reykjavíkur.
    Félagsmálanefnd 28. mars.
    Dagskrá:
      1. Húsnæðismál.
      2. Trúnaðarmál.
      3. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
d) Umhv.-og tækninefnd 22. mars.
    Dagskrá:
      1. Áfangaskýrsla um urðunarstað í Skagafirði.
      2. Önnur mál.
    Umhv.-og tækninefnd 29. mars.
    Dagskrá:
      1. Flæðagerði Sauðárkróki - deiliskipulag.
      2. Bréf Vegagerðar ríkisins dags. 23.03.2000 vegna efnistöku við Grafarós.
      3. Ólafshús Sauðárkróki - endurnýjun vínveitingaleyfis.
      4. Þel ehf. Gránumóum - ósk um leyfi til að fjarlægja skrifstofuhús.
      5. Tal hf. - umsókn um leyfi til að setja upp GSM loftnet á Sjúkrahús Skagfirðinga.
      6. Varmahlíðarskóli.
      7. Umsókn um veg að Álfholti - Jón Helgason Sauðárkróki.
      8. Ljósaland - umsókn um leyfi fyrir íbúðarhús - Helgi S. Felixson.
      9. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar. Til máls tók Einar Gíslason og óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 2.liðar fundargarðar 29. mars. Síðan tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Ásdís Guðmundsdóttir, Stefán Guðmundsson, Snorri Björn Sigurðsson, Brynjar Pálsson og Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
e) Veitustjórn 28. mars.
    Dagskrá:
      1. Íslandsnet – nefndarálit um stofnun landsnets.
      2. Ósk Kaupfélags Skagfirðinga um sammælingu rafmagns. Viggó Jónsson mætir á fundinn.
      3. Skýrsla um hita – og segulmælingar umhverfis jarðhitasvæðið á Steinsstöðum.
      4. Önnur mál.
Einar Gíslason skýrði fundargerðina. Til máls tók Brynjar Pálsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
f) Hafnarstjórn 30. mars.
    Dagskrá:
      1. Bréf frá smábátaeigendum á Sauðárkróki.
      2. Bréf frá K.S.
Brynjar Pálsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Stefán Guðmundsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu um 2. lið.
g) Landbúnaðarnefnd 21. mars.
    Dagskrá:
      1. Fundarsetning.
      2. Varðandi jörðina Dalsá.
      3. Skarðsármál.
      4. Kosningar.
      5. Bréf.
      6. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Til máls tók Herdís Sæmundardóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
h) Atvinnu- og ferðamálanefnd 22. mars.
    Dagskrá:
1. Hvað er framundan?
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. TILNEFNINGAR Í NEFNDIR OG RÁÐ:
    1. Tilnefning varamanns í byggðarráð í stað Snorra Styrkárssonar á meðan leyfi hans varir. Fram kom tillaga um Pétur Valdimarsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Pétur því rétt kjörinn.
    2. Tilnefning aðalmanns í menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd í stað Helga Thorarensen. Fram kom tillaga um Ernu Rós Hafsteinsdóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Erna Rós því rétt kjörinn.
    3. Tilnefning varamanns í menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd í stað Ernu Rósar Hafsteinsdóttur.
Fram kom tillaga um Helga Thorarensen. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Helgi því rétt kjörinn.
Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri óskar eftir að víkja af fundi og var það samþykkt.
  1. TILLAGA UM FRAMLENGINGU Á RÁÐNINGU SVEITARSTJÓRA.
Fyrir lá tillaga um framlengingu á ráðningu sveitarstjóra til næstu sveitarstjórnarkosninga. Til máls tók Ingibjörg Hafstað og óskar bókað að fulltrúar Skagafjarðarlistans muni ekki greiða atkvæði um fyrirliggjandi tillögu.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um framlengingu á ráðningu sveitarstjóra borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
4. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR:
    1. Starfskjaranefnd 22. mars.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1430.
                                                     Elsa Jónsdóttir, ritari