Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

57. fundur 25. júlí 2000
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 57 - 25.07.2000
                                                                                                                                    
 
Ár 2000, þriðjudaginn 25. júlí kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Brynjar Pálsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Pétur Valdimarsson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
 
DAGSKRÁ:
            1.         Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 21. júlí.
b)      Menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd 20. júlí.
c)      Félagsmálanefnd 20. júlí.
d)      Skólanefnd 18. júlí.
e)      Veitustjórn 19. júlí.
f)        Hafnarstjórn 21. júlí.
 
2.                 Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess 2001 – 2003
-         Síðari umræða  -
 
3.       Bréf og kynntar fundargerðir.
 
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerðir Umhverfis- og tækninefndar frá 24. júlí og Landbúnaðarnefndar frá 24.júlí.   Var það samþykkt samhljóða.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      FUNDARGERÐIR:
 
a)      Byggðarráð 21.júlí.
Dagskrá:
1.      Þriggja ára áætlun 2001 - 2003.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
 
      b)  Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 20. júlí.
            Dagskrá:
1.      Þriggja ára áætlun.
2.      Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
      c)  Félagsmálanefnd 20. júlí.
           Dagskrá:
1.      Þriggja ára áætlun félagslegra íbúða.
2.      Þriggja ára áætlun sveitarsjóðs.
3.      Trúnaðarmál.
4.      Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
d)  Skólanefnd 18. júlí.
      Dagskrá:
 
1.      Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
2.      Samanburðarkönnun VSÓ ráðgjöf.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
 
       e)  Veitustjórn 19. júlí.
Dagskrá:
1.      Þriggja ára áætlun veitna 2001-2003.
2.      Önnur mál. 
Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
       f)  Hafnarstjórn 21. júlí.
Dagskrá:
1.      Þriggja ára áætlun 2001-2003.
Brynjar Pálsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 g)  Umhv.-og tækninefnd 24. júlí.
Dagskrá:
1.      Aldamótaskógar - bréf frá Skógræktarfélagi Skagafjarðar dagsett 13 júlí 2000.
2.      Umsókn um byggingu Reiðhallar í Flæðagerði - Sveinn Guðmundsson f.h. undirbúningsnefndar.
3.      Glæsibær (Fellshreppi) - Umsókn um utanhússklæðningu - Óskar Hjaltason.
4.      Naust, Hofsósi - Umsókn um leyfi til að endurbyggja hjall - Árni Páll Jóhannsson.
5.      Bjarnarstaðarhlíð - Umsókn um leyfi til að endurbyggja fjós og stækka.
6.      Umsókn um lagningu ljósleiðara í Sauðárkróki - Fjölnet ehf. Áður á dagskrá 5. júlí 2000.
7.      Freyjugata 42 - Umsókn um leyfi til að byggja bílskúr - Páll Friðriksson.
8.      Móskógar í Fljótum -  Umsókn um stöðuleyfi fyrir 6 m2 geymsluskúr - Guðmundur Ragnarsson f.h. Móskóga ehf..
9.      Glæsibær (Staðarhreppi) - Umsókn um leyfi til að breyta áðursamþykktum teikningum af íbúðarhúsi - Sigurður Stefánsson.
10. Hamar í Hegranesi - Sótt um leyfi fyrir breyttri notkun fjárhúsa og
                       byggingu haugkjallara - Sævar Einarsson, Hamri.
11.  Eyjaskip ehf.  Þ.Ómar Unason - Umsögn um vínveitingarleyfi.
12.  Árgarður. Guðmunda Sigfúsdóttir - Umsögn um vínveitingarleyfi.
13.  Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson og Stefán Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Herdís Sæmundardóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 8. liðar.
 
       h)  Landbúnaðarnefnd 24. júlí.
Dagskrá:
1.      Fundarsetning.
2.      Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2001-2003.
3.      Bréf - sjá trúnaðarbók.
4.      Önnur mál. 
Gísli Gunnarsson las fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  
 
2.       Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess 2001 – 2003
  -  Síðari umræða  -
 
Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.    Fór hann yfir og skýrði  þær breytingar sem gerðar hafa verið á þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess 2001-2003 á milli umræðna.
Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls og leggur hún fram svohljóðandi bókun:
“Fulltrúar Skagafjarðarlistans treysta sér ekki til að bera ábyrgð á 3ja ára áætllun sveitarfélagsins eins og hún birtist hér.  Hér er um framtíðarsýn meirihlutans að ræða, stefnumörkun hans sem byggir á veikum forsendum og óraunhæfum hugmyndum sem margar hverjar hafa litla sem enga umfjöllun hlotið.   Sveitarfélagið er í miklum fjárhagsvanda en einu afgerandi tillögurnar um niðurskurð í áætluninni eru fólgnar í skertri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.   Á slíkt getum við ekki fallist og sitjum því hjá við afgreiðslu 3ja ára áætlunar fyrir sveitarsjóð Skagafjarðar og stofnanir hans.”
                                                Ingibjörg Hafstað
                                                Pétur Valdimarsson
Næst tóku til máls Gísli Gunnarsson og Snorri Björn Sigurðsson.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   3ja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess 2001-2003 borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.  Fulltrúar Skagafjarðarlistans sitja hjá við þessa afgreiðslu samanber framlagða bókun.
 
3.       Bréf og kynntar fundargerðir:
 
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
 
Dagskrá tæmd.   Fundargerð upplesin og samþykkt.   Fundi slitið kl.  14.55
 
                                                                        Elsa Jónsdóttir, ritari.