Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

60. fundur 17. október 2000
 SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 60 - 17.10.2000
                                                                                                                                   
 
Ár 2000, þriðjudaginn 17. október  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
 
DAGSKRÁ:
1.                  Fundargerðir:
 
a)      Byggðarráð 4. og 11. október.
b)      Umhverfis- og tækninefnd 11. október.
c)      Félagsmálanefnd 5. október.
d)      Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 9. október.
e)      Veitustjórn 12. október.
f)        Hafnarstjórn 9. október.
g)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 11. október.
 
2.       Bréf og kynntar fundargerðir.
1.                  Almannavarnanefnd 10. október.
2.                  Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sv.fél.Skagafjarðar  4. október.
3.                  Starfskjaranefnd 4. október.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      FUNDARGERÐIR:
a)      Byggðarráð 4. október.
Dagskrá:
1.      Aðalfundarboð Snorra Þorfinnssonar ehf.
2.      Málefni innanlandsflugsins
3.      Erindi frá stýrihópi Staðardagskrár 21
4.      Málefni Höfða ehf.
5.      Niðurfellingar
6.      Erindi frá Umf. Tindastóli
7.      Fulltrúar forvarnarhóps mæta á fundinn
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Ingibjörg Hafstað og Gísli Gunnarsson.   Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 4. liðar.
 
Byggðarráð 11. október.
Dagskrá:
1.   Bréf frá jafnréttisráðgjafa Norðulands vestra
2.      Orlofsmál
3.      Bréf jafnréttisráðgjafa um menntasmiðju
4.      Upplýsingar um tekjujöfnunarframlag 2000
5.      Starfslýsingar í skólum
6.      Búferlaflutningar janúar-september 2000
7.      Fasteignaskattar vegna RARIK
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Snorri Styrkársson og Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Stefán Guðmundsson tekur ekki þátt í afgreiðslu 7. liðar.
 
b)      Umhverfis- og tækninefnd 11. október.
Dagskrá:
1.      Sauðárkrókur - umferðarmál.
2.      Árgerði í Sæmundarhlíð - Umsókn Eymundar Jóhannssonar og Friðbjörns Jónssonar um lagningu vegslóða.
3.      Hraun í Fljótum - Umsókn Péturs Kr. Guðmundssonar um breytta notkun á húsnæði og umsókn um leyfi til að fjarlægja gömul hús.
4.      Umsókn um löggildingu - Blikksmiðjan Vík í Kópavogi sækir um staðbundna löggildingu fyrir þrjá iðnmeistara sem blikksmiði.
5.      Umsókn um löggildingu - Sigtryggur P. Sigtryggsson sækir um staðbundna löggildingu sem blikksmiður.
6.      Önnur mál
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)      Félagsmálanefnd 5. október.
Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál.
2.      Málefni fatlaðra.
3.      Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
d)      Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 9. október.
Dagskrá:
1.      Forvarnarfulltrúi og staða mála.
2.      Samstarfssamningur Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
3.      Forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði.
4.      Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      e)   Veitustjórn 12. október.
Dagskrá:
1.      Fjölnet, hluthafafundur.
2.      Bréf frá Máka hf.
3.      Bréf frá Flugu hf.
4.      Önnur mál.
Sigrún Alda Sighvats  skýrði fundargerðina.   Aðrir  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
 
f)   Hafnarstjórn 9. október.
Dagskrá:
1.      Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga 2000.
2.      Önnur mál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina.    Aðrir  kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      g)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 11. október.
1.      Loðskinn Sauðárkróki ehf
2.      Fiskiðjan Skagfirðingur hf
3.      Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.    Aðrir  kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.       Bréf og kynntar fundargerðir.
1.                  Almannavarnanefnd 10. október.
2.                  Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sv.fél.Skagafjarðar 4. október.
3.                  Starfskjaranefnd 4. október.
 
Undir þessum lið tók til máls Snorri Björn Sigurðsson og tilkynnti um tvo fundi sem haldnir verða á næstunni, annars vegar fund með Þórði Friðjónssyni forstjóra Þjóðhagsstofnunar þann 25. október n.k. kl. 15.oo  og hins vegar fund með þingmönnum Norðurlands vestra þann 26. október kl. 14.oo
Þá tók til máls Gísli Gunnarsson og tilkynnti ákvörðun um breyttan fundartíma sveitarstjórnar, en hann verður framvegis kl. 16.oo.
 
Dagskrá tæmd.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 15.5o.
                       
Elsa Jónsdóttir, ritari.