Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

86. fundur 11. desember 2001
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 86 - 11.12.2001
.
                                                
                                                                                    

Ár 2001, þriðjudaginn 11. desember  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1600.
           
Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Árni Egilsson,  og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson. 

Forseti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
1.    Fundargerðir:

  
     a)      Byggðarráð 14., 21. og 28. nóvember og 5. desember.
  
     b)      Félagsmálanefnd 12. nóvember og 3. desember.
  
     c)      Hafnarstjórn 6. desember.
  
     d)      Landbúnaðarnefnd 4. desember.
  
     e)      Menningar-, íþr.- og æskulýðsnefnd 8. og 29.nóv. og 6. desember.
  
     f)        Nefnd um skoðun samþykkta sveitarfélagsins 28. nóvember.
  
     g)      Skólanefnd 20. nóvember.
  
     h)      Umhverfis- og tækninefnd 21. og 28. nóvember.
  
     i)        Veitustjórn 28. nóvember.
2.     Bréf og kynntar fundargerðir.
  
     a)   Almannavarnanefnd Skagafjarðar 4. desember.
  
     b)   Frá Sambandi ísl. sv.félaga v/þróunarsviðs.
  
     c)   Frá Sambandi ísl. sv.félaga v/fulltrúaráðsfundar. 
AFGREIÐSLUR:
1.      Fundargerðir:
  
   a)  Byggðarráð 14.nóvember.
  
        Dagskrá:
  
         1.      Bygginganefnd grunnskóla – viðræður um stöðu
  
         2.      Fjárhagsáætlun 2002 – forsendur og undirbúningur
  
         3.      Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
  
         4.      Stofnfundur hlutafélags um landskerfi bókasafna
  
         5.      Frá sýslumanni – umsögn v/endurnýjunar leyfis til að reka veitingahús
  
         6.      Erindi frá íbúasamtökum Varmahlíðarhverfis
  
         7.      Erindi frá fjölskylduráði dags. 24. okt. 2001
  
         8.      Frá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra
  
         9.      Frá menntamálaráðuneytinu v/sérfræðiþjónustu skóla
  
         10.  Bréf frá tónlistarskólakennurum
  
         11.  Tilda ehf.
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  
 
      Byggðarráð 21.nóvember.
     
Dagskrá:

  
     1.      Formaður heilbrigðisnefndar og heilbrigðisfulltrúi v/gjaldskrár fyrir
              Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra
  
     2.      Fjárhagsáætlun 2002 – forsendur – rammar
  
     3.      Staðan 31. október 2001 – rekstur, gjaldfærð og eignfærð fjárfesting
  
     4.      Erindi frá FSNV – fjárframlag til reksturs 2002
  
     5.      Aðalfundarboð FSNV 27. nóvember 2001, kl. 14
  
     6.      Uppgjör á orlofi á fasta yfirvinnu
  
     7.      Erindi frá félagsmálastjóra v/samnings (framlenging) við sálfræðing
  
     8.      Frá sýslumanni v/umsóknar um leyfi til reksturs einkasalar – félagsheimilisins
              Melsgils
  
     9.      Erindi frá Gunnari Kr. Þórðarsyni v/samgönguminjasafns
  
     10.  Erindi frá Kiwanisklúbbnum Drangey v/fasteignagjalda
  
     11.  Erindi vegna endurnýjunar áfengisveitingaleyfis í Fjallakránni og umsóknar
              um áfengisveitingaleyfi fyrir Kaffi Krók
  
     12.  Fundargerð Kjaranefndar frá 6. nóvember 2001
  
     13.  Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/úrskurðar um skipulagsmál
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Gerir Snorri þá breytingartillögu við lið 6 í fundargerðinni að uppsagnarákvæði samkv. þeim lið taki gildi 1. janúar 2002 í stað 1. desember 2001.  Til máls tóku Árni Egilsson og Jón Gauti Jónsson.  Leggur hann til að uppgjör á orlofi á yfirvinnu verði fjármagnað með lækkun á aukaafborgunum þessa árs
af langtímalánum.  Þá tóku til máls Gísli Gunnarsson, Jón Gauti Jónsson, Snorri
Styrkársson og Árni Egilsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Breytingartillaga Snorra Styrkárssonar varðandi 6. lið borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Tillaga Jóns
Gauta Jónssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Sigrún Alda Sighvats, Gílsi Gunnarsson og Árni
Egilsson óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu 6. liðar.  

Byggðarráð 28. nóvember.
     
Dagskrá:

  
     1.      Fjárhagsáætlun 2002 – forsendur tekjuáætlunar
  
     2.      Fjárhagsáætlun 2002 – rammar frá sviðsstjórum
  
     3.      Húsnæðismál skrifstofu sveitarfélagsins
  
     4.      Yfirlit staðgreiðslu janúar – nóvember 2002
  
     5.      Fundargerðir Launanefndar – 173. og 174. fundur
  
     6.      Fundargerð samstarfsnefndar LN og SGS
  
     7.      Erindi frá Trausta Sveinssyni, Bjarnargili
  
     8.      Erindi frá Samtökum herstöðvarandstæðinga
  
     9.      Yfirlit um atvinnuástandið í október
  
     10.  Tilkynning um launaráðstefnu
  
     11.  Ráðstefna um rafrænar kosningar
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Ingibjörg
Hafstað, Gísli Gunnarsson, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson og Gísli
Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og
samþykkt samhljóða. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn taka ekki þátt í
fgreiðslu 8. liðar. 

Byggðarráð 5. desember.
     
Dagskrá:

  
     1.      Sala hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.
  
     2.      Samningur um skólaakstur á Sauðárkróki
  
     3.      Sala á eldra skólahúsi að Sólgörðum
  
    4.      Skuldir félagsheimila
  
     5.      Erindi frá stjórn Villa Nova ehf.
  
     6.      Erindi frá Höllu Björk Marteinsdóttur, forvarnarfulltrúa
  
     7.      Húsnæðismál skrifstofu sveitarfélagsins
  
     8.      Samningur um útvörpun sveitarstjórnarfunda – drög
  
     9.      Erindi frá Ágústu Samúelsdóttur v/kaupa á Stóru-Reykjum
  
     10.  Umsagnir um stjórnsýslukærur v/vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga
  
     11.  Frá menntamálaráðuneytinu v/laga- og reglugerðarbreytinga fyrir leikskóla
  
     12.  Erindi frá Stígamótum v/fjárstuðnings
  
     13.  Byggðarannsóknastofnun Íslands – ráðstefna 7. des. kl. 13:00
  
     14.  Héraðsnefnd Skagfirðinga
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

    b)     Félagsmálanefnd 12. nóvember.
         
  Dagskrá:

  
         1.      Húsnæðismál.
  
         2.      Trúnaðarmál.
  
         3.      Jafnréttismál.
  
         4.      Lögð fram tillaga félagsmálastjóra um framlag til verkefnisins
                “Hópastarf fyrir ungar stúlkur” ásamt bréfi dags. 7. nóvember frá
                  leiðbeinendum í hópastarfinu.

  
         5.      Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Sigríði Sigurjónsdóttur,
                  sálfræðing, varðandi fjölskyldu- og ráðgjafaviðtöl.

  
         6.      Atvinna með stuðningi. Theodór Karlsson, þroskaþjálfi, kynnir starfsemi
                  Félagsþjónustunnar í atvinnumálum fatlaðra.

  
         7.      Staða fjárhagsáætlunar í lok október.
  
         8.      Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Elinborg
Hilmarsdóttir, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson og Sigrún Alda Sighvats og óskar
hún að það verði bókað að hún muni sitja hjá við afgreiðslu 4. liðar.  Þá tók Herdís
Sæmundardóttir til máls.  Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir
atkvæði og samþykkt samhljóða.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá við
afgreiðslu 3. og 4. liðar.
 
Félagsmálanefnd 3. desember.
           
Dagskrá:

  
         1.   Húsnæðismál.
  
         2.   Trúnaðarmál.
  
         3.   Fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2002. 
  
         4.   Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)   Hafnarstjórn 6. desember.
  
   Dagskrá:
  
     1.      Gjaldskrá fyrir hafnir.
  
     2.      Gjaldskrá v/rafmagnssölu á höfnum.
  
     3.      Umsókn um stækkun á lóð Hesteyri 2
  
     4.      Hafnaráætlun 2003-2006.
  
     5.      Staða framkvæmda.
  
     6.      Önnur mál.
Jón Gauti Jónsson skýrði fundargerðina.  Aðrir  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      d)   Landbúnaðarnefnd 4. desember.
  
         Dagskrá:
  
         1.      Fundarsetning
  
         2.      Fjárhagsáætlun fjallskilasjóða 2002
  
         3.      Lögð fram skýrsla um Hlíðarrétt, Vesturdal
  
         4.      Bréf:
  
                 a)      Gestur Stefánsson, dags. 5.11.01
  
                 b)     Fóðurstöðin, Hesteyri, 16.11.01
  
                 c)      Þjóðminjasafn Íslands, 12.11.01
  
         5.      Forðagæsla
  
         6.      Önnur mál
  
Jón Gauti Jónsson las fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
    borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

e)  Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 8. nóvember.
  
  Dagskrá:
  
1.          Félagsheimili
  
2.          Önnur mál
Jón Gauti Jónsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Gísli Gunnarsson.  Fleiri
kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt
samhljóða. 

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 29. nóvember.
  
   Dagskrá:
  
     1.     Málefni félagsheimila
  
     2.     Bréf frá fjölskylduráði, dags. 24.10.2001 - vísað frá byggðarráði
  
     3.          Fjárhagsáætlun 2002
  
     4.          Önnur mál
Jón Gauti Jónsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 6. desember.
  
   Dagskrá:
  
     1.     Málefni félagsheimila
  
     2.     Rekstrarsamningur við íþróttafélög
  
     3.     Önnur mál
Jón Gauti Jónsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      f)    Nefnd um endurskoðun samþ.sveitarfélagsins 28. nóvember.
           
Dagskrá:

  
         1.      Nefndin skiptir með sér verkum
  
         2.      Skipulag starfsins framundan
  
     Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
        Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
     g)    Skólanefnd 20. nóvember.
  
         Dagskrá:
  
         Leikskólamál:
  
         1.      Umræða um rekstrarskýrslu VSO
  
         2.      Sumarlokanir leikskólanna
  
         3.      Aukastarfsdagur leikskólanna
  
         4.      Erindi frá leikskólastjóra – ósk um leyfi
  
         5.      Önnur mál.
  
         Grunnskólamál:
  
         6.      Umræða um rekstrarskýrslu VSÓ
  
         7.      Erindi frá skólastjórum vegna kennslufulltrúa
  
         8.      Tölvuvæðing grunnskólanna
  
         9.      Skólamerki Árskóla
  
         10.  Opið hús í Árskóla
  
         11.  Önnur mál
  
         Almenn mál:
  
         12.  Rammi fjárhagsáætlunar 2002
  
         13.  Önnur mál
  
     Helgi Sigurðsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
        Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
     
      h)  Umhverfis- og tækninefnd 21. nóvember.
  
         Dagskrá:
  
         1.      Aðalskipulag Skagafjarðar.
  
         2.      Önnur mál. 
            Umhverfis- og tækninefnd 28. nóvember.
  
         Dagskrá:
  
         1.         Barð í Fljótum – utanhússklæðning – Símon Gestsson
  
         2.         Árgerði í Sæmundarhlíð – viðbygging við aðstöðuhús – Friðbjörn
                        Jónsson og Anna Þ. Egonsdóttir
  
         3.         Skógargata 10, Sauðárkróki – byggingarleyfisumsókn og lóðarmál –
                        Óskar Konráðsson og Jóhanna Jónasdóttir
  
         4.         Birkihlíð 1, Sauðárkróki – aðkoma að lóð – Ársæll Guðmundsson
  
         5.         Bréf Hestamannafélagsins Léttfeta – Guðmundur Sveinsson
  
         6.         Svaðastaðir, Reiðhöll – umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis.
  
         7.         Búhöldar – Lóðir við Forsæti, bréf dags. 26.11.2001
  
         8.         Bréf Foreldra- og starfsmannafélags Árskóla v. Umferðarmála við
                        Barnaskólann
  
         9.         Afrit af bréfi Foreldra- og starfsmannafélags Árskóla til stjórnenda
                        FNV.
  
         10.       Önnur mál.
  
     Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar.  Til máls tók Sigrún Alda Sighvats.  
       
Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerð 21. nóvember þarfnast ekki
        atkvæðagreiðslu.  Fundargerð 28. nóvember borin undir atkvæði og samþykkt
        samhljóða. 
      i)    Veitustjórn 28. nóvember.
  
         Dagskrá:
  
         1.      Rekstrarlok Rafveitu Sauðárkróks
  
         2.      Orlofsgreiðslur á fasta yfirvinnu starfsmanna veitna
  
         3.      Bifreiðakaup hitaveitu
  
         4.      Boranir út að austan, yfirlit yfir framkvæmdir og framhald þeirra
  
         5.      Vatnsskattur fyrir árið 2002
  
         6.      Drög að fjárhagsáætlun hita- og vatnsveitu
  
         7.      Breytingar á rekstrarfyrirkomulagi hita- og vatnsveitu
  
         8.      Húsnæðismál hita- og vatnsveitu
  
         9.      Önnur mál
  
     Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina.  Leggur hann til breytingu á tillögu í 1. lið
        fundargerðarinnar, þannig að í stað “að öllum starfsmönnum veitunnar sagt upp
        störfum frá og með 1. desember n.k.” þá komi: “verði starfsmönnum veitunnar
        gerð grein fyrir stöðu sinni”.  Til máls tók Árni Egilsson.  Fleiri kvöddu sér ekki
        hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
       
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu
        um 1. lið fundargerðarinnar og vísa til fyrri bókana sjálfstæðismanna um sölu á
        Rafveitu Sauðárkróks.
 
2.    Bréf og kynntar fundargerðir.
  
     a)    Almannavarnanefnd Skagafjarðar 4. desember.
  
     b)      Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/þróunarsviðs.
  
     c)       Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/fulltrúaráðsfundar.

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. 

Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.1o
                                                             Elsa Jónsdóttir, ritari.