Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

89. fundur 22. janúar 2002
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 89 - 22. janúar 2002
.
                                                
                                                                                    
 
Ár 2002, þriðjudaginn 22. janúar  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1600.
           
Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson. 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
1.            Fundargerðir:

  
             a)   Byggðarráð 9. og 17. janúar.
  
             b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 15. janúar.
                c)   Félagsmálanefnd 14. janúar.
  
             d)   Hafnarstjórn 9. janúar.
  
             e)   Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 10. janúar.
  
             f)     Nefnd um endursk.Samþykkta sv.félagsins 13.des.og 14.janúar.
  
             g)   Umhverfis- og tækninefnd 9. og 16. janúar.
  
             h)   Veitustjórn 16. janúar.
2.         Fjárhagsáætlun Sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess árið 2002
  
         Síðari umræða -

3.         Bréf og kynntar fundargerðir. 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 9. janúar.
         Dagskrá:
                 
1.           Hluthafafundur Steinullarverksmiðju
                 
2.           Samningar við Vegagerð um veghald þjóðvega á Sauðárkróki og Hofsósi
                 
3.           Erindi frá Búhöldum hsf. v/stofnstyrks
                 
4.           Samkomulag við Búnaðarsamband Skagfirðinga um forðagæslu
                 
5.           Samningur um skólaakstur á Sauðárkróki
                 
6.           Erindi frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
                 
7.           Erindi frá sýslumanni v/umsóknar um leyfi til sölu gistingar
                 
8.           Erindi frá Stúdentaráði v/rannsókna á landsbyggðinni
                 
9.           Erindi frá Pétri Guðmundssyni, Hraunum í Fljótum
             
10.           Bréf frá Fornleifavernd ríkisins
             
11.           Yfirlýsing um samskiptamál ríkis og sveitarfélaga
             
12.           Bréf frá Esbo, vinabæ í Finnlandi
             
13.           Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/ráðstefnu um EES samninginn
             
14.           Bréf frá Myndbæ vegna myndbanda um “Sveitarfélög í upphafi nýrrar aldar”
             
15.           Fréttatilkynning frá Hagstofu v/mannfjöldans 1. desember 2001
             
16.           Yfirlit um staðgreiðslu 2001
             
17.           Yfirlit um atvinnuástandið í nóvember 2001
             
18.           Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra - þjónustusamningur

Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tók Árni Egilsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.    
      Byggðarráð 17. janúar.
     
Dagskrá:

  
   1.      Fjárhagsáætlun 2002
  
   2.      Sala hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.
  
   3.      Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
  
   4.      Bréf frá foreldrafélögum leikskólanna
  
   5.      Starfsmannastefna – drög janúar 2002
  
   6.      Erindi frá skólastjóra Steinsstaðaskóla
  
   7.      Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga
  
   8.      Fundargerðir Húseigna Skagafjarðar ehf., 1. og 2. fundur
  
   9.      Frá félagsmálaráðuneyti v/málþings um “fjárhagsaðstoð í velferðarsamfélagi”
  
   10.  Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/ráðstefnu um Staðardagskrá 21
  
   11.  Frá Jafnréttisstofu v/auglýsingar um styrki til jafnréttisverkefna
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tók Gísli Gunnarsson og lýsir hann því yfir að sjálfstæðismenn í sveitarstjórn muni samþykkja 2. lið fundargerðarinnar. Þá tóku til máls Snorri Styrkársson og Gísli Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt að vísa 1. lið fundargerðarinnar til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Stefán Guðmundsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 2. liðar.
    b)    Atvinnu- og ferðamálanefnd 15. janúar.
          
Dagskrá:

  
         1.      Viðræður við Lárus Dag Pálsson frá Atvinnuþróunarfélaginu Hring
  
         2.      Erindi frá Byggðarráði
  
         3.      Önnur mál
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
c)    Félagsmálanefnd 15. október.
  
     Dagskrá:
  
     1.      Fundur með nefnd um skoðun á félagslega íbúðakerfinu um þörf á félagslegu
              leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. 
              Nefndarmennirnir Einar Gíslason og Jón Karlsson sem mynda nefndina
              ásamt Ásdísi Guðmundsdóttur, mæta á fundinn.

  
     2.      Fjárhagsáætlun 2002  (sjá áður framlögð gögn)
  
     3.      Lagt fram bréf  framkvæmdastjóra SFNV varðandi þjónustusamning um
              málefni fatlaðra, dags. 7. janúar 2002 ásamt meðfylgjandi ljósriti af bréfi
              Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. desember 2001.

  
     4.      Lagt fram bréf Heilbrigðis- og tryggingamálarn., dags. 2. jan. 2002 þar sem
              tilkynnt er ákvörðun um fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraða um 4 rými.

  
     5.      Lögð fram drög að framlengdum samningi vegna aksturs fyrir Dagvist aldraðra.
              (gögn lögð fram á fundinum)
  
     6.      Greint frá stöðu mála í viðræðum milli KS og Félagsþjónustunnar um
              áframhaldandi leigu á húsnæði í Aðalgötu 21 fyrir Iðju.

  
     7.      Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
  
     8.   Lögð fram drög að samningi við Ljósheima um aðstöðu fyrir félagsstarf
  
           eldri borgara.
  
     9.      Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði, dags. 24.10.01.
  
     10.  Trúnaðarmál.
  
     11.  Önnur mál
                - beiðnir um rekstrarstyrki
                - beiðni um launað námsleyfi

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
      d)   Hafnarstjórn 9. janúar.
  
         Dagskrá:
  
         1.      Fjárfesting og framkv. 2002
  
         2.      Skrá um skipakomur 2001
  
         3.      Önnur mál.
Jón Gauti Jónsson skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundagerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
e)   Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 10. janúar.
  
   Dagskrá:
  
   1.          Minjahúsið á Sauðárkróki
  
   2.          Bréf vísað frá Byggðarráði 5. des. sl. frá stjórn villa Nova þar sem óskað er
              fjárstuðnings vegna endurbyggingar Villa Nova.
  
   3.          Bréf frá Höllu Björk Marteinsdóttur, forvarnarfulltrúa, vegna rútuferða á
              skíðasvæði Tindastóls.
  
   4.          Bréf vísað frá Byggðarráði 5. des. sl. frá Höllu Björk Marteinsdóttur,
              forvarnarfulltrúa f.h. samstarfshóps um bætta unglingamenningu í Skagafirði.
  
   5.          Undirbúningsvinna vegna úthlutunar rekstrarstyrkja til félagsheimila.
  
   6.          Fjárhagsáætlun 2002.
  
   7.          Önnur mál:
  
             a)  Bréf frá húsnefnd Ketiláss.
  
             b) Bréf frá Önnu S. Hróðmarsdóttur. 
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

      f)    Nefnd um endurskoðun Samþykkta sv.félagsins 13.desember 2001.
           
Dagskrá:

  
         1.   Yfirfara lista yfir breytingar.
  
         2.   Ákvörðun um næsta fund. 
Nefnd um endurskoðun Samþykkta sv.félagsins 14. janúar.
           
Dagskrá:

  
         1.   Yfirfara lista yfir breytingar - framhald.
  
         2.   Ákvörðun um næsta fund.
Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðirnar. Til máls tóku Einar Gíslason, Sigrún Alda Sighvats, Ingibjörg Hafstað og Gísli Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. 
Fundargerð 13. desember 2001 þarfnast ekki atkvæðagreiðslu.
1. liður fundargerðar 14. janúar borinn upp sérstaklega og samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum, einn situr hjá og einn greiðir atkvæði á móti.   Fundargerð 14. janúar að öðru leyti þarfnast ekki atkvæðagreiðslu. 

      g)   Umhverfis- og tækninefnd 9. janúar.
           
Dagskrá:

  
         1.                  Villinganesvirkjun – umsögn um stjórnsýslukærur. Bréf  umhverfisráðuneytis
                        frá 6. desember sl. 
  
         2.                  Jarðgöng á norðanverðum Tröllaskaga – umsögn um stjórnsýslukærur.
                        Bréf umhverfisráðuneytis frá 28. nóvember sl.
  
         3.                  Aðalskipulag Skagafjarðar
  
         4.                  Hafnarsvæðið á Sauðárkróki, Erindi frá Hafnarnefnd
  
         5.                  Borgartún 8, Sauðárkróki, viðbygging og umsókn um viðbótarlóð
  
         6.                  Akurhlíð 1, Sauðárkróki. Bréf Einars Sigtryggssonar frá 23.12. sl
  
         7.                  Laugarhvammur, frístundahúsasvæði, Umsókn um byggingarleyfi fyrir
                        frístundahús. Gísli Kristjánsson og Einar Andri Gíslason á Sauðárkróki
  
         8.                  Útvík, Umsókn um breytingu á notkun útihúsa - Árni I. Hafstað
  
         9.                  Ártorg 1, Sauðárkróki. Umsókn um leyfi til breytinga á 3. hæð hússins –
                        Sigurjón Rafnsson fh. KS
  
         10.              Skagfirðingabraut 2. Bifröst – Umsókn um leyfi til breytinga.
  
         11.              Önnur mál. 
            Umhverfis- og tækninefnd 16. janúar.
           
Dagskrá:

  
         1.            Aðalskipulag Skagafjarðar
  
         2.            Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson,  Ásdís Guðmundsdóttir, Stefán Guðmundsson,  Snorri Styrkársson og Gísli Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerð 9. janúar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fundargerð 16. janúar þarfnast ekki atkvæðagreiðslu. 
Nú leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Umhverfis- og tækninefndar frá 21. janúar.  Var það samþykkt samhljóða. 
            Umhverfis- og tækninefnd 21. janúar.
           
Dagskrá:

           
1. Fjárhagsáætlun 2002.
           
2. Önnur mál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Árni Egilsson, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigrún Alda Sighvats, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Stefán Guðmundsson,  Herdís Sæmundardóttir, Árni Egilsson, Herdís Sæmundardóttir og Árni Egilsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt að vísa 1. lið fundargerðarinnar til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Fundargerðin að öðru leyti þarfnast ekki atkvæðagreiðslu.  
     h)   Veitustjórn 16. janúar.
           
Dagskrá:

           
1.   Fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna, síðari umræða.
           
2.   Skýrsla um jarðhitavinnslu Hitaveitu Skagafjarðar árið 2002.
           
3.   Málefni Rafveitu Sauðárkróks.

  
         4.      Önnur mál.
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
Var nú gert 5 mínútna fundarhlé og fundi síðan fram haldið. 
2.   Fjárhagsáætlun Sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess árið 2002
           -   Síðari umræða   -

Til máls tók Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri.  Fór hann yfir og skýrði nánar þá
fjárhagsáætlun sem hér liggur fyrir og þær breytingar sem orðið hafa á áætluninni
milli umræðna.  Til máls tók Gísli Gunnarsson og leggur hann fram svohljóðandi bókun:

“Samkvæmt ársreikningi árið 2000 voru skuldir sveitarfélagsins Skagafjarðar og fyrirtækja þess í árslok kr. 2.234.181.000.-    Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2002 eiga skuldir sveitarfélagsins og fyrirtækja þess í árslok að vera kr. 2.183.864.000.-   Á þessu tímabili er reiknað með að selja eignir fyrir á sjötta hundrað milljónir kr. til þess að lækka skuldir sveitarfélagsins, en þegar upp er staðið lækka þær einungis um 50 m.kr.   Þetta sýnir úrræðaleysi meirihlutans í fjármálastjórn sveitarfélagsins.  Ekki er tekið á rekstri sveitarfélagsins og því er sala eigna skammgóður vermir.  Vegna þessa svo og vegna vinnubragða við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002 sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við atkvæðagreiðslu um fjárhagsáætlunina.”
                                                Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Þá tóku til máls Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Gauti Jónsson,  Snorri Styrkársson,  Herdís Sæmundardóttir,  Gísli Gunnarsson og Snorri Styrkársson og leggur hann fram svohljóðandi bókun:
“Sú fjárhagsáæltun sem hér er til afgreiðslu ber með sér að meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar hefur af ábyrgð og festu tekist á við þann fjárhagslega vanda sem sveitarfélagið hefur staðið frammi fyrir.  Á seinnihluta ársins 2001 var ráðist í harðar og sársaukafullar aðgerðir m.a. með sölu á Rafveitu Sauðárkróks en aðgerðirnar í heild hafa skilað umtalsverðri lækkun á skuldum sveitarsjóðs sem aftur skila sér í lægri fjármagnskostnaði og afborgunum á árinu 2002. 
Settar voru nýjar reglur um vinnubrögð við gerð fjárhagsáæltunarinnar og er hún því lögð fram sem rammafjárhagsáæltun.  Umtalsverður árangur hefur náðst með þessu vinnulagi en kraftur og þekking starfsmanna hefur verið virkjaður til að vinna áæltunina með það að leiðarljósi að skerða ekki þjónustu en jafnframt að ná fram raunverulegum sparnaði í rekstri.  Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og launahækkana má álykta að útgjöld rekstrar sveitarsjóðs hafi verið skorin niður um 50 milljónir króna á milli ára.  Þakka ber starfsfóli þennan árangur.  Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir nokkrum nýmælum í rekstri og framkvæmdum og vísast til greinargerðar sveitarstjóra vegna þess.
             Þessi fjárhagsáæltun byggir á því að einungis er framkvæmt fyrir það sem er til ráðstöfunar á árinu, eða innan við 100 milljónir króna.  Ekki er gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum,  veltufjárstaðan verður bætt verulega á árinu og heildarskuldir sveitarsjóðs eru áæltaðar tæpar 800 milljónir í árslok.  Þær hafa þá lækkað um 700 - 800 milljónir króna frá miðju ári 2001.  Mjög mikilvægt er að haldið verði áfram á þessari braut og hvergi kvikað frá ábyrgri fjármálastjórnun.  Bjartari tímar verða þá framundan í rekstri sveitarsjóðs innan 2 ára.”
                                                Snorri Styrkársson
                                               
Herdís Á. Sæmundardóttir
                                               
Ingibjörg Hafstað
                                               
Elinborg Hilmarsdóttir
                                               
Einar Gíslason
                                               
Stefán Guðmundsson 

Næst tóku til máls Herdís Sæmundardóttir og Sigrún Alda Sighvats.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2002 eins og hún liggur hér fyrir með niðurstöðutölum sem hér segir:
Sveitarsjóður – gjöld 1.381.075.000.-  tekjur  1.670.400.000.-
Samstæðureikningur -  gjöld 1.828.997.000.-   tekjur  1.943.136.000.-

borin undir atkvæði og samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. 
3.       Bréf og kynntar fundargerðir.
Ekkert lá fyrir undir þessum lið. 
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 19.3o
                                                            Elsa Jónsdóttir, ritari.