Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

92. fundur 12. mars 2002
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 92 - 12. mars 2002
.
                                                                                                                                   
 
Ár 2002, þriðjudaginn 12. mars  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 1600.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Árni Egilsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson. 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
1.         Fundargerðir:
  
                     a)         Byggðarráð 27. febrúar og 6. mars.
  
                     b)         Félagsmálanefnd 25. febrúar og 1. mars.
  
                     c)         Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 7. mars.
  
                     d)         Nefnd um endursk.Samþykkta sveitarfélagsins 4. mars.
  
                     e)         Umhverfis- og tækninefnd 27. febrúar og 6. mars.
  
                     f)           Veitustjórn 7. mars.
 2.         Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess
  
         árið 2001   - Fyrri umræða -

 3.         Bréf og kynntar fundargerðir.
 1)    Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 27.febrúar.

 Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Byggðarráðs frá 11. mars 2002.  Var það samþykkt samhljóða. 
AFGREIÐSLUR:

1.      Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 27.febrúar.
     
Dagskrá:

                            
1.          Kaupsamningur/afsal vegna sölu á Reykjaseli
                            
2.          Fundargerð borgarafundar í Höfðaborg
                            
3.          Fasteignagjöld – afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega
                            
4.          Samstarfssamningur við Fornleifavernd ríkisins
                            
5.          Erindi frá Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. v/fráveitugjalds á Hofsósi
                            
6.          Frá Alþingi:  Beiðni um umsögn – verslun með áfengi og tóbak
                            
7.          Frá Alþingi:  Beiðni um umsögn – ný hafnalög
                            
8.          Frá Alþingi:  Beiðni um umsögn – varnir gegn landbroti
                            
9.          Frá Umhverfissamtökum Skagafjarðar
                        
10.          Norræn skólamálaráðstefna í Bergen 11.-14. apríl 2002
                        
11.          Frá félagsmálaráðuneytinu – daggæsla barna í heimahúsum
                        
12.          Erindi frá Alnæmissamtökunum á Íslandi
                        
13.          Fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og félagsráðgjafa
                        
14.          Erindi frá Jölster kommune, Noregi

Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

      Byggðarráð 6. mars.
     
Dagskrá:

  
         1.       Byggðasamlag um málefni fatlaðra – kynning á samningi við ríkið
  
         2.       Landsmót UMFÍ 2004 – niðurstöður vinnuhóps – kynning
  
         3.       Samþykkt tilboðs í hlutabréf í Steinullarverksmiðjunni hf.
  
         4.       Bréf frá Baldri Ólafssyni, heilbrigðisráðuneyti
  
         5.       Umsókn um styrkveitingu úr Þróunarsjóði leikskóla
  
         6.       Erindi frá Árskóla vegna Árvistar
  
         7.       Frá félagsmálanefnd vegna 3ja ára áætlunar
  
         8.       Erindi frá sýslumanni – umsögn um rekstrarleyfi gistiskála
  
         9.       Erindi frá TEFRA Films v/myndbanda – “Viltu læra íslensku?”
  
         10.   Fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og
                  Kennarsambands Íslands
  
         11.   Fundarboð vegna fundar í eigendanefnd Miðgarðs þann 13. mars 2002
      
     12.   Fundarboð vegna aðalfundar Höfða ehf. þann 15. mars 2002.
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Leggur hann fram svohljóðandi tillögu ásamt greinargerð:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að styðja umsókn Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) um að halda landsmót Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) árið 2004 í Skagafirði.  Sveitarstjórn Skagafjarðar óskar eftir viðræðum við stjórn UMSS um gerð samnings um fjármögnun, undirbúning og framkvæmd mótsins á grundvelli fyrirliggjandi tillagna UMSS.”
  
             Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista.
Greinargerð:

Í ljósi þess að hér er um að ræða einstakt tækifæri til eflingar íþróttalífs í Skagafirði, sem með öflugum stuðningi Alþingis mun gera okkur kleift að skapa fullkomna aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, leggjum við til að sveitarstjórn samþykki að styðja umsókn UMSS.  Stuðningur Alþingis er einungis ætlaður til uppbyggingar frjálsíþróttavallar og er ekki fáanlegur til annarra verkefna.  Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur þurft að taka erfiðar ákvarðanir á síðustu mánuðum um breytingar á rekstri og í fjármálum sveitarsjóðs.  Þær ákvarðanir hafa haft það að leiðarljósi að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins, þannig
að sveitarsjóður hafi bolmagn og getu til brýnna verkefna í sveitarfélaginu.  Þessar aðgerðir hafa tekist í öllum aðalatriðum og því er sveitarstjórn nú kleift að taka ákvörðun sem þessa.  Nauðsynlegum fjárfestingum vegna Landsmótsins árið 2004 verður mætt með ráðstöfun fjármagns til framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun og ekki verða tekin lán til að kosta framkvæmdirnar.  Við gerð samnings milli sveitarfélagsins og UMSS verður lögð til grundvallar tillaga UMSS um skiptingu fjármögnunar milli aðila og umsjón með verkinu.”
Þá tóku til máls Einar Gíslason, Gísli Gunnarsson, Einar Gíslason, Árni Egilsson, Gísli Gunnarsson og Snorri Styrkársson, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigrún Alda Sighvats,  Stefán Guðmundsson og Gísli Gunnarsson með stutta athugasemd.  Því næst tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats,  Herdís Sæmundardóttir, Snorri Styrkársson, Árni Egilsson, Herdís Sæmundardóttir og Árni Egilsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt hafði verið að fjalla sérstaklega um 3. lið fundargerðarinnar. Var því borin upp tillaga fulltrúa Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista og samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2.  Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.   Fundargerðin að undanskildum 3ja lið borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 
Hér vék Stefán Guðmundsson af fundi og varamaður hans Ingimar    Ingimarsson tók sæti á fundinum.. 

Einnig vék Helgi Sigurðsson af fundinum.
Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur hann til að Sveitarstjórn samþykki samkomulag um sölu á hlutabréfum ríkisins, Paroc Group Oy og Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 1. mars 2002.  Þá tóku til máls Jón Gauti Jónsson og Snorri Styrkársson sem óskar að eftirfarandi sé bókað:

“Með sölu á hlutabréfum sveitarfélagsins í Steinullarverksmiðjunni h.f., Rafveitu Sauðárkróks og öðrum aðgerðum hefur tekist að ná þeim markmiðum

sem meirihlutinn setti sér í upphafi.  Skuldir sveitarsjóðs hafa lækkað verulega þannig að sveitarfélagið getur sinnt skyldum sínum gagnvart íbúum í framtíðinni.  Með þessum aðgerðum vænta undirrituð þess að sveitarfélagið verði strikað út af lista Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, yfir sveitarfélög í alvarlegum fjárhagsvanda.”
                       
Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista.

Því næst tóku til máls Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Jón Gauti Jónsson og Herdís Sæmundardóttir.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  3.liður fundargerðar Byggðarráðs frá 6. mars
borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum gegn 4. 
     
Vék Ingimar Ingimarsson nú af fundinum og kom Stefán Guðmundsson aftur á fundinn. 
Byggðarráð 11. mars.
    
Dagskrá:

  
1.       Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir
           árið 2001.
  
2.       Aðalskipulag Skagafjarðar. 
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
    b)     Félagsmálanefnd 25. febrúar.
           
Dagskrá:

  
         1.      Húsnæðismál.
  
         2.      Trúnaðarmál.
  
         3.      Þjónustusamningur um málefni fatlaðra.
  
         4.  Önnur mál.
Félagsmálanefnd 1. mars.
Dagskrá:

1.      Þjónustusamningur um málefni fatlaðra
2.      Rekstraráætlun félagsmála 2002 - 2005
3.   Önnur mál.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðirnar.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerð 25. febrúar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Fundargerð 1. mars borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
c)   Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 7. mars.
  
   Dagskrá:
  
   1.         Styrkveitingar.
  
   2.         Önnur mál
  
           a)      Samstarfssamningur Þjóðminjasafns Íslands og Glaumbæjar
  
           b)      Menningarnótt 2002. 
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að vísa 2. lið a. til Byggðarráðs borin upp og samþykkt samhljóða.  Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
      d)   Nefnd um endursk. Samþykkta sveitarfélagsins 4. mars.
  
         Dagskrá:
  
         1.      Tillaga að stjórnskipulagi, nefndum og drögum að upplýsingastefnu.
  
         2.      Ákvörðun um næsta fund.
Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina.  Til máls tók Ásdís Guðmundsdóttir.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
e)   Umhverfis- og tækninefnd 27. febrúar.
  
   Dagskrá:
  
   1.    Kosning varaformanns
  
   2.    Skipulagsmál - Aðalskipulag
  
   3.    Önnur mál. 
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
Umhverfis- og tækninefnd 6. mars.
  
   Dagskrá:
  
     1.      Brekkutún 2, Sauðárkróki – Hársnyrtistofa – Mekkín Árnadóttir.
  
     2.      Borgarröst 3, Sauðárkróki – Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám – Lúðvík
              Bjarnason.
  
     3.   Hólavegur 9, Sauðárkróki – Umsókn um útlitsbreytingu – Guðmann
              Tobíasson
  
     4.   Skógargata 26, Sauðárkróki – Sótt um útlitsbreytingu – Ingimar
              Jóhannsson.
  
     5.  Bréf frá landbúnaðarnefnd Alþingis – umsögn – frumvarp til laga um
             varnir gegn landbroti.
  
     6.      Bréf frá umhverfisnefnd Alþingis – umsögn – frumvarp til laga um verndun hafs
              og  stranda.
  
     7.       Bréf frá Byggðaráði – Minnisvarði í Drangey um Gretti Ásmundarson.
  
     8.      Sjöundastaðir  vestur Fljótum – sótt er um að sameina Sjöundastaði land
              jörðinni Sjöundastöðum. 

  
     9.      Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Ingibjörg Hafstað.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
      f)    Veitustjórn 7. mars.
           
Dagskrá:

  
         1.   Þriggja ára áætlun.
  
         2.   Aðalfundur Samorku.
  
         3.   Innheimtumál.
  
         4.   Boranir út að austan.
  
         5.   Önnur mál.
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 Var nú gert stutt fundarhlé, en síðan var fundi fram haldið. 
2.         Ársreikningar Sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess
            árið 2001       -   Fyrri umræða   -

Til máls tók Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri.  Fór hann yfir helstu atriði ársreiknings Sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess árið 2001 sem hér er lagður fram til fyrri umræðu.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Herdís Sæmundardóttir, Árni Egilsson, Gísli Gunnarsson, Einar Gíslason og Gísli Gunnarsson sem gerir stutta athugasemd.   Þá tók Snorri Styrkársson til máls.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2001 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
3.         Bréf og kynntar fundargerðir.
1)  Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 27. febrúar. 
      Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 19.05
                                                                              Elsa Jónsdóttir, ritari.