Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 111 – 4. febrúar 2003.
Ár 2003, þriðjudaginn 4. febrúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2, kl. 1600.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Katrín María Andrésdóttir, Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigurður Árnason.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 15., 24. og 31. janúar.
b) Félags- og tómstundanefnd 27. janúar.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 23. janúar.
d) Samgöngunefnd 24. janúar.
e) Skipulags- og bygginganefnd 16. og 27. janúar.
f) Umhverfisnefnd 24. janúar.
g) Samstarfsn.sv.félaga í Skagafirði 19.desember og 31. janúar.
2. Fjárhagsáætlun sv.félagsins
Skagafjarðar og stofnana þess fyrir
árið 2003 - Síðari umræða -
3. Tilnefning. Tveir fulltrúar í Byggðahóp Kaupfélags Skagfirðinga.
4. Bréf og kynntar fundargerðir.
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 15. janúar.
Dagskrá:
1. Erindi vegna deiliskipulags Glaumbæjar
2. Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði
3. Sala íbúða - forgangsröð
4. Lánasjóður sveitarfélaga – Lánsumsóknir 2003
5. Trúnaðarmál
6. Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Úttekt á grunnskólum í Skagafirði
b) Bréf frá ATF ehf. á Akureyri
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 24. janúar.
Dagskrá:
1. Samingur við Skagafjarðarveitur ehf vegna áhaldahúss.
2. Innlausn á félagslegri íbúð.
3. Umsókn um styrk – Búhöldar hsf.
4. Afnot af kortagrunni sveitarfélagsins – beiðni frá Náttúrurstofu
Norðurlands vestra.
5. Gerð fjárhagsáætlunar.
6. Bréf og kynntar fundargerðir;
a. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
b. Tækifæri hf. Staðfesting hlutafjáreignar og skráningarlýsing.
c. Bréf frá íbúasamtökunum út að austan – störf á vegum
sveitarfélagsins til Hofsóss.
d. Fundargerð 5. fundar stjórnar Miðgarðs.
e. Bréf frá íbúum við götuna Furulund, Varmahlíð.
f. Bréf frá Lögmönnum Skólavörðustíg 6B sf
g. Bréf frá íbúasamtökunum út að austan – skipulag
vinnuskóla Skagafjarðar, austan vatna.
7. Til glöggvunar
a. Mat á líklegu söluverði húseignarinnar við Freyjugötu 48, Sauðárkróki.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Katrín María Andrésdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinnar. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 31. janúar.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun
2. Lántaka til skuldbreytinga
3. Tilnefning í byggðahóp Kaupfélags Skagfirðinga
4. Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn
5. Erindi frá Köge
6. Tilnefning í starfskjaranefnd
7. Samningur við Hring ehf. um úttekt á raforkuverði
8. Málefni Bifrastar
9. Kauptilboð
10. Bréf og kynntar fundargerðir.
a. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
b. Bréf frá bæjarstjóra Blönduóss
c. Bréf frá Grósku
d. Fundargerð stjórnar INVEST 24. janúar 2003
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson sem leggur fram svohljóðandi tillögu vegna 4. liðar fundargerðarinnar:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu “Rafrænt samfélag” í samræmi við auglýsingu Byggðstofnunar. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir að Hringur hf. taki að sér að vinna tillögu að verkefninu til Byggðastofnunar fyrir tilskilin umsóknarfrest. Tillagan verði kynnt byggðaráði og sveitarstjórn. Jafnframt er óskað eftir að Hringur myndi starfshóp um verkefnið með helstu hagsmunaaðilum að málinu og fulltrúa sveitarfélagsins þar sem m.a. verður skilgreind fjárhagslega þáttaka annarra í verkefninu með sveitarstjórn.”
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista
Greinargerð
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um þróun þéttbýlismyndunar á Íslandi eru m.a. lagðar fram tillögur til úrbóta. Meðal þriggja grunntillagna stofnunnarinnar eru bættar samgöngur og aukin menntun. Þáttaka og forysta Skagafjarðar í rafrænu samfélagi tekur á báðum þessum þáttum um aukna menntun íbúanna og greiðari samgöngur, innan héraðs sem og við umheiminn. Upplýsingar og störf með upplýingar eru sóknarfæri atvinnustefnu framtíðarinnar. Þátttaka Skagafjarðar í þessu verkefni er lykillinn að því að gera Skagafjörð að enn betri og fegurri búsetukosti.
Næst tók til máls Gísli Gunnarsson og bar fram þá tillögu að tillögu Snorra Styrkárssonar verði vísað frá. Var frávísunartillaga Gísla Gunnarssonar borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4.
Þá tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson sem leggur fram svohljóðandi tillögu:
“Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar erindi Blönduósbæjar og Hreppsnefndar Höfðahrepps um að eiga viðræður um sameiginleg málefni svo sem um atvinnumál og uppbyggingu Þverárfjallsvegar. Fulltrúar sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa áður óformlega látið í ljós áhuga á slíkum viðræðum. Mikilvægi samstarfs þessara sveitarfélaga er ótvírætt og getur skilað enn frekari árangri fyrir búsetu og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir áhuga á að eiga viðræður við bæjarstjórn Blönduósbæjar og hreppsnefnd Höfðahrepps um sameiginleg málefni þessara sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson.
Því næst tók til máls Snorri Styrkársson og óskar hann að eftirfarandi sé bókað: “Hræðsla meirihluta sveitarstjórnar er með eindæmum við einfaldri og saklausri tillögu undirritaðs um þátttöku í verkefninu “Rafrænt samfélag”. Ég lýsi furðu minni á málefnafátækt og málsmeðferð meirihlutans.#GL
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista.
Þá tók Gísli Gunnarsson til máls og óskar að eftirfarandi sé bókað:
“Fjallað var um verkefnið “Rafrænt samfélag” á sveitarstjórnarfundi 14. janúar 2003 þar sem fundargerðir byggðarráðs frá 20. desember 2002 og atvinnu- og ferðamálanefndar frá 7. janúar 2003 voru samþykktar og vísast til þeirra. Tillaga Snorra Styrkárssonar er því óþörf að mati byggðarráðs og því tel ég ástæðulaust að flytja þessa tillögu aftur á sveitarstjórnarfundi.”
Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar.
Næst tók Snorri Styrkársson til máls. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. og 2. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár og 3. lið til afgreiðslu með 3. lið dagskrár. Tillaga Bjarna Jónssonar vegna 10. liðar b. borin upp og samþykkt samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu 4. liðar. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 9. liðar. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
b) Félags- og tómstundanefnd 27. janúar.
Dagskrá:
Félags- og tómstundamál
1. Lögð fram til síðari umræðu drög að fjárhagsáætlun fyrir 2003 ásamt
starfsáætlun Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar.
2. Skipting tíma í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
3. Lagt fram bréf dags 24.01.03 Guðlaugs S. Pálmasonar, verkefnisstjóri
“Ég er húsið mitt.#GL
4. Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Bjarni Jónsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 23. janúar.
Dagskrá:
Leikskólamál:
1. Erindi frá leikskólastjórum.
2. Bréf frá Félagi leikskólakennara, dags. 10. janúar 2003.
Önnur bréf og fundargerðir:
3. Menntamálaráðuneytið, dags. 6. janúar 2003, varðandi úttektir
á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.
4. Félagsheimilið Miðgarður, fundargerð hússtjórnar, 5. fundur.
5. Fjárhagsáætlun 2003.
6. Önnur mál.
Katrín María Andrésdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson og Ársæll Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Samgöngunefnd 24. janúar.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs og liður 10, götur
2. Strandvegur
3. Snjómokstur
4. Skipakomur 2002, Skagafjarðarhafnir
5. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e) Skipulags- og bygginganefnd 16. janúar.
Dagskrá:
1. Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut
2. Aðalskipulag
3. Bréf frá heilbrigðisfulltrúa dagsett 13. janúar 2003.
4. Önnur mál.
Skipulags- og bygginganefnd 27. janúar.
Dagskrá:
1. Flæðagerði – viðræður við formann Léttfeta
2. Fjárhagsáætlun 2003 - önnur umræða
3. Gilstún 2-4 - lóðarumsókn
4. Ártorg – deiliskipulag
5. Skagfirðingabraut 7 – umsókn um byggingarleyfi
6. Önnur mál.
Gunnar Bragi Sveinsson skýrði fundargerðirnar. Til máls tóku Snorri Styrkársson og Gunnar Bragi Sveinsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
f) Umhverfisnefnd 24. janúar.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2003
2. Garðyrkjustjóri
3. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
g) Samstarfsnefnd sv.félaga í Skagafirði 19. desember.
Dagskrá:
1. Málefni Varmahlíðarskóla.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Samstarfsnefnd sv.félaga í Skagafirði 31. janúar.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2003.
2. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Fjárhagsáætlun sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess árið 2003.
- Síðari umræða –
Til máls tók Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri. Gerði hann grein fyrir þeirri fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2003 sem hér er lögð fram til síðari umræðu og skýrði þær breytingar sem orðið hafa á áætluninni milli umræðna.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 1.477.845 þús.kr. og rekstrargjöld 1.519.240 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 45.975 þús.kr. Aðrir sjóðir í A-hluta; eignasjóður og þjónustumiðstöð, rekstrartekjur 246.303 þús.kr., rekstrargjöld 179.592 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 105.796 þús.kr. Fjárfesting ársins er 70.300 þús.kr.
B-hluta stofnanir og fyrirtæki, Hafnarsjóður Skagafjarðar, Fráveita Skagafjarðar, Félagsíbúðir Skagafjarðar og Skagafjarðarveitur ehf., rekstrartekjur 237.431 þús.kr., rekstrargjöld 206.618 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 75.026 þús.kr. Fjárfesting ársins 77.700 þús.kr. og áætlað söluverð eigna 63.800 þús.kr.
Til máls tóku Sigurður Árnason og Snorri Styrkársson sem leggur fram svohljóðandi bókun:
“Forysta meirihlutans hefur talað hátt um sparnað og ráðdeildarsemi í rekstri sveitarfélagsins. Nú lýtur loksins dagsins ljós fjárhagsáæltun meirihlutans fyrir árið 2003. Leita verður með stækkunargleri að raunverulegum sparnaði í rekstri sveitarfélagsins. Afrekin virðast helst vera svikin kosningaloforð um framtíð Steinastaðaskóla og brottrekstur starfsmanna sveitarfélagsins. Jafnharðan er síðan ætlunin að ráða nýja starfsmenn undir öðrum heitum eða öðrum formerkjum.
Í fjárhagsáætluninni er innbyggður og “falinn” halli fyrir a.m.k. 110 milljónir króna þrátt fyrir 130 milljón króna áæltaða lántöku á árinu. Lántökur ársins munu því nema a.m.k. 240 milljónum króna þegar allt verður talið. Skuldir sveitarfélagsins verða því hærri í árslok en í ársbyrjun hvað sem fulltrúar meirihlutans segja. Fjárhagsáæltunin er byggð á verulegu úrræðaleysi meirihlutans í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Ekki er raunverulega tekið á rekstri og fjármálalegri stöðu sveitarfélagsins. Vegna þessa svo og vegna vinnubragða við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 situr undirritaður fulltrúi Skagafjarðarlistans hjá við atkvæðagreiðslu um fjárhagsáætlunina.”
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista
Næstur tók til máls Gunnar Bragi Sveinsson, því næst Bjarni Jónsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir sem óskar að eftirfarandi sé bókað:
“Fjárhagsáætlun meirihluta sveitarstjórnar er vonbrigði eftir hástemmdar yfirlýsingar meirihlutaflokkanna um ráðdeild og sparnað. Samkvæmt áætluninni sem lögð er fram bendir ekkert til þess að boðuð hagræðing í rekstri náist og því muni heildarskuldir sveitarfélagsins hækka á árinu. Á sama tíma eru engar tillögur lagðar fram um leiðir til að auka tekjur með eflingu atvinnulífs og fjölgun íbúa.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigurður Árnason.
Nú tóku til máls Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Snorri Styrkársson, Katrín María Andrésdóttir, Sigurður Árnason og Gísli Gunnarssson sem óskar að eftirfarandi sé bókað:
“Eitt af meginmarkmiðum núverandi meirihluta er að lækka skuldir sveitarfélagsins og hagræða í rekstri. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 ber þeirri stefnu glöggt vitni. Henni fylgir vönduð greinargerð sem upplýsir um einstaka rekstrarþætti og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Við gerð fjárhagsáætlunar var haft víðtækt samstarf við starfsmenn sveitarfélagsins og eru þeim þökkuð vönduð og fagleg vinnubrögð.#GL
Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2003 eins og hún liggur hér frammi borin undir atkvæði og samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Framsóknarflokks og fulltrúi Skagafjarðarlista sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
3. Tilnefning. Tveir fulltrúar í Byggðahóp Kaupfélags Skagfirðinga.
Fram kom tillaga um Bjarna Maronsson og Bjarna Jónsson. Þá kom einnig fram tillaga um Þórdísi Friðbjörnsdóttur. Samþykkt var að leita eftir því að sveitarfélagið Skagafjörður fái að tilnefna þrjá fulltrúa í Byggðahópinn og verða það framangreindir þrír aðilar.
4. Bréf og kynntar fundargerðir.
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt
og fundi slitið kl. 21.oo
Elsa Jónsdóttir, ritari.
FUNDUR 111 – 4. febrúar 2003.
Ár 2003, þriðjudaginn 4. febrúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2, kl. 1600.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Katrín María Andrésdóttir, Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigurður Árnason.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 15., 24. og 31. janúar.
b) Félags- og tómstundanefnd 27. janúar.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 23. janúar.
d) Samgöngunefnd 24. janúar.
e) Skipulags- og bygginganefnd 16. og 27. janúar.
f) Umhverfisnefnd 24. janúar.
g) Samstarfsn.sv.félaga í Skagafirði 19.desember og 31. janúar.
2. Fjárhagsáætlun sv.félagsins
Skagafjarðar og stofnana þess fyrir
árið 2003 - Síðari umræða -
3. Tilnefning. Tveir fulltrúar í Byggðahóp Kaupfélags Skagfirðinga.
4. Bréf og kynntar fundargerðir.
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 15. janúar.
Dagskrá:
1. Erindi vegna deiliskipulags Glaumbæjar
2. Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði
3. Sala íbúða - forgangsröð
4. Lánasjóður sveitarfélaga – Lánsumsóknir 2003
5. Trúnaðarmál
6. Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Úttekt á grunnskólum í Skagafirði
b) Bréf frá ATF ehf. á Akureyri
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 24. janúar.
Dagskrá:
1. Samingur við Skagafjarðarveitur ehf vegna áhaldahúss.
2. Innlausn á félagslegri íbúð.
3. Umsókn um styrk – Búhöldar hsf.
4. Afnot af kortagrunni sveitarfélagsins – beiðni frá Náttúrurstofu
Norðurlands vestra.
5. Gerð fjárhagsáætlunar.
6. Bréf og kynntar fundargerðir;
a. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
b. Tækifæri hf. Staðfesting hlutafjáreignar og skráningarlýsing.
c. Bréf frá íbúasamtökunum út að austan – störf á vegum
sveitarfélagsins til Hofsóss.
d. Fundargerð 5. fundar stjórnar Miðgarðs.
e. Bréf frá íbúum við götuna Furulund, Varmahlíð.
f. Bréf frá Lögmönnum Skólavörðustíg 6B sf
g. Bréf frá íbúasamtökunum út að austan – skipulag
vinnuskóla Skagafjarðar, austan vatna.
7. Til glöggvunar
a. Mat á líklegu söluverði húseignarinnar við Freyjugötu 48, Sauðárkróki.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Katrín María Andrésdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinnar. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 31. janúar.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun
2. Lántaka til skuldbreytinga
3. Tilnefning í byggðahóp Kaupfélags Skagfirðinga
4. Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn
5. Erindi frá Köge
6. Tilnefning í starfskjaranefnd
7. Samningur við Hring ehf. um úttekt á raforkuverði
8. Málefni Bifrastar
9. Kauptilboð
10. Bréf og kynntar fundargerðir.
a. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
b. Bréf frá bæjarstjóra Blönduóss
c. Bréf frá Grósku
d. Fundargerð stjórnar INVEST 24. janúar 2003
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson sem leggur fram svohljóðandi tillögu vegna 4. liðar fundargerðarinnar:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu “Rafrænt samfélag” í samræmi við auglýsingu Byggðstofnunar. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir að Hringur hf. taki að sér að vinna tillögu að verkefninu til Byggðastofnunar fyrir tilskilin umsóknarfrest. Tillagan verði kynnt byggðaráði og sveitarstjórn. Jafnframt er óskað eftir að Hringur myndi starfshóp um verkefnið með helstu hagsmunaaðilum að málinu og fulltrúa sveitarfélagsins þar sem m.a. verður skilgreind fjárhagslega þáttaka annarra í verkefninu með sveitarstjórn.”
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista
Greinargerð
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um þróun þéttbýlismyndunar á Íslandi eru m.a. lagðar fram tillögur til úrbóta. Meðal þriggja grunntillagna stofnunnarinnar eru bættar samgöngur og aukin menntun. Þáttaka og forysta Skagafjarðar í rafrænu samfélagi tekur á báðum þessum þáttum um aukna menntun íbúanna og greiðari samgöngur, innan héraðs sem og við umheiminn. Upplýsingar og störf með upplýingar eru sóknarfæri atvinnustefnu framtíðarinnar. Þátttaka Skagafjarðar í þessu verkefni er lykillinn að því að gera Skagafjörð að enn betri og fegurri búsetukosti.
Næst tók til máls Gísli Gunnarsson og bar fram þá tillögu að tillögu Snorra Styrkárssonar verði vísað frá. Var frávísunartillaga Gísla Gunnarssonar borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4.
Þá tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson sem leggur fram svohljóðandi tillögu:
“Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar erindi Blönduósbæjar og Hreppsnefndar Höfðahrepps um að eiga viðræður um sameiginleg málefni svo sem um atvinnumál og uppbyggingu Þverárfjallsvegar. Fulltrúar sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa áður óformlega látið í ljós áhuga á slíkum viðræðum. Mikilvægi samstarfs þessara sveitarfélaga er ótvírætt og getur skilað enn frekari árangri fyrir búsetu og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir áhuga á að eiga viðræður við bæjarstjórn Blönduósbæjar og hreppsnefnd Höfðahrepps um sameiginleg málefni þessara sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson.
Því næst tók til máls Snorri Styrkársson og óskar hann að eftirfarandi sé bókað: “Hræðsla meirihluta sveitarstjórnar er með eindæmum við einfaldri og saklausri tillögu undirritaðs um þátttöku í verkefninu “Rafrænt samfélag”. Ég lýsi furðu minni á málefnafátækt og málsmeðferð meirihlutans.#GL
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista.
Þá tók Gísli Gunnarsson til máls og óskar að eftirfarandi sé bókað:
“Fjallað var um verkefnið “Rafrænt samfélag” á sveitarstjórnarfundi 14. janúar 2003 þar sem fundargerðir byggðarráðs frá 20. desember 2002 og atvinnu- og ferðamálanefndar frá 7. janúar 2003 voru samþykktar og vísast til þeirra. Tillaga Snorra Styrkárssonar er því óþörf að mati byggðarráðs og því tel ég ástæðulaust að flytja þessa tillögu aftur á sveitarstjórnarfundi.”
Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar.
Næst tók Snorri Styrkársson til máls. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. og 2. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár og 3. lið til afgreiðslu með 3. lið dagskrár. Tillaga Bjarna Jónssonar vegna 10. liðar b. borin upp og samþykkt samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu 4. liðar. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 9. liðar. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
b) Félags- og tómstundanefnd 27. janúar.
Dagskrá:
Félags- og tómstundamál
1. Lögð fram til síðari umræðu drög að fjárhagsáætlun fyrir 2003 ásamt
starfsáætlun Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar.
2. Skipting tíma í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
3. Lagt fram bréf dags 24.01.03 Guðlaugs S. Pálmasonar, verkefnisstjóri
“Ég er húsið mitt.#GL
4. Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Bjarni Jónsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 23. janúar.
Dagskrá:
Leikskólamál:
1. Erindi frá leikskólastjórum.
2. Bréf frá Félagi leikskólakennara, dags. 10. janúar 2003.
Önnur bréf og fundargerðir:
3. Menntamálaráðuneytið, dags. 6. janúar 2003, varðandi úttektir
á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.
4. Félagsheimilið Miðgarður, fundargerð hússtjórnar, 5. fundur.
5. Fjárhagsáætlun 2003.
6. Önnur mál.
Katrín María Andrésdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson og Ársæll Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Samgöngunefnd 24. janúar.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs og liður 10, götur
2. Strandvegur
3. Snjómokstur
4. Skipakomur 2002, Skagafjarðarhafnir
5. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e) Skipulags- og bygginganefnd 16. janúar.
Dagskrá:
1. Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut
2. Aðalskipulag
3. Bréf frá heilbrigðisfulltrúa dagsett 13. janúar 2003.
4. Önnur mál.
Skipulags- og bygginganefnd 27. janúar.
Dagskrá:
1. Flæðagerði – viðræður við formann Léttfeta
2. Fjárhagsáætlun 2003 - önnur umræða
3. Gilstún 2-4 - lóðarumsókn
4. Ártorg – deiliskipulag
5. Skagfirðingabraut 7 – umsókn um byggingarleyfi
6. Önnur mál.
Gunnar Bragi Sveinsson skýrði fundargerðirnar. Til máls tóku Snorri Styrkársson og Gunnar Bragi Sveinsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
f) Umhverfisnefnd 24. janúar.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2003
2. Garðyrkjustjóri
3. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
g) Samstarfsnefnd sv.félaga í Skagafirði 19. desember.
Dagskrá:
1. Málefni Varmahlíðarskóla.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Samstarfsnefnd sv.félaga í Skagafirði 31. janúar.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2003.
2. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Fjárhagsáætlun sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess árið 2003.
- Síðari umræða –
Til máls tók Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri. Gerði hann grein fyrir þeirri fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2003 sem hér er lögð fram til síðari umræðu og skýrði þær breytingar sem orðið hafa á áætluninni milli umræðna.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 1.477.845 þús.kr. og rekstrargjöld 1.519.240 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 45.975 þús.kr. Aðrir sjóðir í A-hluta; eignasjóður og þjónustumiðstöð, rekstrartekjur 246.303 þús.kr., rekstrargjöld 179.592 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 105.796 þús.kr. Fjárfesting ársins er 70.300 þús.kr.
B-hluta stofnanir og fyrirtæki, Hafnarsjóður Skagafjarðar, Fráveita Skagafjarðar, Félagsíbúðir Skagafjarðar og Skagafjarðarveitur ehf., rekstrartekjur 237.431 þús.kr., rekstrargjöld 206.618 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 75.026 þús.kr. Fjárfesting ársins 77.700 þús.kr. og áætlað söluverð eigna 63.800 þús.kr.
Til máls tóku Sigurður Árnason og Snorri Styrkársson sem leggur fram svohljóðandi bókun:
“Forysta meirihlutans hefur talað hátt um sparnað og ráðdeildarsemi í rekstri sveitarfélagsins. Nú lýtur loksins dagsins ljós fjárhagsáæltun meirihlutans fyrir árið 2003. Leita verður með stækkunargleri að raunverulegum sparnaði í rekstri sveitarfélagsins. Afrekin virðast helst vera svikin kosningaloforð um framtíð Steinastaðaskóla og brottrekstur starfsmanna sveitarfélagsins. Jafnharðan er síðan ætlunin að ráða nýja starfsmenn undir öðrum heitum eða öðrum formerkjum.
Í fjárhagsáætluninni er innbyggður og “falinn” halli fyrir a.m.k. 110 milljónir króna þrátt fyrir 130 milljón króna áæltaða lántöku á árinu. Lántökur ársins munu því nema a.m.k. 240 milljónum króna þegar allt verður talið. Skuldir sveitarfélagsins verða því hærri í árslok en í ársbyrjun hvað sem fulltrúar meirihlutans segja. Fjárhagsáæltunin er byggð á verulegu úrræðaleysi meirihlutans í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Ekki er raunverulega tekið á rekstri og fjármálalegri stöðu sveitarfélagsins. Vegna þessa svo og vegna vinnubragða við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 situr undirritaður fulltrúi Skagafjarðarlistans hjá við atkvæðagreiðslu um fjárhagsáætlunina.”
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista
Næstur tók til máls Gunnar Bragi Sveinsson, því næst Bjarni Jónsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir sem óskar að eftirfarandi sé bókað:
“Fjárhagsáætlun meirihluta sveitarstjórnar er vonbrigði eftir hástemmdar yfirlýsingar meirihlutaflokkanna um ráðdeild og sparnað. Samkvæmt áætluninni sem lögð er fram bendir ekkert til þess að boðuð hagræðing í rekstri náist og því muni heildarskuldir sveitarfélagsins hækka á árinu. Á sama tíma eru engar tillögur lagðar fram um leiðir til að auka tekjur með eflingu atvinnulífs og fjölgun íbúa.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigurður Árnason.
Nú tóku til máls Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Snorri Styrkársson, Katrín María Andrésdóttir, Sigurður Árnason og Gísli Gunnarssson sem óskar að eftirfarandi sé bókað:
“Eitt af meginmarkmiðum núverandi meirihluta er að lækka skuldir sveitarfélagsins og hagræða í rekstri. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 ber þeirri stefnu glöggt vitni. Henni fylgir vönduð greinargerð sem upplýsir um einstaka rekstrarþætti og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Við gerð fjárhagsáætlunar var haft víðtækt samstarf við starfsmenn sveitarfélagsins og eru þeim þökkuð vönduð og fagleg vinnubrögð.#GL
Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2003 eins og hún liggur hér frammi borin undir atkvæði og samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Framsóknarflokks og fulltrúi Skagafjarðarlista sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
3. Tilnefning. Tveir fulltrúar í Byggðahóp Kaupfélags Skagfirðinga.
Fram kom tillaga um Bjarna Maronsson og Bjarna Jónsson. Þá kom einnig fram tillaga um Þórdísi Friðbjörnsdóttur. Samþykkt var að leita eftir því að sveitarfélagið Skagafjörður fái að tilnefna þrjá fulltrúa í Byggðahópinn og verða það framangreindir þrír aðilar.
4. Bréf og kynntar fundargerðir.
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt
og fundi slitið kl. 21.oo
Elsa Jónsdóttir, ritari.