Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

112. fundur 18. febrúar 2003
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 112 – 18.02.2003
.
                                                                                                                                
Ár 2003, þriðjudaginn 18. febrúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2, kl. 1600.
            Mætt voru:  Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Harpa Kristinsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
 
          1.    Fundargerðir
  
            a)      Byggðarráð 5. og 12. febr.
                b)      Skipulags- og bygginganefnd 3. og 12. febr.

           2.    Bréf og kynntar fundargerðir
AFGREIÐSLUR:
1.   Fundargerðir:
      
a)   Byggðarráð 5. febr.
             Dagskrá:
           
1.     
Kynntar umsóknir um starf sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs
            2.      Kynntar umsóknir um starf atvinnuráðgjafa INVEST í Skagafirði
            3.      Erindi frá stjórn Bifrastar
            4.      Kolkuós ses. – Valgeir Þorvaldsson og Skúli Skúlason kynna
                    sjálfseignarstofnunina og landnotkunarhugmyndir.
            5.      Niðurfelling fasteignagjalda
            6.      Bréf og kynntar fundargerðir.
                    a)      Beiðni um umsögn við frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga
                    b)     
Fundargerð 700. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 12. febr.
Dagskrá:
1.      Kjartan Lárusson – kynning á Markaðsskrifstofu Norðurlands
2.      Ályktun byggðarráðs vegna ákvörðunar Veiðimálastofnunar
3.      Beiðni um umsögn um frumvörp frá iðnaðarnefnd Alþingis
4.      Samningur um rekstur ferðaþjónustu á Steinsstöðum 2003
5.      Niðurfelling fasteignagjalda
6.      Bréf og kynntar fundargerðir.
        a)      Hafnasamband sveitarfélaga, bréf frá 31. janúar 2003
                – umsókn um Bláfánann.
        b)     
Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl., dagsett 6. febrúar
                2003.

Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson.      
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 b)     Skipulags- og bygginganefnd 3. febr.
          Dagskrá:
            1.      Íþróttaleikvangurinn á Sauðárkróki – deiliskipulag
            2.      Sundlaugin við Skagfirðingabraut
            3.      Bréf Helgu Bjarnadóttur og Konráðs Gíslasonar - Erindi frá Byggðarráði
            4.      Hesteyri 2 – erindi frá Samgöngunefnd
            5.      Erindi Fiskiðju Skagfirðinga – frá Samgöngunefnd
            6.      Bréf KS – Fiskiðju Skagfirðinga og Steinullarverksmiðju varðandi
                    gerð Aðalskipulags
            7.      Neðri Ás II, Hjaltadal - landskipti
            8.      Önnur mál.

Bjarni Maronsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson, sem leggur fram svohljóðandi tillögu:
Tillaga vegna deiliskipulags – Íþróttaleikvangurinn á Sauðárkróki – liður 1
#GLSveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, í ljósi framkominna athugasemda og kæra við umrætt deiliskipulag, að gerð verði sú breyting á fyrirhugaðri jarðvegsmön norðan og austan íþróttavallar að hún verði lækkuð um a.m.k. 4 metra að norðanverðu.
Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarnefnd frekari útfærslu tillögunnar.#GL
  
                             Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista.
Greinargerð:
Umrædd framkvæmd, þ.e. jarðvegsmön við íþróttaleikvanginn, hefur valdið deilum. Mönin sem slík er ekki óumflýjanlegur hluti íþróttaleikvangsins og er ekki forsenda góðs íþróttaleikvangs. Mönin sem slík mun líklega hafa einhver jákvæð áhrif á skjól á vellinum en hæð hennar og lega skerðir hinsvegar mjög möguleika sundlaugarinnar. Það er engin ástæða við uppbyggingu íþróttasvæðisins í heild að skapa togstreitu milli sundlaugar og íþróttaleikvangsins og að uppbygging leikvangsins verði á kostnað sundlaugarinnar. Mjög óskynsamlegt er því að taka ekki tillit til sjónarmiða þeirra, sem bera hag sundlaugarinnar sér fyrir brjósti.
Þá tók til máls Einar E. Einarsson, síðan Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Tillaga Snorra Styrkárssonar borin upp og felld með 8 atkv. gegn 1.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Skipulags- og bygginganefnd 12. febr.
Dagskrá:
1.      Kirkjugata 15, Hofsósi, gluggabreyting – Anna Linda Hallsdóttir
2.      Keldudalur – stofnun lóða
3.      Löggilding iðnmeistara – Jóhann Steinsson
4.      Flæðagerði 21, Sauðárkróki – útlitsbreyting,
5.      Aðalskipulag Skagafjarðar
6.      Önnur mál.

Bjarni Maronsson kynnir fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerð borin upp og samþ. með samhljóða atkvæðum.
2.                  Bréf og kynntar fundargerðir:
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18,15.
                                                    Engilráð M. Sigurðard., ritari.