Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

113. fundur 04. mars 2003
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 113 – 04.03.2003
.
                                                                                                                             
Ár 2003, þriðjudaginn 4. mars, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2, kl. 1600.
            Mætt voru:  Sigurður Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Bjarni Jónsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson,
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1.  
Fundargerðir
        a)      Byggðarráð 19. og 26. febr.
        b)      Félags- og tómstundanefnd 17. febr.
        c)      Fræðslu- og menningarnefnd 14. og 19. febr.
        d)      Landbúnaðarnefnd 21. jan., 24. og 27. febr.
        e)      Skipulags- og bygginganefnd 17. febr.
2.   Ráðning sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs
3.   Kosning í nefndir:
        a)  Kosning varamanns í samgöngunefnd
        b)  Kosning aðalmanns í kjörstjórn til Alþingiskosninga.
        c)  Kosning aðalmanns í kjördeild á Sauðárkróki.
4.   Bréf og kynntar fundargerðir
AFGREIÐSLUR:
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 19. febr.
       
Dagskrá:
        1.          Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar
                Sauðárkróki kemur og ræðir málefni stofnunarinnar
             2.          Samningur um sölu á hlut sveitarfélagsins í Atvinnuþróunarfélagi
                Skagafjarðar hf . – Hring
        3.          Bréf frá Guðmundi Óla Pálssyni
        4.          Samningur um sölu áhaldahúss
        5.          Rafrænt samfélag
             6.          Undirskriftalisti – óskir um endurbætur á aðstöðu í Sundlaug Sauðárkróks
        7.          Bréf og kynntar fundargerðir.
                a.      Bréf frá Úrvinnslusjóði
                b.     
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Umhverfisverðlaun
                       “Nations in Bloom”
                c.      Fundargerðir stjórnar SSNV frá 05.12. 2002 og 22.01. 2003
                d.      Fundargerð 29. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra
                e.      Fundargerðir 14. og 15. fundar stjórnar Skagafjarðarveitna ehf.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþ. m. 8 atkv. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
        Byggðarráð 26. febr.
  
     Dagskrá:
        1.          Ráðning sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs
        2.          Tillaga að þjónustusamningi Jóns Sigfúsar Sigurjónssonar
                hdl. við sveitarfélagið
        3.          Samningsdrög við Lögmannsstofuna
        4.          Samningur um sérfræðiþjónustu vegna forðagæslu
        5.          Afsögn úr kjörstjórn til Alþingiskosninga
        6.          Afsögn varamanns í samgöngunefnd
        7.          Bréf frá Jóni Helgasyni varðandi gestabók á Molduxa
        8.          Erindi frá Vegagerð ríkisins varðandi Þverárfjallsveg
        9.          Ráðstefna fráveitunefndar
        10.          Viðræður við Húnvetninga um sameiginleg málefni
        11.          Niðurfelling gjalda
        12.          Trúnaðarmál
        13.          Bréf og kynntar fundargerðir.
                a.          Vinabæjamót í Esbo - dagskrá
                b.          Bréf frá Sigurbergi Kristjánssyni og Sigríði Björnsdóttur
                c.          Steinull hf. vegna styrkja til Umf. Tindastóls
                d.          Verðmat á húseigninni Borgarflöt 1, Sauðárkróki
                e.          Skipun sveitarstjóra í starfshóp um byggðatengsl og sveitarfélög
                f.          SÍS – Ráðstefna um Staðardagskrá 21, 14.-15. mars nk.
                g.          IT-lausnir og heimasíðugerð
                h.          Erindi frá Sveini Ólafssyni
                i.          Fundarboð stjórna SSNV, SSV og FSV
                j.          fundur framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og leggur fram svohljóðandi tillögu vegna 2. liðar í fundargerðinni:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að við kaup á vörum og þjónustu skuli sveitarfélagið leitast við að beina viðskiptum sínum til aðila í Skagafirði.”
Greinargerð:  “Sveitarfélagið Skagafjörður er stór kaupandi vöru og þjónustu og því skiptir miklu að viðskiptum þess sé beint til fyrirtækja í Skagafirði. Við búum svo vel að í Skagafirði eru margvísleg fyritæki sem hafa yfir að ráða hæfu starfsfólki sem skilar nauðsynlegri þjónustu til samfélagsins. Margt af þessari þjónustu er nauðsynlegt í nútímasamfélagi og því er sjálfsagt að sveitarfélagið leggi sitt lóð á vogarskálarnar svo þjónusta þessi sé tryggð og efld.”
  
                                             Gunnar Bragi Sveinsson
                                               
Einar E. Einarsson
                                                Sigurður Árnason
Einnig leggur Gunnar Bragi Sveinsson fram svohljóðandi bókun vegna liðar 13, j:
“Undirritaðir vilja benda á að meirihluti sveitarstjórnar hefur ekki heimild til að ákveða einstaka framkvæmdir eða samþykkja kostnað fyrir hönd sveitarfélagsins án þess að leggja það fyrir sveitarstjórn. Hvergi liggur fyrir samþykkt um að “fara í geymsluna í möninni” eins og sveitarstjóri fullyrðir í fundargerð Framkvæmdanefndar frá 29. janúar sl.  Er það áhyggjuefni að sveitarstjóri skuli lofa eða fullyrða slíkt vitandi að ekki liggur fyrir samþykki.”
                                                Gunnar Bragi Sveinsson
                                                Einar E. Einarsson
                                                Sigurður Árnason
Þá taka til máls Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson og leggur fram svofellda bókun:
“Það hefur verið stefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þessa meirihluta að leitast við að kaupa vörur og þjónustu í sem mestum mæli í heimabyggð. Tillaga framsóknarmanna er því einungis staðfesting á þeirri stefinu er rekin hefur verið.”
  
                                                Bjarni Jónsson
Því næst taka til máls Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Gunnars Braga borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerð að öðru leyti borin upp og samþykkt samhljóða.
b)    Félags- og tómstundanefnd 17. febr.
          Dagskrá:
Félagsmál
 
1.   Lögð fram umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili.
  2.   Trúnaðarmál.
  3.   Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2002.
Húsnæðismál
 
4.    Lögð fram drög að reglum um forgangsröðun við úthlutun
         félagslegra leiguíbúða ásamt upplýsingablaði með umsókn.
Önnur mál
 
5.    Þriggja ára áætlun fyrir gjaldaliði félagsmála, æskulýðs- og
        íþróttamála.
Ásdís Guðmundsdóttir kynnir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c)  Fræðslu- og menningarnefnd 14. febr.
        Dagskrá:
           
1.      Árvist - húsnæði.
            2.      Félagsheimilið Árgarður, tilnefning í húsnefnd.
            3.      Bókhald félagsheimila.
            4.      Náttúrugripasafn.
            5.      Glaumbær, skipulag.
            6.      Önnur mál.
      Fræðslu- og menningarnefnd 19. febr.
        Dagskrá:
           
1.      Þriggja ára áætlun
            2.      Önnur mál.
Sigurður Árnason kynnir fundargerðirnar. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
d)    Landbúnaðarnefnd 21. jan.
        Dagskrá:
           
1.      Fundarsetning
  
         2.      Fjárhagsáætlun 2003
  
         3.      Bréf
        Landbúnaðarnefnd 24. febr.
          Dagskrá:
           
1.      Fundarsetning
            2.      Vargfugl
  
         3.      Mál er varðar jörðina Ríp I, II, III í Skagaf.
        Landbúnaðarnefnd 27. febr.
           Dagskrá:
           
1.      Fundarsetning
  
         2.      Mál er varðar jörðina Ríp I, II, III í Skagafirði
            3.      Önnur mál
Einar E. Einarsson skýrir fundargerðirnar. Til máls taka Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson, Einar E. Einarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 e)   Skipulags- og byggingarnefnd 17. febr.
        Dagskrá:
           
1.      Aðalskipulag Skagafjarðar
            2.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson skýrir þessa fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerðin     þarfnast ekki samþykktar.
            Nú var gert fundarhlé kl 17:25. -  Fundi framhaldið kl. 17:35
2.   Ráðning sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs
  
    Bjarni Maronsson tekur til máls og leggur til að ráðningu sviðsstjóra
        Markaðs- og þróunarsviðs verði frestað til næsta fundar.
  
   Tillagan borin upp og sam. með 5 atkv. Snorri Styrkársson situr hjá.
3.   Kosning í nefndir
        a)   Kosning varamanns í samgöngunefnd í stað Hafdísar Skúladóttur.
                Tilnefndur er Rúnar Páll Stefánsson. Samþykkt.
        b)      Kosning aðalmanns í kjörstjórn til Alþingiskosninga í stað Ríkarðs
                Mássoanr.
.               Tilnefnd er Ásdís Ármannsdóttir, Samþykkt.
        c)  Kosning aðalmanns í kjördeild á Sauðárkróki í stað Jóns Halls Ingólfssonar.
                Tilnefnd er Ágústa Eiríksdóttir. Samþykkt.
 4.   Bréf og kynntar fundargerðir
            Ekkert liggur fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17,40.
                                Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari