Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

115. fundur 01. apríl 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 115 - 01.04.2003
 
Ár 2003, þriðjudaginn 1. apríl, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2, kl. 1600.
            Mætt voru:  Elinborg Hilmarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson og Katrín María Andrésdóttir.
 
Forseti setti fund og hóf hann með því að lesa bréf frá Herði Pálssyni, bakarameistara á Akranesi, til Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þar sem hann færir sveitarfélaginu að gjöf málverk af Guðjóni Sigurðssyni, bakarameistara á Sauðárkróki, lærimeistara sínum í iðninni, sem nú er látinn. Guðjón sat í hreppsnefnd og síðan bæjarstjórn Sauðárkróks frá 1946 til 1974 og var forseti bæjarstjórnar um árabil. Ásta Pálsdóttir, systir Harðar, málaði myndina.
Forseti þakkaði þessa höfðinglegu gjöf.
 
Síðan lýsti forseti dagskrá:
 
dagskrá:
1.   Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 19. og 27. mars
b)      Félags- og tómstundanefnd 25. mars
c)      Fræðslu- og menningarnefnd 27. mars
 
2.   Þriggja ára áætlun – síðari umræða
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)   Heilbrigðisnefnd Nl.vestra
 
4.   Trúnaðarmál
 
Afgreiðslur:
 
1.  Fundargerðir:
a)  Byggðarráð 19. mars
Dagskrá:
                  1.            Dagvistun aldraðra – fjölgun dagvistunarrýma
                  2.            Menningarhús í Skagafirði
                  3.            Styrkumsókn vegna íþróttasvæðisins á Hofsósi
                  4.            Umsókn um styrk vegna reiðkennslu fatlaðra
                  5.            Undirskriftarlisti vegna frágangs leiksvæðis
                  6.            Mótframlag sveitarfélagsins vegna tækjakaupa Heilbrigðisstofnunarinnar á árinu 2002
                  7.            Bréf frá Glaðheimum vegna viðhalds
                  8.            Tillögur frá Gunnari Braga Sveinssyni
                  9.            Málefni Kolkuóss
Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar kynnir fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundar­gerðarinnar.
 
Byggðarráð 27. mars
Dagskrá:
                  1.            Þriggja ára fjárhagsáætlun
                  2.            Menningarhús í Skagafirði
                  3.            Málefni Loðskinns Sauðárkróki ehf.
                  4.            Leigusamningur um land í Kolkuósslandi
                  5.            Tilboð í húseignina Freyjugötu 48
                  6.            Ráðningarsamningur sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs
                  7.            Fundarboð LN vegna náttúrustofa
                  8.            Iðjukostir á Norðurlandi vestra – umsókn um styrk vegna undirbúnings og rannsókna
                  9.            Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi
              10.            Aðalfundarboð veiðifélags Laxár, Skefilsstaðahreppi
              11.            Umsögn um leyfi til að reka gistiskála
              12.            Trúnaðarmál
              13.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Niðurstaða forvals um Rafrænt samfélag
b)      Ráðstefna 4. apríl um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið
c)      Ráðstefna 4. apríl um rekstur félagslegra leiguíbúða
d)      Fundargerð stjórnarfundar SSNV 20. febrúar 2003
e)      Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðina. Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, Einar E. Einarsson, Bjarni Maronsson, Snorri Styrkársson, fleiri ekki. Fundargerð borin undir atkv. og samþykkt. Elinborg Hilmarsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu liðar 6.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundar­gerðarinnar.         
 
b)   Félags- og tómstundanefnd 25. mars
Dagskrá:
1.  Æskulýðs- og tómstundamál
     
Styrkir til æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála
2.  Önnur mál .
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðina. Enginn kveður sér hljóðs. Fundargerð borin upp og samþ. samhljóða.
 
c)   Fræðslu- og menningarnefnd 27. mars
Dagskrá:
Menningarmál:
  1. Styrkir til menningarmála, úthlutun.
  2. Erindi frá Félagsheimilinu Bifröst.
Skólamál:
3.   Erindi frá íþróttakennurum Árskóla, skortur á búnaði, dags. 12.03.2003.
  1. Beiðni um skólavistun frá foreldrum, dags. 20.03.2003.
  2. Uppsögn á skólaaksturssamningi.
  3. Önnur mál.
  4. Kynnt erindi varðandi uppsögn leikskólastjóra við leikskólann Brúsabæ,
    dags. 17.03.2003.
  5. Önnur mál.
Katrín María Andrésdóttir kynnir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerð samþykkt samhljóða.
 
2.   Þriggja ára áætlun – síðari umræða
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri fjallaði um áætlunina. Snorri Styrkársson tók til máls, þá Einar E. Einarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Snorri Styrkársson og leggur fram svohljóðandi bókun:
“Framlögð 3ja ára fjárhagsáætlun 2004-2006 tekur ekki á fjárhagsvanda sveitar­félagsins. Í henni er innbyggð tímasprengja, skuldir A-hluta sveitarsjóðs aukast á tímabilinu og augljóst að stóru orð meirihluta sveitarstjórnar um sparnað eru hjómið eitt. Undirritaður situr því hjá við afgreiðslu þessarar rislitlu fjárhags­áætlunar.”
                                                            Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista.
 
Gunnar Bragi Sveinsson tók þvínæst til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
“Framlögð áætlun er marklítið plagg, sem skortir framtíðarsýn og ekki er unnt að samþykkja og því sitjum við hjá við afgreiðsluna.”
                                                            Gunnar Bragi Sveinsson
                                                            Einar E. Einarsson
                                                            Elinborg Hilmarsdóttir
Þriggja ára áætlun borin upp og samþykkt samhljóða.
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)   Heilbrigðisnefnd Nl.vestra
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
4.   Trúnaðarmál
            Fært í trúnaðarbók.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18,30.
 
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari.