Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 116 - 15.04.2003
Fundur 116 - 15.04.2003
Ár 2003, þriðjudaginn 15. apríl, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2, kl. 1600.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri,
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 2. og 9. apríl
b) Félags- og tómstundanefnd 8. apríl
c) Skipulags- og bygginganefnd 1. og 9. apríl
d) Umhverfisnefnd 1. apríl
2. Tillaga til samþykktar
3. Kosning fulltrúa í barnaverndarnefnd
4. Bréf og kynntar fundargerðir
.
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 2. apríl
Dagskrá:
1. Málefni Loðskinns Sauðárkróki ehf.
2. Könnun á þróun raforkuverðs á Sauðárkróki
3. Deiliskipulag Glaumbæjar
4. Tillögur að breytingum á samþykktum Lífeyrissjóðs Norðurlands
5. Ályktun húsnefndar Miðgarðs frá 17. mars 2003
6. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
7. Evrópuár fatlaðra
8. Verðkönnun á rekstrarvörum
9. Yfirlit rekstrar aðalsjóðs janúar – febrúar 2003
10. Niðurfelling gjalda
11. Kauptilboð í Birkimel 18 í Varmahlíð
12. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Fundargerð stjórnar Miðgarðs frá 17. mars 2003
b) Ráðstefna Evrópusamtaka sveitarfélaga CEMR
c) Bréf frá verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga
d) Bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga vegna veiðigjalds
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin upp og samþykkt. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 11. liðar. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar í heild.
Byggðarráð 9. apríl
Dagskrá:
1. Greiðslur til Hrings hf.
2. Fundarboð. Framhaldsaðalfundur veiðifélags Miklavatns og Fljótár.
3. Verðkönnun á rekstrarvörum. Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi.
4. Furulundur 5.
5. Samningur um félagsheimilið Bifröst.
6. Niðurfelling gjalda.
7. Bréf og kynntar fundargerðir.
a. Fundargerð 15. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga.
b. Bréf frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur v/nemenda í tónlistarskólum.
c. Fundargerð. Sameiginlegur fundur sveitarstjórna Blönduóss, Skagafjarðar og Höfðahrepps 21. mars 2003.
d. Fundargerð. Fundur stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra haldinn á Staðarflöt í Hrútafirði, fimmtudaginn 27. febrúar 2003
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Elinborg Hilmarsdóttir, Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson. Fleiri ekki.
Fundargerð borin upp og samþykkt. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
b) Félags- og tómstundanefnd 8. apríl
Dagskrá:
1. Félagsmál
1. Iðja – Hæfing, starfsemi og aðstaða
2. Lögð fram að nýju drög að reglum um forgangsröðun við úthlutun félagslegra leiguíbúða ásamt upplýsingablaði með umsókn
3. Yfirlit og verklagsreglur vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu lækniskostnaðar hjá sérfræðingi
4. Trúnaðarmál
2. Önnur mál
5. Erindi vegna reiðþjálfunar fatlaðra
6. Erindi vegna tækja í íþróttahúsi
Ásdís Guðmundsdóttir skýrir fundargerðina. Gísli Gunnarsson kveður sér hljóðs.
Fleiri ekki. Fundargerð samþykkt samhljóða.
c) Skipulags- og bygginganefnd 1. apríl
Dagskrá:
1. Aðalskipulag/ Þverárfjallsvegur
2. Deiliskipulag, Ártorg
3. Hólar í Hjaltadal - deiliskipulag
4. Skjaldarhús á Eyri – Rannsóknar- og kennsluhús
5. Borgarsíða 8 / þakbreytingar
6. Borgarteigur 11-15 (áhaldahúsið) breytingar
7. Ljótsstaðir - landskipti.
8. Hraun á Skaga / Íbúðarhús Jóhanns E. Rögnvaldssonar
9. Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerð borin upp og samþykkt. Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgr. 1. liðar.
Skipulags- og bygginganefnd 9. apríl
Dagskrá:
1. Umsögn um vínveitingarleyfi Hótel Varmahlíð
2. Umsögn um vínveitingarleyfi Sigtún, Hofsósi
3. Umsögn um vínveitingarleyfi Aðalgata 7, Sauðárkróki
4. Umsögn um vínveitingarleyfi Höfðaborg, Hofsósi
5. Hólar í Hjaltadal – deiliskipulag
6. Deiliskipulag, Ártorg
7. Sauðárkrókur lóðarumsókn, iðnaðarlóð – Norðurtak ehf.
8. Bakkaflöt, umsókn um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum.
Sigurður Friðriksson
9. Helluland, landskipti
10. Önnur mál
Bjarni Maronsson kynnir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerð borin upp
og samþykkt samhljóða.
d) Umhverfisnefnd 11. mars
Dagskrá:
1. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands-vestra.
2. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir gerir grein fyrir fundargerðinni. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin upp og samþykkt samhljóða.
2. Tillaga til samþykktar
Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar færir Ríkisstjórn Íslands og Alþingi bestu þakkir Skagfirðinga fyrir þá framsýni að heimila kennslu á háskólastigi við Hólaskóla með lögum þar um frá 1999 og útgáfu reglugerðar árið 2003, sem gerir skólanum nú kleift að útskrifa nemendur með eigin háskólagráðu. Þróun menntastofnana á landsbyggðinni er ein grundvallarforsenda öflugrar byggðaþróunar í landinu. Mikið starf er framundan við uppbyggingu háskólastarfs í Skagafirði. Góður stuðningur Ríkisstjórnar Íslands og Alþingis er þar mikilsverður.”
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
3. Kosning fulltrúa í barnaverndarnefnd
Kjósa skal aðalfulltrúa í Barnaverndarnefnd í stað Jóns Sigfúsar Sigurjónssonar, lögfr., sem hefur sagt sig úr nefndinni.
Fram kom tillaga um Hjalta Árnason, lögfræðing. Samþykkt samhljóða.
4. Bréf og kynntar fundargerðir
Engin mál eru undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17,00.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari