Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 119 - 27.05.2003
Fundur 119 - 27.05.2003
Ár 2003, þriðjudaginn 27. maí, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2, kl. 1600.
Mætt voru: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Gísli Árnason og Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 23. maí
b) Félags- og tómstundanefnd 20 maí
c) Samgöngunefnd 15. maí
d) Skipulags- og bygginganefnd 22. maí
2. Bréf og kynntar fundargerðir
Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 13. maí
.
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 23. maí
Dagskrá:
1. Yfirlit rekstrar fyrstu þrjá mánuði ársins
2. Erindi frá Gunnari Þórðarsyni/Véla- og samgönguminjasafninu
3. Ofgreidd kennsluyfirvinna
4. Launakjör skólastjóra grunnskóla. Erindi frá Launanefnd sveitarfélaga
5. Erindi frá Leikfélagi Sauðárkróks
6. Aðalfundur Sjávarleðurs ehf.
7. Skólaakstur. Bréf frá foreldrum á Gili
8. Starfsmanamál
9. Ósk um viðræður við sveitarfélagið um kaup á landi við Kolkuós
10. Gjöf frá Guðjóni Ingimundarsyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur
11. Umsögn um leyfi til að reka gistiheimili að Kaupvangstorgi 1
12. Umsögn um leyfi til að reka veitingahús, Sólvík á Hofsósi
13. Umsókn um leyfi til sölu áfengra drykkja að Aðalgötu 7, Sauðárkróki
14. Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Ferðaþjónustuna að Hólum í Hjaltadal
15. Kauptilboð í Laugatún 1, Sauðárkróki
16. Lánveiting 2003 frá Lánasjóði sveitarfélaga
17. Niðurfelling gjalda
18. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2003
b) Afrit af bréfi FNV til félagsmálaráðherra
c) Fundargerð hluthafafundar 25. apríl 2003 í Hótel Varmahlíð ehf.
d) Fundargerð stjórnarfundar SSNV 20. febrúar 2003
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Vék hann sérstaklega að 10. lið, gjöf hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur og Guðjóns Ingimundarsonar til Sundlaugar Sauðárkróks og ítrekaði þakkir fyrir þeirra góða hug. Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs og tók m.a. undir þessi orð Gísla. Þá tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson. Fleiri ekki.
Fundargerð borin upp og samþykkt. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 15. liðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
b) Félags- og tómstundanefnd 20. maí
Dagskrá:
Félagsmál
1. Trúnaðarmál
2. Lögð fram og rædd stefnumótun Byggðasamlags um málefni fatlaðra Nl.vestra, þar með talin ársáætlun fyrir 2003, sem samþykkt var af stjórn byggðasamlagsins 31. október 2002.
Íþróttamál
3. Umsókn um styrk til vallargerðar í Varmahlíð frá Ungmenna- og
Íþróttafélaginu Smára.
Önnur mál
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt. samhljóða.
c) Samgöngunefnd 15. maí
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Fundargerð síðasta fundar
3. Framkvæmdaskýrsla 2002
4. Erindi til nefndarinnar
5. Tillaga að safnvegaáætlun
6. Önnur mál.
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Skipulags- og byggingarnefnd 22. maí
Dagskrá:
1. Mikligarður II – Umsókn um byggingarleyfi, Guðmundur Þór Guðmundsson
2. Drekahlíð 5, Sauðárkróki, Bifreiðageymsla, breyting
3. Fosshótel Áning – vínveitingarleyfi
4. Hólmagrund 8, Sauðárkróki – Útlitsbreyting – Óskar Konráðsson
5. Áskot 7 – Nafnleyfi, Valgarð Bertelsson
6. Önnur mál
Bjarni Maronsson kynnti þessa fundargerð. Til máls tók Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, þá Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Maronsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Bréf og kynntar fundargerðir
Heilbrigðisnefnd 13. maí
Einar E. Einarsson tók til máls undir þessum lið, þá Ársæll Guðmundsson og Gísli Gunnarsson.
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs um útvarpsútsendingar frá sveitarstjórnarfundum, einnig Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Sigurður Árnason.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17,06.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari