Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 120 - 16.06.2003
Fundur 120 - 16.06.2003
Ár 2003, mánudaginn 16. júní, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bóknámshúsi FNv á Sauðárkróki, kl. 17,50.
Mætt voru: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Elinborg Hilmarsdóttir, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri.
Forseti setti fund og leitaði samþykkis fundarins að taka á dagskrá fundargerð byggðarráðs frá 16. júní 2003. Var það samþykkt. Síðan lýsti hann dagskrá:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 30. maí; 6. og 16. júní
b) Atvinnumálanefnd 2. júní
c) Fræðslu- og menningarnefnd 28. maí
d) Skipulags- og bygginganefnd 6. júní
e) Umhverfisnefnd 2. júní
2, Ársreikningar Sveitarfél. Skagafjarðar
og stofnana þess f. árið 2002 – Fyrri umræða -
3. Bréf og kynntar fundargerðir
.
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 30. maí
Dagskrá:
1. Viggó Jónsson fh. Handtaks ehf. – viðræður um kaup á landi við Kolkuós
2. Jörðin Þúfur - forkaupsréttur
3. Erindi frá Reyni Kárasyni og Helgu Rósu Guðjónsdóttur
4. Ofgreidd kennsluyfirvinna
5. Húsnæðismál Árvistar
6. Erindi frá Upprekstrarfélagi Eyvindarstaðarheiðar
7. Gjafabréf frá Friðriki J. Friðrikssyni
8. Kauptilboð í íbúð að Laugatúni 12, Sauðárkróki
9. Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Ferðaþjónustuna að Bakkaflöt
10. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá Umhverfisráðuneytinu vegna förgunar á heyi
b) Úrskurður Skipulagsstofnunar um matsskyldu stækkunar fiskeldisstöðvarinnar Hólalax ehf. í Hjaltadal
c) Ráðningarsamningar og starfslýsingar
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkv. og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 6. júní
Dagskrá:
1. Kári Ottósson og Guðríður Magnúsdóttir – viðræður um kaup á landi við Kolkuós
2. Erindi frá Markaðsskrifstofu Norðurlands – álit Atvinnu- og ferðamálanefndar
3. Erindi frá Landsmótsnefnd UMFÍ
4. Brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Skagafjarðar
5. Ársfundur Byggðastofnunar
6. Umsókn um vínveitingaleyfi
7. Bréf, kynntar fundargerðir og annað:
a) Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands
b) Bréf frá foreldrafélagi leikskólans Brúsabæjar
c) Bréf frá Dóms- og kirkjumálaráðumeytinu
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 16. júní
Dagskrá:
1. Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir
árið 2002 – fyrri umræða.
- Vísast til 2. liðar dagskrár þessa sveitarstjórnarfundar.
b) Atvinnumálanefnd 2. júní
Dagskrá:
1. Markaðsskrifstofa Norðurlands
2. Rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð
3. Samstarf við Höfðahrepp og Blönduósbæ um gönguleiðir á Skaga
4. Málefni Höfða á Hofsósi
5. Önnur mál
Gísli Gunnarsson skýrir fundargerðina. Til máls tóku Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 28. maí
Dagskrá:
Menningarmál:
1. Erindi frá Ólafi Hallgrímssyni, vorvaka í Árgarði.
2. Hátíðahöld 17. júní.
3. Önnur mál.
Skólamál:
4. Launamál
Grunnskóli:
5. Málefni Árvistar
6. Skólaakstur, erindi vísað frá byggðaráði.
7. Erindi frá Viðvík, skólavistun.
8. Önnur mál.
Katrín María Andrésdóttir skýrir fundargerðina. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Snorri Styrkársson, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, Snorri Styrkársson, Katrín María Andrésdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Skipulags- og byggingarnefnd 6. júní
Dagskrá:
1. Deiliskipulag Hólum
2. Deiliskipulag Ártorg
3. Bakkaflöt, vínveitingarleyfi
4. Erindi frá umhverfisnefnd, náttúruverndaráætlun
5. Lindin í Lindargötu. Erindi Skagafjarðarveitna
6. Hofsóskirkja og Sæland – lóðarmörk
7. Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnir fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e) Umhverfisnefnd 2. júní
Dagskrá:
1. Drög að náttúruverndaráætlun
2. Bréf frá Úrvinnslusjóði dags. 7. maí 2003
3. Önnur mál
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2, Ársreikningar Sveitarfél. Skagafjarðar
og stofnana þess f. árið 2002 – Fyrri umræða -
Gísli Gunnarsson tók til máls og leggur til að ársreikningum verði vísað til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Ársreikningarnir voru kynntir á nýafstöðnum byggðarráðsfundi, sem sveitarstjórnarfulltrúar sátu.
Til máls tók Sigurður Árnason og leggur fram eftirfarandi bókun:
“Við undirrituð, fulltrúar Framsóknarflokksins í Sveitarstjórn Skagafjarðar, áteljum þau vinnubrögð meirihlutans að leggja fram ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2002 svo seint til fyrri umræðu, en sveitarstjórnarfulltrúar hafa ekki haft ráðrúm til að kynna sér hann þar sem þeir fengu hann í hendur nú síðdegis.”
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigurður Árnason
Elinborg Hilmarsdóttir
Þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Tillaga um að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2002 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. Bréf og kynntar fundargerðir
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 19,55.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari