Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 124 - 18.09.2003
Fundur 124 - 18.09.2003
Ár 2003, fimmtudaginn 18. sept., kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómssalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Snorri Styrkársson, Gísli Árnason og Ársæll Guðmundsson.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 9. og 16. sept.
b) Félags- og tómstundanefnd 9. og 16. sept.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 16. sept.
d) Samgöngunefnd 16. sept.
e) Skipulags- og byggingarnefnd 12. og 16. sept.
f) Samráðsnefnd Sveitarfél. Skagafjarðar og Akrahrepps 3. sept.
2. Bréf og kynntar fundargerðir
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 9. sept.
Dagskrá:
1. Formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 skýrir frá stöðu framkvæmdamála við íþróttavöll.
2. Samkomulag við Skíðadeild Umf. Tindastóls
3. Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs gerir grein fyrir stöðu verklegra framkvæmda
4. Umsókn um styrk vegna bókaútgáfu
5. Erindi frá Skógræktarfélagi Skagafjarðar
6. Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði
7. Víðigrund 22
8. Afsal vegna Hamars í Fljótum
9. Menningarhús – kynnt niðurstaða fundar með menntamálaráðherra 4. sept. 2003
10. Heimild til lántöku vegna framkvæmda við íþróttavöll á Sauðárkróki
11. Erindi frá Landsmótsnefnd UMFÍ 2004
12. Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a. Byggðaáætlun Eyjafjarðar – tillögur starfshóps um byggðatengsl og sveitarfélög
b. Svarbréf sveitarstjóra til Guðríðar Magnúsdóttur.
c. Bréf frá fjárlaganefnd
d. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Fjármálaráðstefna 2003
- Útreikningur á daggjöldum 30 manna hjúkrunarheimilis
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar í heild.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 7. liðar.
Byggðarráð 16. sept.
Dagskrá:
1. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga kemur til fundar
2. Samningur um Borgargerði
3. Erindi frá Hólaskóla vegna Freyjugötu 7, Sauðárkróki
4. Umsögn um rekstur gistiheimilis að Stóra-Vatnsskarði
5. Málefni Eignasjóðs
6. Innlausn íbúðar
7. Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a) Fundargerð hluthafafundar Sjávarleðurs ehf.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram svofellda tillögu:
“Sveitarstjóra, í samráði við tæknideild sveitarfélagsins, verði falið að semja drög að reglum um útboð verklegra framkvæmda á vegum Sveitarfélagsins.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigurður Árnason
Þórdís Friðbjörnsdóttir tók því næst til máls, þá Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, fleiri ekki.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögu fulltrúa Framsóknarflokks til Byggðarráðs.
2. liður fundargerðar, verksamningur um Borgargerði, borinn sérstaklega undir atkvæði. Samþ. með 5 atkv. gegn 4.
3. liður, erindi frá Hólaskóla, er einnig borinn sérstaklega upp. Samþ. samhljóða.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða að öðru leyti.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar í heild.
b) Félags- og tómstundanefnd 9. sept.
Dagskrá:
Íþróttamál
1. Ný íþróttamannvirki skoðuð og rætt við umsjónarmenn framkvæmda
2. Tímaúthlutun í Reiðhöllinni
Húsnæðismál
3. Úthlutun viðbótarlána
Æskulýðs- og tómstundamál
4. Vinnuskólinn – yfirlit yfir sumarstarfið
5. Félagsmiðstöðin Friður: undirbúningur vetrarstarfs
Önnur mál
Félags- og tómstundanefnd 16. sept.
Dagskrá:
Íþróttamál
1. Tímaúthlutun í Reiðhöllinni
2. Lagt fram erindi um opnunartíma Sundlaugarinnar á Sauðárkróki
3. Landsmót 2004
4. Styrkveitingar
5. Samningur Tindastóls og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
6. Íþróttavellir í Skagafirði – úttekt
7. Reglur um umgengni í Íþróttahúsinu
8. Önnur mál
Húsnæðismál
9. Umsókn um viðbótarlána
Félagsmál
10. Trúnaðarmál
Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti þessar fundargerðir. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðirnar bornar saman undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 16. sept.
Dagskrá:
Menningarmál:
1. Félagsheimilin Ljósheimar og Skagasel - fulltrúar hússtjórna mæta á fundinn.
2. Umsókn um styrk vegna bókaútgáfu. Erindinu vísað til nefndarinnar frá byggðaráði 9. sept. sl
3. Erindi frá Byggðasafni Skagfirðinga, dags. 9. september 2003.
4. Erindi frá Leikminjasafni Íslands, dags. 19. ágúst 2003.
5. Menningarhús - kynnt niðurstaða fundar með menntamálaráðherra, 4. september sl.
6. Önnur mál.
Skólamál:
Grunnskóli:
7. Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar veturinn 2003-2004
8. Umsögn Náttúrustofu Norðurlands vestra vegna vefs um náttúru Skagafjarðar.
Leikskóli:
9. Kynnt drög að samkomulagi um þátttöku leikskólanna á Sauðárkróki í rekstri Árvistar.
10. Erindi frá starfsfólki leikskólans Birkilundar dags. 26. ágúst 2003.
11. Gjaldskrá leikskóla.
12. Önnur mál.
Gísli Árnason skýrði fundargerðina. Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Gísli Árnason, Snorri Styrkársson og leggur til að lið 11, Gjaldskrá leikskóla, verði vísað til Byggðarráðs. Gísli Gunnarsson tók til máls og leggur til að 11. liður verði borinn sérstaklega undir atkvæði sveitarstjórnar. Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, einnig Þórdís Friðbjörnsdóttir, Snorri Styrkársson, Katrín María Andrésdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Ellefti liður fundargerðar, Gjaldskrá leikskóla, borinn upp sérstaklega. Samþ. með 5 atkvæðum. Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista óska bókað að þeir sitji hjá.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
d) Samgöngunefnd 16. sept.
Dagskrá:
1. Skipulagsmál og samstarf nefndanna
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e) Skipulags- og byggingarnefnd 12. sept.
Dagskrá:
1. Lerkihlíð 7, Sauðárkróki – viðbygging og breytingar- Knútur Aadnegard
2. Stóra Brekka í Fljótum – Umsókn um leyfi til byggingar hrossaskýlis – Arnbjörg Lúðvíksdóttir
3. Hraunsvatn á Skaga – lóð f. veiðihús, Jóhann Rögnvaldsson fh. eigenda
4. Ræktunarland við Áshildarholt, - byggingarframkvæmdir
5. Nöf við Hofsós, endurbygging – Valgeir Þorvaldsson
6. Laufskálar í Hjaltadal – Fjós, viðbygging og breytingar – Leó Leósson
7. Önnur mál
Skipulags- og byggingarnefnd 16. sept.
Dagskrá:
1. Skipulagsmál og samstarf nefndanna
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti báðar fundargerðirnar. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðirnar bornar upp saman og samþykktar samhljóða.
f) Samráðsnefnd Sveitarfél. Skagafj. og Akrahrepps 3. sept.
Dagskrá:
Málefni Varmahlíðarskóla
Gísli Gunnarsson gerði grein fyrir fundargerðinni. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Bréf og kynntar fundargerðir
Ekkert liggur fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18,20.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari