Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

127. fundur 16. október 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 127 - 16.10.2003

 
Ár 2003, fimmtudaginn 16. okt., kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómssalnum, Ráðhúsinu, Skagfi.braut 21, kl. 16.20.
            Mætt voru:  Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Katrín María Andrésdóttir, Viðar Einarsson, Helgi Thorarensen, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
DAGSKRÁ:
1.       Fundargerðir
a)      Byggðarráð 7. og 14. okt
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 1., 7. og 9. okt.
c)      Félags- og tómstundanefnd 7. okt
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 7. okt.
e)      Skipulags- og byggingarnefnd 8. okt.
 
2.       Bréf og kynntar fundargerðir
a.       Skagafjarðarveitur 1. okt.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 7. okt.
Dagskrá:
1.      Formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 kemur á fundinn
2.      Skýrsla um Steinsstaði.  Tillaga frá atvinnu- og ferðamálanefnd
3.      Kaup á nýju bókhalds- og upplýsingakerfi
4.      Erindum vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn
a)      Um samgöngumál
b)      Reglur um útboð verklegra framkvæmda
5.      Málefni Eignasjóðs
6.      Bréf frá Íbúasamtökunum út að austan
7.      Erindi frá SSNV varðandi menningarmál á Norðurlandi vestra
8.      Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a)      Frá ANVEST
- Álagning gjalda fyrir árið 2003
- Fundargerð aðalfundar ANVEST 2003
b)      Bréf frá Skagafjarðarveitum ehf.
c)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi tekjustofna sveitarfélaga
d)      Bréf frá stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs
e)      Bréf frá Trausta Sveinssyni og Hermanni Birni Haraldssyni
 
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Thorarensen, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
Byggðarráð 14. okt.
Dagskrá:
1.      Málefni Haganesvíkur.  Trausti Sveinsson, Hermann Björn Haraldsson koma á fundinn auk formanns samgöngunefndar
2.      Sorpurðunarmál
3.      Málefni Eignasjóðs
4.      Jón Karlsson kemur á fundinn
5.      Tilboð í íbúðir
6.      Samningur um kaup á 1,1 ha landi á Nöfum
7.      Stjórn Skógræktarfélags Skagafjarðar kemur á fundinn
8.      Samningur við  Lögmannsstofuna á Akureyri
9.      Þjónustusamningur við Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi
10.  Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2003
11.  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a.           Fundargerðir 17. og 18. fundar framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004
b.          Bréf frá Ungmennafélagi Íslands
c.           Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga
d.          Bréf varðandi kattahald á Sauðárkróki
Gísli Gunnarsson skýrði einnig þessa fundargerð. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Helgi Thorarensen, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson og Gunnar Bragi Sveinsson, er leggur fram svofellda bókun varðandi lið 2:
“Hér er verið að taka ákvörðun um sameiginlegan sorpurðunarstað Skagfirðinga og Austur-Húnvetninga. Að okkar mati er ekki grundvöllur fyrir slíkri ákvörðun fyrr en fyrir liggur áætlun um kostnað við rannsóknir, uppbyggingu og rekstur slíks staðar. Rekstrargrundvöllur slíks staðar ætti að vera forsenda þess að í verkefnið verði ráðist.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 2. og 6. liðar.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar í heild.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
 
b)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 1. okt.
Dagskrá:
1)     Drög að samningi við Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi lagður fram til   kynningar.
2)      Gönguleiðakort af framsveitum Skagafjarðar
3)     Skýrsla Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra um framtíðaruppbyggingu á Steinsstöðum
4)      Önnur mál.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd 7. okt.
Dagskrá:
1)        Skýrsla Hólaskóla um notkunarmöguleika eldisstöðvar Máka á Lambanesreykjum.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd  9. okt.
Dagskrá:
1)      Kynningarefni vegna Landsmóts UMFÍ 2004
2)      Skýrsla Stellu Hrannar Jóhannsdóttur um framtíðaruppbyggingu upplýsingamiðstöðvar í Skagafirði.
3)      Samningur við Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi – framhald.
4)      Kortagerð á Tröllaskaga, erindi frá Hjalta Þórðarsyni og Bjarna Kristófer Kristjánssyni.
Bjarni Jónsson kynnir fundargerðir Atvinnu- og ferðamálanefndar í einu lagi. Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls og lagði fram svofellda tillögu:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fela atvinnu- og ferðamálanefnd að kanna áhuga allra sveitarfélaga við Tröllaskaga á samvinnu um gerð gönguleiða og göngukorta, reiðleiða og reiðleiðakorta um Tröllaskaga. Ljóst er að verkefnið er stórt og getur haft víða áhrif, því er bent á  þann möguleika að nýta Háskólann á Hólum og Háskólann á Akureyri til ráðgjafar við verkefnið.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
Katrín María Andrésdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Thorarensen, fleiri ekki.
Tillaga fulltrúa Framsóknarflokks borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar allar bornar upp í heild og samþykktar samhljóða.
 
c)  Félags- og tómstundanefnd 7. okt.
Dagskrá:
 
Íþróttamál
1.      Úhlutun tíma í Reiðhöllinni
2.      Samningur við körfuknattleiksdeild UMF Tindastóls um þrif íþróttahúss eftir leiki
Félagsmál
3.      Trúnaðarmál
4.      Bréf frá Félagi eldri borgara í Skagafirði, dagsett 1. september 2003, um húsnæðismál. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 9. september 2003 að vísa erindinu til Félags- og tómstundanefndar
5.      Staða fjárhagsliða
Húsnæðismál
6.      Úhlutanir félagslegra leiguíbúða
Önnur mál
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnir fundargerðina. Til máls tóku Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Tillaga Ársæls Guðmundssonar um að vísa 2. lið fundarg. til Byggðarráðs samþ. samhlj.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
d)   Fræðslu- og menningarnefnd 7. okt.
Dagskrá:
      Menningarmál:
1.   Málefni Miðgarðs, fundað með hússtjórn um menningarhús og framkvæmdir.
      Fundarhlé.  Fundi fram haldið í Félagsheimilinu Árgarði.
2.   Málefni Árgarðs, fundur með fulltrúum eigenda hússins varðandi nýjar reglur fyrir félagsheimilið.
3.   Rekstrarstyrkir félagsheimila.
4.   Leikminjasafn Íslands, flutningskostnaður sýningar Sigurðar Guðmundssonar
5.   Önnur mál.
Katrín María Andrésdóttir kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, fleiri ekki. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
e)   Skipulags- og byggingarnefnd 8. okt.
Dagskrá:
1.      Hólavegur 25 – Útlitsbreyting
2.      Hvannahlíð 2 – Útlitsbreyting
3.      Reykjarhóll – Bréf Skagafjarðarveitna
4.      Fyrirbarð í Fljótum – byggingarleyfi
5.      Klausturbrekka – stöðuleyfi fyrir gám – Steinn Sigurðsson
6.      Forsæti, Hásæti, bréf Búhölda
7.      Suðurgata/Skógargata – deiliskipulagsbreyting  –
8.      Hafnarsvæðið - Deiliskipulagsbreyting
9.      Önnur mál.
Gunnar Bragi Sveinsson skýrði fundargerðina. Ársæll Guðmundsson tók til máls, þá Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki. - Tekið skal fram að Bjarni Maronsson sat hjá við afgreiðslu 8. liðar á fundi Skipulags- og bygginganefndar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.        Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Skagafjarðarveitur 1. okt.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl  19, 25.
                                                                                    Engilráð M. Sigurðard., ritari