Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 130 - 27.11.2003
Fundur 130 - 27.11.2003
Ár 2003, fimmtudaginn 27. nóv., kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómssalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
Forseti setti fund og leitaði samþykkis fundarmanna að fundargerð Byggðarráðs 27. nóv. 2003 yrði tekin á dagskrá. Var það samþykkt samhljóða. – Lýsti síðan dagskrá, svo breyttri:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 18. og 27. nóv.
b) Félags- og tómstundanefnd 18. nóv.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 20. nóv
d) Landbúnaðarnefnd 17. nóv.
e) Skipulags- og byggingarnefnd 25. nóv.
2. Tillaga frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur
3. Bréf og kynntar fundargerðir.
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 18. nóv.
Dagskrá:
1. Orlofsmál fyrrverandi sveitarstjóra
2. Erindi frá Marteini Haraldssyni ehf.
3. Umsögn um umsókn til að reka veitingastofu í Ábæ, Sauðárkróki
4. Erindi frá Kolku ehf.
5. Heimsókn frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst
6. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
7. Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu varðandi úthlutun aflaheimilda
8. Framkvæmdir við íþróttavöll á Sauðárkróki
9. Bréf frá Guðmundi Óla Pálssyni
10. Menningarhús í Skagafirði
11. Stjórn UMSS kemur á fundinn
12. Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a. Bréf frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga – Málþing um húsaleigubætur
b. Ársreikningur 2002 Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
c. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu varðandi fasteignaskatt
d. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu varðandi tekjujöfnunarframlag
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu
fundargerðarinnar.
Byggðarráð 27. nóv.
Dagskrá:
1. Tillaga að skiptingu byggðakvóta fyrir Skagafjörð
2. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur til fundar vegna fjárhags- og starfsáætlunar 2004
3. Fulltrúi Anvest kemur á fundinn til að ræða skýrslu um Steinsstaði
4. Erindi frá Fræðslu- og menningarnefnd um ráðstöfun fjármagns úr listaverkasjóði
5. Innheimta fasteignagjalda
6. Fundarboð – félagsfundur Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár
7. Fundarboð – framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki
8. Erindi frá Trausta Sveinssyni
9. Bréf frá Trausta Sveinssyni um jarðgangagerð
10. Bréf frá Trausta Sveinssyni um varnargarð í Haganesvík
11. Fulltrúar stjórnar UMSS koma á fundinn
12. Framkvæmdir við Höfðavatn
13. Kostnaður við Árvist vegna flutninga
14. Tillaga um álagningu fasteignagjalda og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun á árinu 2004.
15. Erindi frá atvinnu- og ferðamálanefnd
16. Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a. Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
b. Yfirlit yfir innheimta staðgreiðslu vegna janúar-október 2003
c. Yfirlit yfir rekstur aðalsjóðs janúar – október 2003
Gísli Gunnarsson kynnti þessa fundargerð einnig. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar
b) Félags- og tómstundanefnd 18. nóv.
Dagskrá:
Húsnæðismál
1. Viðbótarlán
2. Úthlutanir
Íþróttamál
3. Rekstrarform íþróttamannvirkja
Tómstundamál
4. Félags- og tómstundastarf aldraðra
Félagsmál
5. Trúnaðarmál
6. Þjónstubíll fatlaðra
Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina. Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, þá Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 20. nóv.
Dagskrá:
Menningarmál:
1. Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2004. Erindinu vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði 11 nóv. sl.
2. Umsókn frá Nemendafélagi FNV um styrk vegna söngleiks.
3. Liður 05-71. Hátíðahöld.
4. Tillaga varðandi lið 05-58. Listaverkasjóð.
5. Fjárhagsáætlun 2004.
6. Önnur mál.
Skólamál:
Grunnskóli
7. Fjárhagsáætlun 2004.
8. Önnur mál.
Leikskóli
9. Fjárhagsáætlun 2004.
10. Önnur mál.
Tónlistarskóli
11. Fjárhagsáætlun 2004.
12. Önnur mál.
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerðina. Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls, einnig Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Landbúnaðarnefnd 17. nóv.
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Fjárhagsáætlun 2004
3. Refa- og minkaveiði
4. Önnur mál
Einar E. Einarsson skýrði fundargerð. Bjarni Jónsson og Einar E. Einarsson tóku til máls. Fleiri ekki. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e) Skipulags- og byggingarnefnd 25. nóv.
Dagskrá:
1. Skipulagsmál – Aðalskipulag
· “Starfshópur um byggðatengsl og sveitarfélög.” – Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri
· Almannavarnir, hættusvæði – Óskar S. Óskarsson formaður almannavarnarnefndar
· Iðnaðarsvæði, hafnarsvæði – Brynjar Pálsson og Lárus Dagur Pálsson
· Flokkun strandsvæða/ sorpurðun og fráveitumál – Hallgrímur Ingólfsson
2. Önnur mál.
Bjarni Maronsson gerir grein fyrir þessari fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Tillaga frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði úttekt á ferlimálum fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði. Félags- og tómstundanefnd, í samvinnu við umhverfis- og tæknisvið, vinni greinargerð um stöðu ferlimála í sveitarfélaginu. Með greinargerð fylgi yfirlit um aðgengi og tillögur um viðunandi lausnir og úrbætur vegna aðgengis fatlaðra að stofnunum og samgöngum innan sveitarfélagsins. Niðurstöðum skal skilað eigi síðar en 1. maí 2004.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Skagafjarðarlista
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, svo og Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson og leggur til að þessari tillögu verði vísað til Félags- og tómstundanefndar. Ársæll Guðmundsson tók því næst til máls, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögu Grétu Sjafnar til Félags- og tómstundanefndar.
3. Bréf og kynntar fundargerðir.
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl . 19,05.