Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

132. fundur 18. desember 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 132 - 18.12.2003

 
Ár 2003, fimmtudaginn 18. des., kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagf.braut 21, kl. 16.20.
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
 
Forseti setti fund og og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka á dagskrá, með afbrigðum, fundargerð Samstarfsnefndar um rekstur Varmahlíðarskóla. Var það samþykkt.  Lýsti síðan dagskrá svo breyttri.
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
a)      Byggðarráð 16. des.
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 14. des.
c)      Félags- og tómstundanefnd 13. des.
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 15. des.
e)      Landbúnaðarnefnd 15. des.
f)        Samgöngunefnd 11. des.
g)      Umhverfisnefnd 15. des.
h)      Samstarfsnefnd um rekstur Varmahlíðarskóla 3. des.
 
2.   Fjárhagsáætlun Sv.fél. Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2004
 – Síðari umræða –
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 16. des.
Dagskrá:
1.      Erindi frá Trausta Sveinssyni
2.      Bréf frá Guðmundi Tómassyni
3.      Hluthafafundur í Sjávarleðri hf.
4.      Upplýsinga- og bókhaldskerfi
5.      Niðurfelling gjalda
6.      Málefni eignasjóðs
7.      Kaup á landi á Nöfum
8.      Bréf frá Kaupþingi-Búnaðarbanka hf.
9.      Bréf frá Farskóla Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar
10.  Fjárhagsáætlun 2004
11.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)   Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu varðandi skiptingu aflaheimilda.
b)   Fundargerð skólanefndar FNV 4. desember 2004
c)   Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi reglur reikningsskila-
      og upplýsinganefndar
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Snorri Styrkársson, fleiri ekki.
Liðum er varða fjárhagsáætlun 2004 er vísað til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað sérstaklega að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 4. liðar.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
b)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 14. des.
Dagskrá:
1.      Samstarf við FNV um aðstoð við iðnnema á árinu 2004.
2.      Auglýsing um leigu á Steinsstöðum
3.      Málefni upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
4.      Fjárhagsáætlun 2004
5.      Önnur mál.
Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir,  Bjarni Maronsson, Einar E. Einarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson,  Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Lið 4 er varðar fjárhagsáætlun 2004 er vísað til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
                                                                                                                                                                                                  
c)  Félags- og tómstundanefnd 13. des.
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun
2.      Ákvörðun um næsta fund
 

Félags- og tómstundanefnd 16. des.
Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál
2.      Erindi varðandi golfvöll í Lónkoti
3.      Heimsending matar: undirbúningur samningsgerðar
4.      Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti báðar fundargerðirnar. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Liðum er varða fjárhagsáætlun 2004 er vísað til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
d)  Fræðslu- og menningarnefnd 15. des.
Dagskrá:
Menningarmál:
1.   Fjárhagsáætlun 2004.
2.   Fundargerð stjórna Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps og Ungmennafélagsins Framfarar þann 25. nóvember varðandi reglur um Árgarð.
3.   Önnur mál.
Skólamál:
Grunnskóli
4.   Fjárhagsáætlun 2004.
5.   Önnur mál.
Leikskóli
6.   Fjárhagsáætlun 2004.
7.   Erindi frá skólastjóra Leikskólans Birkilundi, dags 20. nóv. Frestað frá síðasta fundi.
8.   Önnur mál.
Tónlistarskóli
9.   Fjárhagsáætlun 2004.
10. Önnur mál.
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Liðum er varða fjárhagsáætlun 2004 er vísað til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
e)  Landbúnaðarnefnd 15. des.
Dagskrá:
1.      Fundarsetning
2.      Fjárhagsáætlun 2004
3.      Bréf frá Umhverfisstofnun, undirritað af Áka Á. Jónssyni, dags. 03.12.03.
4.      Bréf, Sveitarfél. Skagafj. dags. 05.12.03
5.      Önnur mál
Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, þá Snorri Styrkársson, Bjarni Jónsson, Einar E. Einarsson
Sveitarstjórn tekur undir bókun Landbúnaðarnefndar í 3. lið og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri til viðeigandi aðila. Bókunin hljóðar svo:
 “Landbúnaðarnefnd mótmælir harðlega þeirri skerðingu, sem er á framlögum hins opinbera til lögbundinna refa- og minkaveiða vegna ársins 2003.
Vegna síaukins kostnaðar við þessar veiðar þá kemur þessi skerðing sér mjög illa fyrir Sv.fél. Skagafjörð, en sveitarfélagið hefur lagt sig fram um að sinna þessum lögbundnu skyldum sínum af kostgæfni á undanförnum árum. Á árinu 2003 var heildarkostnaður sveitarfélagsins 5,4 millj.  Því er ljóst að skerðing úr 50#PR endur­greiðsluhlutfalli niður í 30#PR endurgreiðsluhlutfall kostar sveitar­félagið rúmlega 500 þús. kr.
Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að áfram verði unnið ötullega að eyðingu minka og refa og að fjármagn til þeirra verka verði aukið frekar en skert. Skerðing á framlögum hins opinbera til þessa málaflokks mun leiða til minni veiða með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið, þ.e. veiði í ám og vötnum, fuglalíf og meiri hættu en nú er á dýrbítum.”
Lið 2, er varðar fjárhagsáætlun 2004 er vísað til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
f)  Samgöngunefnd 11. des.
Dagskrá:
1.  Fjárhagsáætlun:
     1.1.  Hafnarsjóður
     1.2.  Aðalsjóður – lykill 10 Umferðar- og samgöngumál
2.  Viðræður við bátaeigendur á Hofsósi v/hafnarmannvirkja
3.  Haganesvíkurhöfn
4.  Samgönguáætlun fyrir tímabilið 2005-2008
5.  Sjóvarnir:
5.1.  Hraun á Skaga
5.2.  Hraun í Fljótum
6.  Reiðvegir, bréf
            7.  Siglingavernd – áfangaskýrsla
            8.  Gjaldskrármál
9.  Önnur mál
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Lið 1 er varðar fjárhagsáætlun 2004 er vísað til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
g)      Umhverfisnefnd 15. des.
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun 2004
·        Aðalsjóður lykill 08
·        Aðalsjóður lykill 11
2.      Útekt á magni og endurvinnslu brotajárns. Bréf frá Steini Kárasyni, áður á dagskrá 04.11.2003
3.      Önnur mál.
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Lið 1 er varðar fjárhagsáætlun 2004 er vísað til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
h)      Samstarfsnefnd um rekstur Varmahlíðarskóla 3. des.
Dagskrá
      1.  Fjárhagsáætlun og málefni Varmahlíðarskóla.
      2.  Fjárhagsáætlun og málefni Íþróttamiðstöðvarinnar í Vhl.
      3.  Kennarabústaðir
      4.  Önnur mál.
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðina. Hann leggur til að 4. lið fundarg., þar sem fjallað er um viðverutíma barna á Leikskólanum Birkilundi, verði vísað til fræðslu- og menningarnefndar. Til máls tóku síðan Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Snorri Styrkársson, fleiri ekki.
Tillaga um að vísa síðari hluta 4. liðar fundarg. til fræðslu- og menningarnefndar samþykkt.
Liðum er varða fjárhagsáætlun 2004 er vísað til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.   Fjárhagsáætlun Sv.fél. Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2004
 – Síðari umræða –
 
Til máls tók Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri. Gerði hann grein fyrir þeirri fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2004 sem hér er lögð fram til síðari umræðu og skýrði þær breytingar sem orðið hafa á áætluninni milli umræðna.
 
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 1.509.775 þús. kr. og rekstrargjöld 1.618.230 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 49.965 þús.kr.  Aðrir sjóðir í A-hluta; Eignasjóður og þjónustumiðstöð, rekstrartekjur 257.135 þús.kr., rekstrargjöld 185.132 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 113.608 þús.kr.  Fjárfesting ársins er 76.230 þús.kr.
B-hluta stofnanir og fyrirtæki, Hafnarsjóður Skagafjarðar, Fráveita Skagafjarðar, Félagsíbúðir Skagafjarðar og Skagafjarðarveitur ehf., rekstrartekjur 234.215 þús.kr., rekstrargjöld 200.633 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 69.912 þús.kr.  Fjárfesting ársins 73.315 þús.kr. og áætlað söluverð eigna 62.500 þús.kr.
Áætluð rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins og fyrirtækja á árinu 2004 er því halli að upphæð 136.425 þús.kr.
 
Til máls tók Snorri Styrkársson og lagði fram svofellda bókun vegna fjárhags­áætlunar fyrir árið 2004 – síðari umræðu:
 
“Sveitarfélögin í landinu búa við erfið skilyrði af hálfu ríkisvaldsins.  Stöðugt er verið að gera sveitarfélögunum skylt að veita aukna þjónustu eða taka yfir útgjöld sem og að tekjur og tekjumöguleikar þeirra eru skertir af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar.  Þessu verður að breyta og binda verður vonir um að þessum ágangi ríkisstjórnar og Alþingis linni þó varlegt sé að treysta á raunverulegar lausnir af þeim vettvangi.  Ábyrgð sveitarstjórnarinnar sjálfrar á eigin gerðum og ákvörðunum má aldrei fela á bak við “vont” ríkisvald eða Alþingi.
Forysta meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hefur með framlagningu fjárhagsáætlunar sinnar fyrir árið 2004 viðurkennt vonbrigði sín með eigin stefnu og ákvarðanir. Stefna þeirra, sem hefur birst í hrópum um mikinn sparnað og gríðarlega hagræðingu í rekstri, er því nánast gjaldþrota. Sem fyrr verður að leita með góðu stækkunargleri að raunverulegum sparnaði í rekstri sveitarfélagsins þó hátt sé látið með árangurinn. Áætlað tap af rekstri er það sama og var eftir endurskoðun fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 2003 eða um 136 milljónir króna.  Raunveruleg staða sveitarfélagsins er falin á bakvið óraunhæfar væntingar um að innbyggður og “falinn” halli einstakra deilda sveitar­félagsins leysist af sjálfu sér.  Hallinn á árinu 2004 verður mun meiri en fram kemur í áætluninni. Skuldir munu vaxa á árinu 2004 langt umfram þær 40 milljónir sem áætlun ársins gerir ráð fyrir enda mun fjárhagsáætlun ársins 2003 eins og hún var samþykkt ekki heldur standast eins og áður hefur verið sýnt fram á hér í sveitarstjórn. 
Það hljóta að vera veruleg vonbrigði fyrir alla Skagfirðinga að sjá hvernig stefna meirihluta­flokkanna um rekstur sveitarfélagsins siglir hér í strand. Vegna þessa alls svo og vegna vinnubragða við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 situr undirritaður fulltrúi Skaga­fjarðarlistans hjá við atkvæðagreiðslu um fjárhagsáætlunina.”
Snorri Styrkársson
Skagafjarðarlista
 
Þá kvaddi Gunnar Bragi Sveinsson sér hljóðs og lagði fram svohl. breytingartillögu fulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn við fjárhagsáætlun ársins 2004:
 
“Lagt er til að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2004 verði gert ráð fyrir allt að 5 milljónum króna til leitar að hentugum iðnaðar og/eða iðjukosti fyrir Skagafjörð.
Einnig er lagt til að samið verði við Atvinnuþróunarfélagið Hring hf. um umsjón verkefnisins gegn mótframlagi.
Kostnaði Sveitarfélagsins verði mætt með lántöku.”
 
Greinargerð:
“Hér er lagt til að ákveðnir fjármunir verði settir í leit að hentugum iðnaðar og/eða iðjukosti fyrir Skagafjörð þar sem það er í takt við yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka í Sveitarstjórn Skagafjarðar um að iðnaður í einhverri mynd komi til greina í Skagafirði. Þá kom það fram á sameiginlegum fundi Sveitarstjórna Skagafjarðar, Blönduóssbæjar og Höfðahrepps að ekki sé óeðlilegt að Skagfirðingar haldi áfram þeirri vinnu sem hafin var leit að iðnaðar/iðjukosti þrátt fyrir samstarf um hið sama með Austur-Húnvetningum.
Lagt er til að verulegir fjármunir verði settir í verkefni svo það megi vinnast hratt og örugglega og vænst mikils árangurs á stuttum tíma. Því er lagt til að Atvinnuþróunarfélagið Hringur hf. hafi umsjón með verkefninu þar sem mikil þekking er innan félagsins, reynsla og þéttriðið net traustra sambanda. Sú krafa verði gerð til Atvinnuþróunarfélagsins Hrings hf. að félagið útvegi jafnháa upphæð eða hærri í verkefnið og verði það skilyrt í samningi við félagið. Með því móti er leitast við að ná fram nauðsynlegu fjármagni í verkefnið og um leið búinn til hvati fyrir þá sem lagt er til að vinni verkið.
Lagt er til að kostnaði sveitarfélagsins verði mætt með lántöku finnist ekki aðrar leiðir til fjármögnunar. Ljóst er að með þessu er verið að leggja til að skuldir sveitarfélagsins verði auknar. Það er þó vel réttlætanlegt sé horft á þá miklu hagsmuni sem felast í því fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að hér byggist upp orkufrekur iðnaður. Markmið slíks verkefnis er vitanlega það að hentugir iðnaðar og/eða iðjukostir finnist fyrir Skagafjörð. Náist það markmið mun það þýða auknar tekjur sveitarsjóðs í formi gjalda og skatta sem greiða munu niður lánið fljótt og skila miklu til sveitarfélagsins í framtíðinni.
Þá er nauðsynlegt að nefna mikilvægi þess að hraðað verði gerð aðalskipulags fyrir Skagafjörð og þar verið gert ráð fyrir lóðum og athafnasvæðum fyrir orkufrekan iðnað og tengda starfsemi. Því án þess þýðir lítið að fara í frekari leit að hentugum iðnaðar-/iðjukostum.
Segja má að verði tillaga í þessa veru samþykkt þá sé sveitarstjórn að taka ákvörðun um að gera Skagafjörð samkeppnishæfan gagnvart öðrum stöðum s.s. Hvalfirði og Eyjafirði þar sem uppbygging iðnaðar hefur átt sér stað eða stefnt er að uppbyggingu.”
 
Gunnar Bragi Sveinsson lagði einnig fram svohljóðandi bókun og tók jafnframt fram að fulltrúar Framsóknarflokksins myndu sitja hjá við afgreiðslu  þessarar fjárhags­áætlunar:
“Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun var strax ljóst að meirihluta sveitarstjórnar tækist ekki að standa við stóru orðin um kosti nýs skipurits, aðhald, sparnað, ráðdeild, fagmennsku ofl. Áætlunin er skipbrot fyrir stefnu þessara flokka.
Í inngangi sínum viðurkennir sveitarstjóri að ekki hafi verið staðið við loforðin og er  136 milljón kr. halli staðfesting á því. Þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við gerð fjárhagsáætlunar eru óásættanleg og því leggjum við áherslu á að tillaga okkar, sem lögð var fram við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun,  um markmiðssetta endurskoðun rekstrarliða og áætlun um aukningu tekna verði afgreidd frá byggðarráði sem fyrst.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson.
Þá tóku til máls Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson, sem síðan varð að víkja af fundi eftir að hafa óskað fundarmönnum gleðilegrar hátíðar.
Því næst töluðu Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson og leggur fram svofelldan bókun:
“Miðað við neikvæð viðbrögð fulltrúa minnihlutans við  þeim aðgerðum, sem leitt hafa til hagræðingar og sparnaðar í sveitarfélaginu og tillögufátæktar þeirra í þeim efnum hljóma þessar bókanir hjáróma. Vissulega er fjárhagsstaða sveitarfélagins erfið og vinna þarf áfram að hagræðingu í rekstri og að auka tekjur sveitarfélagsins. Ekki fór mikið fyrir slíkri vinnu þegar S-listi og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta. Þá var sveitarfélagið rekið með stórfelldri sölu eigna.”
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Bjarni Maronsson.
           Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
 
Breytingartillaga fulltrúa Framsóknarflokks borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 2.
 
Þá tók Einar E. Einarsson til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
“Undirrituð hörmum afstöðu  meirihluta sveitarstjórnar. Tillagan gerir ráð fyrir 5 milljóna króna skuldaaukningu sveitarfélagsins sem eru í raun smáaurar í samanburði við  það sem tillagan getur skilað gangi hún eftir. Þá er ekki tekið tillit til mótframlags Hrings hf. Afstaða meirihlutans á ekki að koma á óvart þar sem lítill vilji hefur verið til að efla atvinnulíf í Skagafirði og auka þar með tekjur sveitarfélagsins.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson.
 
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2004 eins og hún liggur hér frammi borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar  Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
 
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir.
 
Ekkert lá fyrir undir  þessum lið.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl . 20,38.
                                                                        Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari