Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 135 - 19.02.2004
Fundur 135 - 19.02.2004
Ár 2004, fimmtudaginn 19. febrúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Frændgarði, Vesturfarasetrinu á Hofsósi kl. 17,15.
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá.
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 4., 10. og 17. febr.
b) Félags- og tómstundanefnd 3. og 17. febr.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 6. febr.
d) Landbúnaðarnefnd 19. jan. og 3. febr.
e) Skipulags- og bygginganefnd 3. og 16. febr.
2. Þriggja ára Áætlun 2005-2007 – Fyrri umræða -
3. Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Starfskjaranefnd 17. febr.
b) Skagafjarðarveitur 10. og 17. febr.
c) Stjórn Náttúrustofu Norðurl.vestra 4. febr.
d) Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 11. febr.
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 4. febr.
Dagskrá:
1. Umsókn um leyfi til að reka gistiskála og veitingastofu í Félagsheimili Rípurhrepps
2. Umsókn um leyfi til að reka gistiheimili og veitingastofu í húsnæði Löngumýrarskóla, Skagafirði
3. Heimasíða sveitarfélagsins
4. Sala á jörðinni Brenniborg - forkaupsréttur
5. Veiðifélag Miklavatns – fundarboð
6. Rekstur sveitarfélagsins
7. Málefni Eignasjóðs
a) Lambanesreykir – útleiga á húsnæði
b) Gamla skólahúsið að Sólgörðum
c) Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni
8. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Bréf frá UST vegna refa- og minkaveiða
b) Bréf frá Fulltingi
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 10. febr.
Dagskrá:
1. Fulltrúar Hrings hf. koma til fundar.
2. Erindi frá Sjávarleðri ehf.
3. Menningarhús.
4. Erindi frá Vindheimamelum sf
5. Trúnaðarmál
6. Erindi frá félags- og tómstundanefnd:
a) Ályktun um húsaleigubætur
b) Samningur um heimsendingu matar
c) Gjaldskrá heimaþjónustu
7. Kaupsamningur um Geitagerði – forkaupsréttur. Áður á dagskrá 15. janúar 2004.
8. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi nýbúafræðslu
b) Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi kostnaðarþátttöku ríkisins vegna refa- og minkaveiða
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 17. febr.
Dagskrá:
1. Menningarhús
2. Bréf frá Espoo
3. Kynningarblað fyrir Landsmót UMFÍ 2004
4. Erindi frá Skíðadeild Tindastóls
5. Þriggja ára áætlun 2005-2007
6. Hluthafafundur í Sjávarleðri ehf.
7. Erindi frá Íbúasamtökunum út að austan
8. Fundarboð ársfundar Lífeyrissjóðs Norðurlands
9. Erindi frá Félags- og tómstundanefnd
10. Vinabæjamót í Köge
11. Niðurfelling gjalda
12. Málefni Eignasjóðs
a) Tilboð í Laugatún 1, Sauðárkróki
13. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði.
b) Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi grunnskólaþing sveitarfélaga
c) Bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga
d) Fundargerð stjórnarfundar SSNV 6. febrúar 2004
e) Fundargerð samstarfsnefndar LN og Kjarna 5. febrúar 2004
f) Fundarg. Almannavarnarnefndar Skagafjarðar, 30. des. 2003 og 10. feb. 2004
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð og vísaði 5. lið hennar til 2. liðar á dagskrá þessa fundar. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Bjarni Maronsson, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson og leggur fram þá breytingartillögu við 6. liðinn að í stað “Upphæðin greiðist af fjárheimild málaflokks 27” komi “Upphæðin greiðist af liðnum atvinnumál.” Forseti leggur til að þessari tillögu Gunnars verði vísað til Atvinnu- og ferðamálanefndar.b) Félags- og tómstundanefnd 3. febr.
Þá tók Ásdís Guðmundsdóttir til máls, síðan Snorri Styrkársson og leggur til að í lokasetningu bókunar 6. liðar komi, í stað orðsins “byggðarráð”, orðið “sveitarstjórnarfulltrúar”. Setningin yrði þá þannig: “Jafnframt er samþykkt að sveitarstjórnarfulltrúar fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega á fundinum.” Tillaga Snorra borin undir atkvæði og felld með 5 atkv. gegn 4.
Tillaga Gísla Gunnarssonar um að vísa breytingu Gunnars Braga á 6. lið til Atvinnu- og ferðamálanefndar samþykkt samhljóða.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 5. liðar og greiði atkvæði gegn 6. lið.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Dagskrá:
1. Rekstur íþróttamannvirkja
2. Styrkumsóknir til menntamálaráðuneytisins vegna félagsstarfs fyrir börn og ungmenni
3. Samningur við Júlíus R. Þórðarson, kt. 020553-3919, og Rósu Adolfsdóttur, kt. 040457-3729, um heimsendingu matar
4. Húsaleigubætur: Lagt fram bréf Félagsmálaráðuneytis um greiðsluprósentu Jöfnunarsjóðs vegna húsaleigubóta 2004
5. Drög að samkomulagi varðandi Dagvist aldraðra milli Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og sveitarfélagsins
6. Samræming reglna um systkinaafslátt á leikskólum og niðurgreiðslur vegna dagvistar barna á einkaheimilum
7. Erindi frá Íþróttafélagi fatlaðra
8. Uppreiknuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu
9. Önnur mál
Félags- og tómstundanefnd 17. febr.
Dagskrá:
1. Rekstur íþróttamannvirkja
2. Trúnaðarmál
3. Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti báðar þessar fundargerðir. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Árnason. Fleiri ekki.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 6. febr.
Dagskrá:
Skólamál:
Leikskóli
1. Sumarlokanir leikskóla.
2. Haustþing.
3. Þriggja ára áætlun.
4. Önnur mál.
Grunnskóli
5. Erindi frá landsmótsnefnd.
6. Erindi frá Menntamálaráðuneyti.
7. Úttekt KPMG.
8. Þriggja ára áætlun.
9. Önnur mál.
Tónlistarskóli
10. Þriggja ára áætlun
11. Önnur mál
Menningarmál:
12. Félagsheimilið Árgarður, reglur. Fulltrúar eigenda mæta á fundinn.
13. Liður 05-9, styrkir til félagsheimila.
14. Liður 05-7, hátíðahöld.
15. Félagsheimilið Miðgarður, erindi frá Helga Gunnarssyni.
16. Þriggja ára áætlun.
17. Önnur mál.
Sigurður Árnason kynnir fundargerð. Til máls tók Gísli Gunnarsson, því næst kvaddi Ársæll Guðmundsson sér hljóðs, þá Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Landbúnaðarnefnd 19. jan.
Dagskrá:
Fundur með fulltrúum Landgræðslu ríkisins.
Landbúnaðarnefnd 3. febr.
Dagskrá:
1. Búfjárreglugerð fyrir Skagafjörð (utan lögbýla)
2. Drög að 3ja ára áætlun um fjárhagsáætlun er varðar landbúnaðarmál
3. Bréf :
a) Byggðarráð Skagafjarðar, dags. 16. jan. 04
b) Fjallskilanefnd Deildardals og Fjallskilanefnd Unadals, dags. 09.01.04
Bjarni Maronsson kynnti fundargerðir landbúnaðarnefndar. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerðir bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar frá 19. janúar.
e) Skipulags- og byggingarnefnd 3. febr.
Dagskrá:
1. Skipulagsmál – Aðalskipulag
2. Önnur mál.
Skipulags- og byggingarnefnd 16. febr.
Dagskrá:
1. Neðri - Ás, Hjaltadal – byggingarreitur.
2. Hlíðarendi, Óslandshlíð – byggingarreitur.
3. Hólalax - eldisstöð – tankar.
4. Eyrarvegur 20 – KS, sláturhús.
5. Áskot 7 – Umsókn um byggingarleyfi.
6. Bakkakot í Vesturdal – Umsókn um byggingarleyfi.
7. Hof á Höfðaströnd – Nýbygging.
8. Reykjafoss - beiðni um grenndarkynningu – Elín H. Blöndal.
9. Skipulagsmál – aðalskipulag
10. Önnur mál.
Bjarni Maronsson skýrir þessar fundargerðir einnig.
- Bjarni Jónsson þurfti nú að hverfa af fundi en Harpa Kristinsdóttir tók sæti hans.
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls um fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar, fleiri ekki. Fundargerðir bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 4. liðar 48. fundargerðar frá 16. febr.
2. Þriggja ára Áætlun 2005-2007 – Fyrri umræða -
Ársæll Guðmundsson kynnir Þriggja ára áætlun 2005-2007.
Til máls tóku Snorri Styrkársson, Sigurður Árnason og ber fram svofellda bókun:
“Við undirrituð hörmum vinnubrögð, niðurstöðu og ekki síst þann skort á framtíðarsýn sem fram kemur í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2005-2007. Við skorum á meirihluta sveitarstjórnar að gera betur og koma með endurbætta áætlun fyrir síðari umræðu þar sem tekið verði á fjárhagsvanda sveitarfélagsins og horft til framtíðar.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigurður Árnason
Gísli Gunnarsson gerir þá tillögu að Þriggja ára áætlun 2005-2007 verði vísað til nefnda og svo til síðari umræðu í sveitarstjórn. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
3. Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Starfskjaranefnd 17. febr.
b) Skagafjarðarveitur 10. og 17. febr.
c) Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 11. febr.
d) Stjórn Náttúrustofu Norðurl.vestra 4. febr.
Gísli Gunnarsson bar fundargerð Starfskjaranefndar undir atkvæði og var húnDagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl . 20,40.
samþykkt samhljóða.
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs um fundarg. Skagafjarðarveitna.
Fleiri tóku ekki til máls.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari