Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

136. fundur 26. febrúar 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 136 - 26.02.2004

 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 26. febrúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
 
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir,  Snorri Styrkársson,  Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
 
Forseti setti fund og og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka á dagskrá, með afbrigðum, fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar frá 24. febr. Var það samþykkt.  Lýsti síðan dagskrá svo breyttri.
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
a)      Byggðarráð 24. febr.
b)      Samgöngunefnd 24. febr.
c)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 24. febr.
 
2.  Kosning fulltrúa í stjórn
Menningarsjóðs Sparisjóðs Sauðárkróks
 
3.      Tilnefning í starfshóp um endurskoðun
á Samþykktum Sveitarfélagsins Skagafjarðar
 
4.  Þriggja ára áætlun 2005-2007 – Síðari umræða -
 
5.  Bréf og kynntar fundargerðir.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 24. febr.
Dagskrá:
                              1.            Fjárhagsáætlun 2005-2007
                              2.            Rekstur sveitarfélagsins
                              3.            Niðurfelling gjalda
                              4.            Kynningarefni vegna Landsmóts UMFÍ 2004
                              5.            Erindi frá Lionsklúbbum Skagafjarðar
                              6.            Erindi frá framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ 2004
                              7.            Erindi frá framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ 2004 - starfsmannamál
                              8.            Erindi frá Kristbjörgu Ingvarsdóttur (áður á dagskrá 22.01. 2004)
                              9.            Ráðningarsamningur og starfslýsing slökkviliðsstjóra
                          10.            Bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi – vegna tilkynningar
                          11.            Bréf frá skólastjóra Varmahlíðarskóla – vegna tilkynningar
                          12.            Bréf frá skólastjóra Varmahlíðarskóla – ósk um útskýringu
                          13.            Málefni Eignasjóðs
a)         Bréf frá skólastjóra Varmahlíðarskóla
b)         Bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi
c)         Bréf frá skólastjóra Árskóla
d)         Bréf frá Erni Þórarinssyni og Maríu G. Guðfinnsdóttur
e)         Tilboð í Laugatún 1
f)           Bréf frá Elínu H. Blöndal Sigurjónsdóttur og Magnúsi Bjarnasyni
                          14.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)        Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 5. febrúar 2004 um úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2004.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Snorri Styrkársson,  Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Þórdís Friðbjörnsd., Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Snorri Styrkársson, Þórdís Friðbjörnsdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
b)  Samgöngunefnd 24. febr.
Dagskrá:
1.      Skipakomur 2003
2.      Breyting á gjaldskrá:  Rafmagn til frystigáma
3.      Breyting á þjónustugjaldskrá
4.      Tillaga að “Áhættumati” fyrir Sauðárkrókshöfn
5.      Öryggismál í höfnum – styrkur
6.      Umferðaröryggi hestamanna á leiðinni Varmahlíð –
7.      Blönduhlíð:  Páll Dagbjartsson og Gunnar Rögnvaldsson
8.      Önnur mál
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerðina og lagði til að 2. og 3. lið fundargerðar yrði vísað til Byggðarráðs. Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki. Samþykkt samhljóða að vísa 2. og 3. lið til Byggðarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 24. febr.
Dagskrá:
1)      Iðnnemasamningar FNV
2)      Nýsköpunarsjóður námsmanna 2004
3)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð
4)      Golfvöllurinn í Lónkoti
5)      Klasamyndun í Matvælaiðnaði
6)      Önnur mál.
 Bjarni Jónsson skýrði þessa fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2.  Kosning fulltrúa í stjórn
Menningarsjóðs Sparisjóðs Sauðárkróks
 
Gísli Gunnarsson er tilnefndur sem fulltrúi Sveitarfélagsins. Aðrar tilnefningar komu ekki fram. Samþykkt.
 
3.      Tilnefning í starfshóp um endurskoðun
á Samþykktum Sveitarfélagsins Skagafjarðar
 
Í þennan starfshóp eru tilnefnd Sigurður Árnason, Ásdís Guðmundsdóttir, Úlfar Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og er það samþykkt þar sem aðrar tilnefningar koma ekki fram.
 
4.  Þriggja ára áætlun 2005-2007 – Síðari umræða -
 
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri fjallaði um þær breytingar sem hafa orðið frá fyrri umræðu.
Til máls tóku Snorri Styrkársson, þá Gunnar Bragi Sveinsson sem leggur fram svohljóðandi bókun:
“Fjárhagsáætlun fyrir árin 2005-2007 sýnir glöggt erfiða stöðu sveitarfélagsins. Þrátt fyrir að reiknuð hafi verið 3#PR hagræðing inn í áætlunina milli umræðna er niðurstaðan óásættanleg. Ljóst er að næstu ár verða sveitarfélaginu erfið og við því verður að bregðast.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir,
Elinborg Hilmarsdóttir
Því næst kvaddi sér hljóðs Bjarni Maronsson, síðan Snorri Styrkársson og leggur fram svofellda bókun vegna Fjárhagsáætlunar 2005-2007:
“Framlögð áætlun er marklítið plagg, sem engan veginn er hægt að taka mark á. Stefnumótun sveitarstjórnar við undirbúning áætlunarinnar er nánast engin. Að lokum leggst meirihluti sveitarstjórnar í “hókus-pókus” aðferðafræðina með því að setja 3#PR almennan niðurskurð í áætlunina án nokkurra sýnilegra eða rökstuddra hugmynda. Þessi “hókus-pókus” aðferð virðist vera eina lausn meirihlutans við vanda í fjármálum sveitarfélagsins.”
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista.
Til máls tóku Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Þriggja ára áætlun 2005-2007 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkv.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
Snorri Styrkársson óskar einnig bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
5.  Bréf og kynntar fundargerðir.
            Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.19,00.
                                                           
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari