Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 137 - 11.03.2004
Fundur 137 - 11.03.2004
Ár 2004, fimmtudaginn 11. mars, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
Varaforseti Bjarni Jónsson setti fund í fjarveru Gísla Gunnarssonar og og leitaði samþykkis fundarmanna um breytingu á dagskrá, þann veg að bréf frá Snorra Styrkárssyni verði sjálfstæður dagskrárliður, nr. 2. Var það samþykkt. Lýsti síðan dagskrá svo breyttri.
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 2. og 9. mars
b) Félags- og tómstundanefnd 2. og 8. mars
c) Atvinnu- og ferðamálanefnd 2. mars
2. Bréf frá Snorra Styrkárssyni um leyfi frá störfum.
3. Bréf og kynntar fundargerðir.
Skagafjarðarveitur 2. mars
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 2. mars
Dagskrá:
1. Forsvarsmenn Vindheimamela sf. koma til fundar
2. Forsvarsmenn Skíðadeildar Umf. Tindastóls koma til fundar
3. Erindi frá fræðslu- og menningarnefnd
4. Hafnarsambandsþing 2004
5. Bréf frá landbúnaðarráðuneytinu varðandi hrossarækt
6. Bréf frá Íbúasamtökunum út að austan
7. Frá samgöngunefnd - gjaldskrárhækkanir
8. Bréf frá Íslandsflugi
9. Ráðstefna um Staðardagskrá 21
10. Niðurfelling gjalda
11. Málefni Eignasjóðs
a) Umsóknir um Steinsstaði
12. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Bréf frá SUNN varðandi Náttúruverndaráætlun
b) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fulltrúaráðsfund
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Byggðarráð 9. mars
Dagskrá:
1. Erindi frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit
2. Erindi frá félags- og tómstundanefnd
3. Bréf frá Veiðimálastofnun
4. Forkaupsréttur að Litlu-Brekku
5. Erindi frá Fjölís vegna ljósritunar
6. Erindi frá Guðríði Magnúsdóttur, Viðvík
7. Vinabæjarmót í Köge, Danmörku
8. Umboð til Launanefndar sveitarfélaga
9. Málefni Eignasjóðs
a) Tilboð í Jöklatún 24
10. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Bréf frá ÍSOR um ársfund 2004
b) Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um könnun á þróun og nýmælum í stjórnun íslenskra sveitarfélaga
c) Umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga
d) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi jöfnunarframlög
e) Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga – Grunnskólaþing sveitarfélaga
Bjarni Jónsson kynnti þessa fundargerð einnig. Hann leitaði afbrigða um að taka á dagskrá efni liðar 4: Bréf RE/MAX, Vesturlandi, dags. 29.02.04, varðandi sölu á einkahlutafélaginu Litlu-Brekku ehf. Leggur jafnframt fram svohljóðandi tillögu: “Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að nýta sér ekki forkaupsrétt varðandi sölu á einkahlutafélaginu Litlu-Brekku ehf.”
Gunnar Bragi Sveinsson tók því næst til máls, þá Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Fleiri ekki.
Tillaga Bjarna Jónssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson tekur ekki þátt í afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
b) Félags- og tómstundanefnd 2. mars
Dagskrá:
1. Lagðar fram umsóknir um styrki til íþróttamála
2. Lagðar fram umsóknir um styrki til æskulýðs- og tómstundamála
3. Viðbótarlán vegna húsnæðismála
4. Trúnaðarmál
5. Lagt fram bréf Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
6. Lagt fram bréf Félagsmálaráðuneytisins varðandi reglugerð um dagvistun barna á einkaheimilum
7. Önnur mál
Félags- og tómstundanefnd 8. mars
Dagskrá:
1. Rekstur íþróttamannvirkja
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði báðar fundargerðir nefndarinnar. Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs, fleiri ekki.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
c) Atvinnu- og ferðamálanefnd 2. mars
Dagskrá:
1) Iðnnemasamningar FNV.
2) Heilsársupplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Skagafirði.
3) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi.
4) Önnur mál.
Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Bréf frá Snorra Styrkárssyni um leyfi frá störfum.
Lagt fram bréf frá Snorra Styrkárssyni þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í Sveitarstjórn Skagafjarðar frá 11. mars 2004 til 1. júní 2005. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur sæti hans í sveitarstjórn, fyrsti varamaður Helgi Thorarensen. Var samþykkt samhljóða að verða við erindinu.
3. Bréf og kynntar fundargerðir.
Skagafjarðarveitur 2. mars
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl . 17,45.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari