Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

138. fundur 25. mars 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 138 - 25.03.2004
 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 25. mars, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20. 

Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Helgi Thorarensen, Bjarni Jónsson og Harpa Kristinsdóttir.
 
Áður en formlegur fundur hófst opnaði forseti sveitarstjórnar, Gísli Gunnarsson, nýja heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
Þvínæst setti forseti fund. Hann minntist í upphafi tveggja fyrrum forseta Bæjarstjórnar Sauðárkróks, sem látist hafa á síðustu mánuðum, þeirra Þorbjörns Árnasonar (d. 17. nóv. 2003) og Guðjóns Ingimundarsonar (d.15. mars sl.) og bað fundarmenn að rísa úr sætum í virðingarskyni.
 
Lýsti síðan dagskrá:
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
a)      Byggðarráð 16. og 23. mars
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 17. mars
c)      Fræðslu- og menningarnefnd 19. mars
d)      Skipulags- og bygginganefnd 11. og 22. mars
 
2.  Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði
Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis vestra - fyrri umræða
 
3.  Tilnefning í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar.  
 
4.  Bréf og kynntar fundargerðir. 
    Heilbrigðisnefnd Norðurl. vestra 15. mars
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 16. mars
Dagskrá: 
1.            Framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 2004 kemur til fundar
2.            Erindi frá fjármálastjóra
3.            Málefni Sjávarleðurs hf.
4.            Málefni Eignasjóðs 
               a)         Tilboð í Jöklatún 24
               b)         Umsóknir um Steinsstaði

5.            Bréf og kynntar fundargerðir
               a)      Ársuppgjör Húsfélags Skagfirðingabrautar 17-21, Sauðárkróki

Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Thorarensen, Katrín María Andrésdóttir, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðar­innar í heild.
 
Byggðarráð 23. mars
Dagskrá:
1.            Gunnar H. Guðmundsson kemur til fundar
2.            Fegrunarátak
3.            Fasteignagjöld – umsókn um lækkun
4.            Trúnaðarmál
5.            Bréf og kynntar fundargerðir
               a)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um “International Awards for Liveable Communities”
               b)      Bréf frá menntamálaráðuneytinu varðandi greiðslu stofnstyrks vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja.
               c)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Breyting á boðun fulltrúaráðsfundar

Gísli Gunnarsson skýrði fundargerð. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðar­innar.
 
b)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 17. mars
Dagskrá:
1.      Samantekt um sjóði og styrki til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar
2.      Kynning fyrir þjónustuaðila á íþróttaviðburðum, ráðstefnum og öðrum mannamótum í Skagafirði sumarið 2004
3.      Tölur um íbúaþróun í Skagafirði
4.      Starfshópur um sérhæfða aðstöðu fyrir rannsókna og ráðgjafastofnanir í Skagafirði
5.      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð. Drög að rekstraráætlun fyrir árin 2004 og 2005.
6.      Margfeldisáhrif ferðaþjónustu í Skagafirði. Fljótasiglingar – skýrsla Hagfræðistofnunar
7.      Rannsóknir í ferðaþjónustu í Skagafirði sumarið 2004
8.      Erindi frá sveitarstjórn varðandi Sjávarleður.
9.      Samstarf við Vinnumiðlun á Blönduósi um átaksverkefni í Skagafirði.
10.  Samningur við FNV um samstarf vegna starfsþjálfunar iðnnema.
11.  Önnur mál.

Bjarni Jónsson kynnti þessa fundargerð. Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls, þá Helgi Thorarensen, Gísli Gunnarsson, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Jónsson, Ásdís Guðmundsdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)  Fræðslu- og menningarnefnd 19. mars
Dagskrá:
Skólamál:
Leikskóli
1.   Sumarlokanir leikskóla.
2.   Biðlistar
3.   Önnur mál
Grunnskóli
4.   Tölvumál Grunnskólans á Hofsósi.
5.   Önnur mál.
Menningarmál:
6.   Úthlutun til menningarmála, af lið 05-89
7.   Málefni Minjahúss.
8.   Félagsheimilið Ljósheimar, brunavarnir.
9.   Félagsheimilið Miðgarður, tilnefning í húsnefnd
10. Erindi frá SSNV, dags. 22. sept., áður á dagskrá byggðaráðs 7. okt.                
11. Skipurit Fræðaseturs Skagfirðinga, tillaga.
12. Önnur mál.
Katrín María Andrésdóttir skýrir fundargerð. Helgi Thorarensen kvaddi sér hljóðs og lagði til að afgreiðslu 1. liðar þessar fundargerðar yrði frestað, þá tóku til máls  Þórdís Friðbjörnsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Katrín María Andrésdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Tillaga Helga Thorarensen um frestun afgreiðslu 1. liðar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
 
d)   Skipulags- og byggingarnefnd 11. mars
Dagskrá:
1.      Akurhlíð 1 - bréf Raðhúsa hf.
2.      Hásæti 6 - lóðarumsókn
3.      Hvammkot í Tungusveit - umsókn um byggingarleyfi.
4.      Lýtingsstaðir í Tungusveit - umsókn um byggingarleyfi.
5.      Skúfsstaðir í Hjaltadal - umsókn um breytta notkun útihúsa.
6.      Hólavegur 22, Sauðárkróki - umsókn um breytta notkun á húsnæði.
7.      Ævintýraferðir ehf. - umsókn um framkvæmdaleyfi
8.      Landsíminn - fyrirspurn um lóð, Broddi Þorsteinsson deildarstjóri.
9.      Bréf frá Víglundi R. Péturssyni, dags 26. janúar 2004.
10.    Skógargata 19 b - Umsókn um leyfi til að rífa húsið.
11.    Bréf frá Umhverfisráðuneyti, dagsett 5. febrúar 2004.
12.    Öldustígur 6 - Bílgeymsla.
13.    Önnur mál.
 
Skipulags- og byggingarnefnd 22. mars
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál – Aðalskipulag
2.      Önnur mál.
Gunnar Bragi Sveinsson kynnir fundargerðirnar. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
2.  Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði
Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis vestra - fyrri umræða 
Gísli Gunnarsson tók til máls og lagði til að samþykktinni yrði vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.
 
3.  Tilnefning í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar.  
Fram kom tilnefning um Hörð Ingimarsson sem aðalfulltrúa og Sigurð Karl Bjarnason sem varafulltrúa af hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram. Samþykkt samhljóða.
 
4.  Bréf og kynntar fundargerðir.
            Heilbrigðisnefnd Norðurl. vestra 15. mars
            Til máls tók Einar E. Einarsson. Fleiri ekki.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:33.
                                                                       
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari