Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

142. fundur 03. júní 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 142 - 03.06.2004
 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 3. júní, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmunds­dóttir, Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson.
 
Forseti setti fund og og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá fundargerð Samráðsnefndar Sveitarfél. Skagafjarðar og Akrahrepps frá 15. maí og fundargerð Félags- og tómstundanefndar frá 2. júní. Var það samþykkt.  Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
a)      Byggðarráð 18. maí; 1. júní
b)      Félags- og tómstundanefnd 18. maí og 2. júní
c)      Fræðslu- og menningarnefnd 21. maí
d)      Landbúnaðarnefnd 18. maí
e)      Skipulags- og byggingarnefnd 25. maí
f)        Samráðsnefnd Sveitarfél. Skagafjarðar og Akrahrepps 15. maí
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir
            Stjórnarfundargerð Náttúrustofu Norðurl. vestra 20. apríl
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 18. maí
Dagskrá:
1.Formaður landbúnaðarnefndar kemur á fundinn v/málefna Blöndu.
2.Erindi frá sveitarstjórn 29. apríl 2004 - landbúnaðarnefnd.
3.Málaferli Snorra Björns Sigurðssonar gegn sveitarfélaginu – málalok.
4.Bréf frá RARIK.
5.Viðræður um hitaveitu Blönduóss.
6.Menningarhús.
7.Aðalfundur Sjávarleðurs hf árið 2004.
8.Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð – samningur og starfslýsing.
9.Samningur vegna Unglingalandsmóts UMFÍ 2004.
10.     Umsögn um leyfi til að reka veisluþjónustu og veitingaverslun að
  Suðurgötu 3.

11.     Umsókn um leyfi til vínveitinga á Kaffi Krók.
12.     Umsókn frá Fosshótel Áning um leyfi til vínveitinga.
13.     Forkaupsréttur að jörðinni Krakavellir í Fljótum.
14.     Umsögn vegna sölu jarðarinnar Minni-Reykir
15.     Erindi frá Eignasjóði
a)      Málefni Bifrastar.
16.     Bréf og kynntar fundargerðir.
a)      Ályktanir 67. íþróttaþings ÍSÍ
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundar­gerðarinnar.
 
 
Byggðarráð 1. júní
Dagskrá:
1.Formaður fræðslu- og menningarnefndar kemur til fundar
a)   Gjaldskrárhækkun
b)   Biðlistar leikskóla
2.Fundarboð á ársfund Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
3.Útleiga á Steinsstaðaskóla
4.Bréf frá Íslenskum fasteignum ehf.
5.Eignasjóður
a)   Laugatún 4
b)   Element hf. – uppsögn á húsaleigusamningi
6.Bréf og kynntar fundargerðir.
a)   Bréf frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra varðandi styrki til sérstakra verkefna
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar a.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundar­gerðarinnar í heild.
 
b)  Félags- og tómstundanefnd 18. maí
Dagskrá:
       Húsnæðismál
1.      Umsóknir um viðbótarlán
2.      Fjármagn til viðbótarlána
Félagsmál
3.      Trúnaðarmál
Íþróttamál
4.      Tilnefningar í vallarráð
5.      Tilnefningar áheyrnarfulltrúa
6.      Lögð fram til kynningar svarbréf íþróttahreyfingarinnar við bréfum íþróttafulltrúa, sbr. ákvarðanir á síðasta fundi nefndarinnar
Æskulýðs- og Tómstundamál
7.      Starfshópur til að fjalla um “Hús frítímans”
8.      Vinnuskóli Skagafjarðar
9.      Styrkir til æskulýðsmála
10.  Styrkir til félagsstarfs aldraðra
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerð. Til máls tók Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fleiri ekki.  Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Félags- og tómstundanefnd 2. júní
Dagskrá:
Íþróttamál
1.      Lagt fram bréf frá sunddeild UMFT um sveigjanlegri mótatíma
2.      Endurnýjun leigusamnings við FNV vegna íþróttahúss
3.      Lagt fram bréf vegna sjómannadagsins 2005, leiga á íþróttahúsi
4.      Erindi frá Skákfélaginu Hróknum
5.      Uppkast að samningi við UMF Smára
6.      Erindi frá UMF Hjalta
7.      Landsmót UMFÍ 2004: ýmis framkvæmdaatriði
8.      Upphaf viðræðna við UMFT um rekstur íþróttahúss
Æskulýðsmál
9.      Vinnuskólinn: garðsláttur fyrir eldri borgara
Húsnæðismál
10.  Úthlutun viðbótarlána
11.  Úthlutun leiguíbúðar
Félagsmál
12.  Trúnaðarmál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti þessa fundargerð einnig. Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson,
Bjarni Jónsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Gunnarsson og leggur til að 7. lið fundargerðarinnar verði vísað aftur til Félags- og tómstundanefndar til frekari umfjöllunar. Tillagan samþykkt með 7 atkv. gegn 1.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)  Fræðslu- og menningarnefnd 21. maí
Dagskrá:
Skólamál - Leikskólamál
1.   Úrræði í leikskólamálum á Sauðárkróki.
2.   Gjaldskrá leikskóla.
3.   Önnur mál.
Grunnskólamál
4.Erindi varðandi sparkvöll á Hofsósi, dags. 21. apríl 2004.
5.Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum, dags. 23. apríl 2004.
6.Erindi frá Lions varðandi afnot af húsnæði Grunnskólans á Hólum,
dags.17. maí 2004.

7.Skóladagatal.
8.Önnur mál.
Tónlistarskóli
9.   Gjaldskrá tónlistarskólans skólaárið 2004-2005
10. Önnur mál.
11. Yfirlit reksturs 2003.
Menningarmál:
12. Styrkumsókn, Jónsmessufélagið Hofsósi, dags. 15. apríl 2004.
13. Styrkumsókn, Véla- og samgönguminjasafnið í Stóragerði, dags. 5. maí 2004.
14. Málefni Árgarðs.
15. Önnur mál.
Sigurður Árnason kynnti fundargerð. Til máls tóku Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.  Samþykkt að vísa 9. lið til byggðarráðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
d)      Landbúnaðarnefnd 18. maí
Dagskrá:
1.      Refa- og minkaveiðar 2004
2.      Stofnun Veiðifélags Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar
3.      Búfjárhald í Hofsósi
4.      Álit umboðsm. Alþingis vegna álagningar fjallskilagjalda.
5.      Önnur mál.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
e)   Skipulags- og byggingarnefnd 25. maí
Dagskrá:
1.     Ábær, Sauðárkróki – umsókn um ljósaskilti
2.     Meyjarland á Reykjaströnd, íbúðarhús – utanhússklæðning
3.     Hólmagrund 17, Sauðárkróki - utanhússklæðning
4.     Öldustígur 17, Sauðárkróki - utanhússklæðning
5.     Nýlendi, land  – sumarhús
6.     Hásæti 6 Sauðárkróki, Búhöldar - byggingarleyfisumsókn
7.     Hólar í Hjaltadal, Geitagerði - byggingarleyfisumsókn
8.     Einimelur 2, Varmahlíð - byggingarleyfisumsókn
9.     Fiskiðjan, Eyrarvegi 18 - Eimsvali
10.  Hvannahlíð 7, Sauðárkróki - viðarverönd og setlaug
11.  Furuhlíð 9, Sauðárkróki - veggur á lóðarmörkum
12.  Syðri Hofdalir, fjárhús - byggingarleyfisumsókn
13.  Skefilsstaðir á Skaga – Frístundarhús, flutningsleyfi
14.  Aðalskipulag
15.  Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
 
f)   Samráðsnefnd Sveitarfél. Skagafj. og Akrahrepps 15. maí
Dagskrá:
1. Málefni leikskólans í Varmahlíð.
2. Samningur við skólastjóra Varmahlíðarskóla.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki. Misritun er í síðustu málsgrein 1. liðar. Skal hún hljóða svo:
“Samráðsnefnd ítrekar að áfram verði leyfð 12 tíma vistun við skólann óski einhverjir foreldrar þess.”
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða að þessari leiðréttingu gerðri.
 
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir
 
Stjórnarfundargerð Náttúrustofu Norðurl. vestra 20. apríl
 
            Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18,37.
                                                           
                                                            Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari