Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 144 - 18.06.2004
Fundur 144 - 18.06.2004
Ár 2004, föstudaginn 18. júní, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 14.00.
Mætt voru: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson,
Forseti setti fund og lýsti dagskrá.
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 15. júní
b) Félags- og tómstundanefnd 9. júní
c) Landbúnaðarnefnd 2. júní
d) Samgöngunefnd 3. júní
e) Skipulags- og byggingarnefnd 8. júní
2. Kosningar skv. A-lið 53. gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Skagafjarðar:
1) Forseti sveitarstjórnar.
2) Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
3) Annar varaforseti sveitarstjórnar.
4) Tveir skrifarar og tveir til vara.
5) Byggðarráð - þrír aðalfulltrúar og þrír til vara.
6) Kjörstjórn við alþingiskosn. - þrír aðalmenn og þrír til vara.
7) Undirkjörstjórnir fyrir kjördeildir á Hofsósi, á Hólum, á Sauðárkróki, í Skagaseli, í Fljótum, á Steinsstöðum, í Varmahlíð og á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. - Þrír aðalmenn og þrír til vara í undirkjörstjórn hverrar kjördeildar.
3. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Skagafjarðarveitur 2. júní
b) Heilbrigðisnefnd Norðurl. vestra
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 15. júní
Dagskrá:
1. Málefni Félagsheimilisins Bifrastar
2. Málefni leikskóla
3. Gjaldskrárhækkun Tónlistarskóla Skagafjarðar
4. Erindi frá félags- og tómstundanefnd:
a) Heimild til að sækja um 18 millj. króna viðbótarheimild til úthlutunar viðbótarlána
5. Erindi frá Drangeyjarfélaginu
6. Umsögn um endurnýjun á leyfi til að reka gistiheimili, veitingastofu og greiðasölu að Bakkaflöt í Skagafirði
7. Umsögn um endurnýjun á leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Keldudal í Skagafirði
8. Umsögn um umsókn um leyfi til að reka veitingahús í Hólaskóla, Hjaltadal
9. Umsókn um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga í Ólafshúsi, Aðalgötu 15, Sauðárkróki
10. Yfirlit yfir stöðu málaflokka
11. Eignasjóður:
a) Bréf frá umsækjendum um leigu Steinsstaðaskóla
b) Tilboð í Laugatún 4, Sauðárkróki
12. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi skemmtanahald í reiðhöllinni Svaðastöðum
b) Bréf frá Lionsklúbbunum í Skagafirði
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð byggðarráðs. Til máls tóku Sigurður Árnason, Einar E. Einarsson, Katrín María Andrésdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar fundarg.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji einnig hjá við afgreiðslu liðar 11.b.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar í heild.
b) Félags- og tómstundanefnd 9. júní
Dagskrá:
Íþróttamál
1. Tekið fyrir að nýju mál frá síðasta fundi nefndarinnar en þá var ákveðið að veita 250.000 kr. til vallarframkvæmda við völl Skotfélagsins, tekið af liðnum “Íþróttavellir utan Sauðárkróks”. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 3.6. s.l. að vísa málinu aftur til Félags- og tómstundanefndar til frekari umfjöllunar.
2. Fundur með Erlendi Kristjánssyni, deildarstjóra Íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins.
Ásdís Guðmundsdóttir kynnir fundargerðina. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Landbúnaðarnefnd 2. júní
Dagskrá:
Fundur með refaveiðimönnum, sem séð hafa um veiðar fyrir sveitarfélagið.
Einar E. Einarsson skýrði fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Samgöngunefnd 3. júní
Dagskrá:
1. Safnvegaáætlun 2004-2006
2. Siglingavernd
3. Önnur mál
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Einar E. Einarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgr. 3. tölul. 1, liðar, þar sem m.a. er fjallað um vegi að nýbyggingum.
e) Skipulags- og byggingarnefnd 8. júní
Dagskrá:
1. Aðalskipulag
2. Sæmundarhlíð, Akurhlíð - framkvæmdir
3. Skógargata 19, Sauðárkróki – rif á húsi
4. Biskupsbústaðurinn Hólum – gluggabreyting
5. Umsögn um vínveitingarleyfi – Sölva-Bar
6. Umsögn um vínveitingarleyfi – Ólafshús
7. Umsögn um vínveitingarleyfi – Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal
8. Ljósleiðaralögn – Varmahlíð – Steinsstaðir – Tunguháls, Framkvæmdaleyfi
9. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Kosningar skv. A-lið 53. gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Skagafjarðar:
Til eins árs.
1. Forseti sveitarstjórnar.
Fram kom tillaga um Gísla Gunnarsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Gísli Gunnarsson því rétt kjörinn.
2. Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
Fram kom tillaga um Bjarna Jónsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Bjarni Jónsson því rétt kjörinn.
3. Annar varaforseti sveitarstjórnar
Fram kom tillaga um Gunnar Braga Sveinsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Gunnar Bragi Sveinsson því rétt kjörinn.
4. Tveir skrifarar sveitarstjórnar og jafnmargir til vara úr hópi sveitarstjórnarfulltrúa.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Ásdís Guðmundsdóttir Bjarni Maronsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir Einar Einarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
5. Byggðarráð. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Gunnarsson Bjarni Maronsson
Bjarni Jónsson
Gunnar Bragi Sveinsson Þórdís Friðbjörnsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
6. Kjörstjórn við Alþingiskosningar:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Ásdís Ármannsdóttir Ásgrímur Sigurbjörnsson
Gunnar Sveinsson Kristján Sigurpálsson
María Lóa Friðjónsdóttir Guðmundur Vilhelmsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram okoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
7. Undirkjörstjórnir:
Kjördeild Hofsósi:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Halldór Ólafsson Sigmundur Jóhannesson
Ásdís Garðarsdóttir Dagmar Þorvaldsdóttir
Bjarni Þórisson Einar Einarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild á Hólum:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Sigurður Þorsteinsson Hörður Jónsson
Sverrir Magnússon Guðrún Tryggvadóttir
Haraldur Jóhannsson Árdís Björnsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild á Sauðárkróki:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Reynir Kárason Konráð Gíslason
Baldvin Kristjánsson Ágústa Eiríksdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild á Skaga:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Jón Stefánsson Guðrún Halldóra Björnsdóóttir
Brynja Ólafsdóttir Jósefína Erlendsdóttir
Steinn Rögnvaldsson Jón Benediktsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild Fljótum:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Hermann Jónsson Haukur Ástvaldsson
Hólmfríður Bergþóra Pétursdóttir Sigurbjörg Bjarnadóttir
Ríkharður Jónsson Íris Jónsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild Steinsstöðum:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Hólmfríður Jónsdóttir Jóhannes Guðmundsson
Eymundur Þórarinsson Magnús Óskarsson
Smári Borgarsson Þórey Helgadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild í Varmahlíð:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Sigurður Haraldsson Sigfús Pétursson
Karl Lúðvíksson Erna Geirsdóttir
Arnór Gunnarsson Ragnar Gunnlaugsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram tillögu:
#GLSveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að í samræmi við 40. gr. samþykkta sveitarfélagsins að sá framboðslisti eða -flokkur sem ekki á kjörinn fulltrúa í byggðarráði skipi áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétti til setu í byggðarráði.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fulltrúi Skagafjarðarlista
Gísli Gunnarsson leggur fram svofellda breytingartillögu:
“Í samræmi við 38. gr. Sveitarstjórnarlaga og 40. gr. Samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir sveitarstjórn að leyfa S-lista að tilnefna áheyrnarfulltrúa til að sitja fundi byggðarráðs með málfrelsi og tillögurétti fulltrúa”
Til máls tóku Sigurður Árnason, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Breytingartillaga Gísla Gunnarssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúi S-lista er Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, til vara Helgi Thorarensen.
3. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Skagafjarðarveitur 2. júní
b) Heilbrigðisnefnd Norðurl. Vestra
Gísli Gunnarsson tók til máls um fundargerð Skagafjarðarveitna, Katrín María, einnig varðandi Skagafj.veitur. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Forseti sveitarstjórnar Gísli Gunnarsson lagði fram svohljóðandi tillögu:
“Lagt er til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar skv. 5. gr. II. kafla samþykkta sveitarfélagsins.”
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15,30.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari