Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 151 - 18.11.2004
Fundur 151 - 18.11.2004
Ár 2004, fimmtudaginn 18. nóvember, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir,
Forseti setti fund og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar 16. nóv. Var þetta samþykkt. Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 4. og 16. nóv.
b) Atvinnu- og ferðamálanefnd 16. nóv.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 12. nóv.
d) Samgöngunefnd 4. nóv.
e) Skipulags-og byggingarnefnd 3. nóv.
2. Tillaga um sérfræðingsstöðu í rannsóknum
og kennslu í fornleifafræði
3. Bréf frá Bjarna Jónssyni
4. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 3. nóv.
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 4. nóv.
Dagskrá:
1. Menningarhús
2. Samningur um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli. Erindi vísað til byggðarráðs frá félags- og tómstundanefnd
3. Samningur um net- og símaþjónustu
4. Aðalfundarboð Fjölnets hf.
5. Rekstur aðalsjóðs fyrstu níu mánuði ársins
6. Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu
7. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá formanni Samtaka tónlistarskólastjóra
b) Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
i. Aðilaskipti á jörðinni Lambanesi í Skagafirði, landnr. 146837
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, Einar Einarsson, Ásdís Guðmundsdóttir. Fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Byggðarráð 16. nóv.
Dagskrá:
1. Kostnaðaráætlun fyrir smábátahöfn í Haganesvík. Erindi vísað til byggðarráðs frá samgöngunefnd
2. Umsögn um umsókn Selsbursta ehf um leyfi til að reka veitingastofu “Undir byrðunni” í Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal.
3. Fundarboð – almennur fundur í Veiðifélaginu Flóka
4. Álagningarprósentur
5. Erindi frá Þórólfi Gíslasyni og Inga Friðbjörnssyni varðandi Hólaskóla
6. Fundarboð – aukaaðalfundur ANVEST
7. Fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni
8. Fundur með Landsvirkjun
9. Eignasjóður
a) Fundarboð eigendafundar Miðgarðs
10. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá samtökum tónlistarskólastjóra
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Forseti ber upp svohljóðandi tillögu varðandi 5. lið, um Hólaskóla:
“Formanni Byggðarráðs er falið að ræða við bréfritara um framgang málsins.”
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða
b) Atvinnu- og ferðamálanefnd 16. nóv
Dagskrá:
1. Undirbúningur að gagnasöfnun um ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri í Skagafirði fyrir árið 2005.
2. Reiðleiðir “út að austan”
3. Kortlagning göngu og reiðleiða á Tröllaskaga – erindi frá Hjalta Þórðarsyni f.h vinnuhóps.
4. Samstarf á milli atvinnulífs og skóla varðandi fræðslu um atvinnulíf í héraðinu. Formaður fræðslunefndar Gísli Árnason kemur á fundinn.
5. Gular síðurnar – gagnagrunnur með upplýsingum um þjónustu í Skagafirði á skagafjordur.is
6. Önnur mál.
Bjarni Jónsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Einar E. Einarsson.. Fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 12. nóv.
Dagskrá:
Skólamál:
1. Fjárhagsáætlun 2005.
2. Önnur mál
Menningarmál:
3. Minjahús, samningur við Kristján Runólfsson.
4. Styrkumsókn; nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
5. Fjárhagsáætlun 2005.
6. Önnur mál
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson og Ársæll Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Samgöngunefnd 4. nóv.
Dagskrá:
1. Haganesvíkurhöfn
2. Hofsósshöfn – Framkvæmdir
3. Rekstur Sauðárkrókshafnar
4. Snjómokstur
5. Önnur mál
Gísli Gunnarsson skýrir fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e) Skipulags- og byggingarnefnd 3. nóv.
Dagskrá:
1. Búhöldar hsf. / skýrsla Þórs / bréf Búhölda ofl
2. Eyrarvegur 21 – Tillöguteikningar, Bjarni Reykjalín
3. Ábær, Sauðárkróki, verðskilti. Áður á dagskrá 09.09.04.
4. Kaupfélag Skagfirðinga, Varmahlíð – umsókn um lóðarstækkun.
5. Kaupfélag Skagfirðinga, Varmahlíð - verðskilti.
6. Gil, Borgarsveit – umsókn um byggingarleyfi.
7. Sandeyri 2 – Fiskiðjan Skagfirðingur.
8. Borgarflöt 1 – Efnalaug Sauðárkróks.
9. Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal – umsögn um vínveitingarleyfi.
10. Suðurbraut, Hofsósi, lóð Hofsósskirkju – bréf sóknarnefndar.
11. Skagfirðingabraut 26 – bygging frístundahúss.
12. Aðalgata 7 – Afgreiðslulúga
13. Miðdalur í Svartárdal – umsókn um byggingarleyfi fyrir fjárhús, Lífsval ehf.
14. Aðalgata 20b á Sauðárkróki
15. Ásgarður, Viðvíkursveit – efnistaka. Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri
16. Bréf Hönnunar, dagsett 06.10.2004.
17. Steypustöð Skagafjarðar við Skarðseyri - umsókn um byggingarleyfi.
18. Sævarstígur 6, Sauðárkróki. –
19. Skógargata 18, umsókn um garðhýsi á lóð – Bent Behrend
20. Gilstún 26 – lóðarumsókn – Kristbjörg og Magnús Sigurjónsson
21. Aðalskipulag Skagafjarðar
22. Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnti fundargerð. Til máls tók Ársæll Guðmundsson og leggur til að sveitarstjórn fresti afgreiðslu á lið 21: Aðalskipulag Skagafjarðar. Þá kvaddi Gunnar Bragi Sveinsson sér hljóðs og leggur til að 21. liður verði afgreiddur nú. Ársæll Guðmundsson tók til máls, þá Gísli Gunnarsson.
Forseti ber upp tillögu Ársæls Guðmundssonar um að fresta afgreiðslu 21. liðar. Tillagan felld með 2 atkv. gegn 7.
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson tók nú til máls og óskar bókað að fulltrúar VG taki ekki þátt í afgreiðslu liðar 21 vegna áhalda um lögmæti afgreiðslu mála er varða Aðalskipulag Skagafjarðar og breytingar á áður samþykktum kynningartexta.
Hann leggur einnig fram svofellda bókun:
“Undirritaðir mótmæla þeim vinnubrögðum formanns Skipulags- og byggingarnefndar að halda upplýsingum frá öðrum nefndarmönnum um álit lögfræðings sveitarfélagsins. Í álitinu kemur fram að hann telur að samkvæmt 33. gr. laga nr. 44, 1999 skuli leita umsagnar náttúruverndarnefnar um þá tillögu sem samþykkt var 7. október sl. í sveitarstjórn um verulegar breytingar á áður samþykktum aðalskipulagstillögum áður en þær eru settar til kynningar.
Undirritaðir ítreka bókun Sigurbjargar Guðmundsdóttur á fundi Skipulags- og byggingarnefndar:
“Samkvæmt 33. gr. Náttúruverndarlaga frá 1999 getur kynning á aðalskipulagi ekki farið fram fyrr en umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur fjallað um áorðnar breytingar á kynningartexta á Aðalskipulagi Skagafjarðar. Í lögum segir m.a.:”að leita skuli umsagnar náttúruverndarnefnda við gerð svæðis- og aðalskipulagsáætlana og verulegar breytingar á þeim.” “
Bjarni Jónsson
Ársæll Guðmundsson
2. Tillaga um sérfræðingsstöðu í rannsóknum og kennslu í fornleifafræði
Gísli Gunnarsson kynnti og bar upp eftirfarandi tillögu:
“Í tilefni af 900 ára afmæli biskupsstóls að Hólum í Hjaltadal árið 2006 vinni sveitarfélagið að því að koma á fót sérfræðingsstöðu í rannsóknum og kennslu í fornleifafræði við Byggðasafn Skagfirðinga í samvinnu við Hólaskóla.”
Gísli Gunnarsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson
Ársæll Guðmundsson
Bjarni Maronsson þurfti nú að hverfa af fundi.
Einar E. Einarsson tók til máls. Fleiri ekki.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
3. Bréf frá Bjarna Jónssyni
Lagt fram bréf frá Bjarna Jónssyni þar sem hann beiðist lausnar frá setu í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra frá og með 19. nóvember 2004.
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, þá Gísli Gunnarsson.
Beiðni Bjarna Jónssonar samþykkt samhljóða.
4. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 3. nóv.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18,49.