Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

154. fundur 27. janúar 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 154 - 27.01.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 27. janúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Einar Einarsson, Sigurður Árnason. Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,  Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá  26. jan.  Því var hafnað með 4 atkv. Þá leitaði forseti samþykkis fundarins um að taka inn á dagskrá bréf frá Bjarna Egilssyni. Var það samþykkt. Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
 
DAGSKRÁ:
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 11., 18. og 25. jan.
b)      Atvinnu - og ferðamálanefnd 28. des.’05; 18. jan.
c)      Félags- og tómstundanefnd 11. jan.
d)      Samgöngunefnd 21. jan.
e)      Umhverfisnefnd 12. jan.
 
2.  Bréf frá Bjarna Egilssyni
 
3.  Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni
 
4.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Úrskurður Félagsmálaráðuneytis v. hæfis Bjarna Maronssonar varðandi Villinganessvirkjun.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 11. jan.
Dagskrá:
1.      Erindi frá þjónustuhópi aldraðra – tómstundamál aldraðra
2.      Erindi frá Félagi skipstjórnarmanna – viðurkenning á samningsrétti
3.      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - verkfallslistar
4.      Tillaga frá formanni byggðarráðs
5.      Menningarhús
6.      Eignasjóður:
a)      Víðigrund 24 - tilboð
7.      Trúnaðarmál
8.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. desember 2004 um hækkun á framlagi í fjölskyldu- og styrktarsjóð
b)      Bréf frá embætti yfirdýralæknis - riðuveiki.
c)      Yfirlitsskýrsla um sjóvarnir
d)      Tilkynning frá Verkefna- og námsstyrkjasjóði KÍ
e)      Bréf frá Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.- samruni Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skagstrendings hf.
f)Úrskurður félagsmálaráðuneytisins varðandi vanhæfi
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sem fjallaði um afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar. Bókun Byggðarráðs er svo: “Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefnar.”
Leggur Gréta Sjöfn til eftirfarandi viðbót:
“Félags- og tómstundanefnd falið að kynna starfshópi um Hús frítímans forsendur þess að tillögum starfshópsins var frestað.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Tillaga Grétu Sjafnar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu liðar 6 a.
 
 
      Byggðarráð 18. jan.
Dagskrá:
1.      Erindi frá undirbúningshópi að stofnun Textílseturs Íslands á Blönduósi
2.      Samningur við Steinunni Lárusdóttur v/Landsflugs
3.      Umsögn um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar f.h. Vídeosports um leyfi til að reka veitingahús að Aðalgötu 15, Sauðárkróki
4.      Umsögn um umsókn Friðriks R. Friðrikssonar um leyfi til að reka veitingastofu og gistiskála í Árgarði, Sveitarfélaginu Skagafirði
5.      Húseignir Skagafjarðar ehf. – tillaga að breyttri starfssemi
6.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a.       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
      i.  Skil á upplýsingum í Upplýsingaveitu sveitarfélaga
b.      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga – framlög
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og leggur fram bókun:
“Forsenda þess að Skagafjörður taki þátt í kostnaði vegna flugsins er þátttaka Siglfirðinga í verkefninu.”
                                                            Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
                                               
Þá tók Gunnar  Bragi Sveinsson til máls, Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson. Fleiri ekki. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

      Byggðarráð 25. jan.
Dagskrá:
1.      Samningur um innheimtu fasteignagjalda
2.      Auglýsing um skrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 19. gr. laga nr. 94/1986
3.      Erindi frá Impru - nýsköpunarmiðstöð
4.      Hækkun á raforkuverði í dreifbýli
5.      Erindi frá samgöngunefnd – breyting á gjaldskrá Skagafjarðarhafna
6.      Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. kemur til fundar varðandi Akrahrepp
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
                                                         i.      Aðilaskipti á jörðinni Gilhaga, Lýt., Skagafirði, landnr. 146163
b)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
                                                         i.     Ný lög um Lánasjóð sveitarfélaga
Gisli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Bjarni Maronsson, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason. Fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
     
 
b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 28. des.’04
Dagskrá:
1.      Erindi frá JRJ jeppaferðum
2.      Erindi frá Sveini Ólafssyni um Hátæknisetur á Sauðárkróki.
3.      Erindi frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.
4.      Erindi frá Leiðbeiningarmiðstöðinni, frá síðasta fundi.
5.      Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
6.      Broadband in rural areas – umsókn til Northern Pheriphery áætlunarinnar.
7.      Önnur mál.
 
      Atvinnu- og ferðamálanefnd 18. jan
      Dagskrá:
1.      Samstarf við FNV um eflingu iðnnáms
2.      Nýsköpunarsjóður námsmanna
3.      Gagnaflutningsmál
4.      Umsóknir til Ferðamálaráðs vegna umhverfismála
5.      Bréf frá Menntamálaráðaneyti
6.      Önnur mál.
Bjarni Jónsson kynnti báðar fundargerðirnar. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
c)   Félags- og tómstundanefnd 11. jan.
Dagskrá:
1.      Málefni íþróttaskólans
2.      Leigusamningur við Ljósheima vegna félagsstarfs aldraðra
3.      Fjárveiting til verkefnisins “Nálgumst í íþróttum”
4.      Styrkur til tilraunaverkefnis um íþróttir eldri borgara
5.      Húsaleigubætur og námsmenn í sveitarfélaginu
6.      Reglur um úthlutun auglýstra styrkja til íþróttamála
7.      Þrekæfingaaðstaða í íþróttahúsum
8.      Leigumál vegna skrifstofu UMFT
9.      Skipulag íþróttamannvirkja á Sauðárkróki
10.  3gja ára áætlun
11.  Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerð. Hún leggur fram svofellda ályktun:
   
“Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir þeim tilmælum til félagsmálaráðherra að hann hlutist til um að leiðrétta þann mismun á rétti til húsaleigubóta, sem er milli þeirra námsmanna sem eiga lögheimili innan sveitarfélags og  þeirra sem eiga lögheimili utan sveitarfélags.
 
Greinargerð:
Þeir námsmenn, sem lögheimili eiga innan sveitarfélags og leigja húsnæði, eiga ekki rétt á húsaleigubótum skv. túlkun félagsmálaráðuneytisins á lögum nr. 138/1997.
Þar kemur fram að ef maður dvelur við nám utan þess sveitarfélags þar sem hann á lögheimili á hann rétt á húsaleigubótum. Ef námsmaður á hinsvegar lögheimili innan sama sveitarfélags á hann ekki þennan rétt.
Þetta telur sveitarstjórn óréttlátt og telur að þetta muni ekki greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.”
                                                                                    Ásdís Guðmundsdóttir
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs. Þá Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, og leggur fram svofellda bókun:
“Undirritaður fagnar því að UMFÍ hafi nú hafið starfsemi í Skagafirði þar sem sinnt er verkefnum á landsvísu. Hér er um ánægjulegt framhald að ræða af samstarfi UMFÍ og Skagfirðinga í kringum Landsmót UMFÍ, sem haldin voru af UMSS sumarið 2004. Jafnframt er nýjum starfsmanni UMFÍ í Skagafirði óskað velfarnaðar í þeim verkefnum, sem framundan eru.”
                                                                                    Bjarni Jónsson
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Ályktun Ásdísar Guðmundsdóttur borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
d)   Samgöngunefnd 21. jan.
Dagskrá:
1.      Hækkun gjaldskrár
2.      Skipakomur 2004
3.      Bláfáninn – betra haf
4.      Bréf frá Siglingastofnun varðandi úrbætur í öryggismálum Skagafjarðarhafna
5.      Bréf frá Véla- og samgöngusafninu í Stóragerði
6.      Snjómokstur
7.      Önnur mál
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
     e)   Umhverfisnefnd 12. jan.
Dagskrá:
1.      Eiturefnaflutningar.
2.      Hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.
3.      Önnur mál.
Gísli Gunnarsson kynnti þessa fundargerð einnig. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.  Bréf frá Bjarna Egilssyni
Lagt fram bréf frá Bjarna Egilssyni þar sem hann, vegna anna við rekstur fyrirtækis síns, óskar lausnar frá nefndarstörfum í Búfjáreftirlitsnefnd Skaga- og Siglufjarðar. Lausnarbeiðni Bjarna samþykkt samhljóða.
Í hans stað er tilnefndur í Búfjáreftirlitsnefnd Árni Egilsson. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.
 
 
3.  Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni
 
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls og flutti eftirfarandi tillögu:
 
“Sveitarstjórn samþykkir að hafna öllum viðræðum, óformlegum eða formlegum, um aðkomu Sveitarfélagins Skagafjarðar að byggingu iðjuvers og/eða öflun orku fyrir iðjuver austan Tröllaskaga. Sveitarstjórnin áréttar að orka fallvatna Skagafjarðar verði nýtt í héraði til hagsbóta fyrir Skagfirðinga en ekki flutt í burtu. Sveitarstjórnin lýsir sig reiðubúna til viðræðna við áhugasama fjárfesta um uppbyggingu atvinnulífs í Skagafirði sem m.a. geti nýtt orku héraðsins.
 
Lagði hann til að greinargerð með tillögunni yrði felld út.
 
Greinargerð:
Fyrir skömmu upplýsti forseti sveitarstjórnar um óformlegar viðræður hans við Landsvirkjun, Norðurál og fulltrúa Húsavíkur um uppbyggingu iðjuvers í nágrenni Húsavíkur. Mikilvægt er að slíkar viðræður gefi ekki ranga mynd af vilja sveitarstjórnar. Samþykkt þessari er ætlað að taka af allan vafa um vilja sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að orka Skagafjarðar verði nýtt til hagsbóta fyrir Skagfirðinga en ekki flutt úr héraði.”
 
Bjarni Maronsson óskaði eftir örstuttu fundarhléi kl. 17:47.
Fundi fram haldið kl. 17:53.
 
Gísli Gunnarsson tók til máls og lagði fram svofellda bókun:
“Þar sem tillaga þessi er byggð á greinargerð sem er uppfull af rangfærslum og ósannindum legg ég til að henni verði vísað frá. Einnig ætti öllum að vea ljós sá margyfirlýsti vilji meirihluta sveitarstjórnar, að ef orka fallvatna í Skagafirði verður beisluð skal hún nýtt sem næst virkjunarstað, sem jafnframt er stefna ríkisstjórnarinnar. Varðandi viðræður um iðjukosti vísa ég til tillögu minnar sem nýlega var samþykkt í byggðarráði, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum Iðnaðarráðuneytis um iðjukosti í Skagafirði. Hins vegar leggst ég ekki gegn því að Gunnar Bragi Sveinsson sendi Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra þessa tillögu sína, án greinargerðarinnar, sem virðist samin í annarlegum tilgangi.”
Gísli Gunnarsson
 
Frávísunartillaga Gísla Gunnarssonar borin undir atkvæði. Samþykkt með fimm atkvæðum, fjögur atkv. á móti.
 
Bjarni Maronsson tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
“Undirritaður er efnislega sammála tillögu Gunnars Braga Sveinssonar. Hún er í takt við stefnu Sjálfstæðismanna í Skagafirði. Eins og tillagan barst í fundargögnum var hún byggð á greinargerð sem undirritaður telur ekki réttan grundvöll fyrir það mikilvæga efni sem þarna er lagt fram. Því styð ég að henni verði vísað frá.”
                                                                                    Bjarni Maronsson
                                                                                   
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu með bókun:
“Forsenda þess að farið verði í virkjun fallvatna í Skagafirði er sú að orkan verði nýtt til uppbyggingar í héraði. Því tekur fulltrúi Skagafjarðarlistans heilshugar undir tillögu Gunnars Braga enda er rétt að vilji sveitarstjórnar sé skýr og öllum ljós.”
                                                                                    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
                                                                                   
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls. Því næst Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
 
 
4.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Úrskurður Félagsmálaráðuneytis v. hæfis Bjarna Maronssonar varðandi Villinganessvirkjun.
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs. Þá Gísli Gunnarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson.
Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs undir þessum lið. 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.18:05
 
                                                                                    Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari