Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

156. fundur 17. febrúar 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 156 - 17.02.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 17. febrúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Einar Gíslason, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdótir,  Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Varaforseti, Bjarni Jónsson, setti fund og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá fundargerð Félags- og tómstundanefndar frá 15. feb.
 
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svofellda bókun:
“Undirrituð samþykkjum að taka fundargerðina á dagskrá en furðum okkur á að tillaga þessi hafi ekki komið fyrr fram þar sem skýrslan var unnin í janúar sl. Teljum við eðlilegra að vísa málinu til fjárhagsáætlunar gerðar fyrir árið 2006.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Einar Gíslason
Sigurður Árnason
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Samþykkt að taka fundargerð Félags- og tómstundanefndar á dagskrá.
 
Varaforseti leitaði nú afbrigða um að taka fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar frá 16. feb. á dagskrá.
 
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
“Undirrituð samþykkjum að taka fundargerðina á dagskrá svo unnt verði að sækja um til Nýsköpunarsjóðs í tíma.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Einar Gíslason
Sigurður Árnason
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Samþykkt að taka fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar á dagskrá.
 
Varaforseti setti nú fund og lýsti dagskrá svo breyttri:
 
DAGSKRÁ:
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 15.  feb.
b)      Félags- og tómstundanefnd 8. og 15. feb.
c)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 16. feb.
 
            2.   Tillögur að breytingum á Samþykktum
      Sveitarfélagsins Skagafjarðar – fyrri umræða -
 
 
 
3.   Þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2006-2008
                  - síðari umræða -
 
4.   Bréf og kynntar fundargerðir:
            a)  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurl.vestra 10. feb.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 15. feb.
Dagskrá:
1.      Þriggja ára áætlun 2006-2008
2.      Vínveitingaleyfi fyrir Videósport ehf./Ólafshús
3.      Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum – fundargerðir og eyðublað v/umsóknar um styrk til jarðhitaleitar
4.      Samfélagsleg áhrif af lagningu Norðurbrautar – umsókn um styrk
5.      Húsaleigubætur – erindi frá íbúum
6.      Erindi frá félags- og tómstundanefnd – Tækjakaup á íþróttavelli
7.      Bréf frá íbúum v/sparkvallar
8.      Trúnaðarmál
9.      Eignasjóður
10.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lok gildandi samnings um Staðardagskrá 21
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Sigurður Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Einar Gíslason, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann taki ekki afstöðu til liðar 9 b: Tilboð í íbúð að Víðigrund 24.
 
 
b)   Félags- og tómstundanefnd 8. feb.
Dagskrá:
1.      Málefni Íþróttaskólans
2.      Reiðhöllin
3.      Önnur mál
a. Húsnæðismál Geymslunnar
 
      Félags- og tómstundanefnd 15. feb.
Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál
2.      3gja ára áætlun
3.      Sundlaug Sauðárkróks – skýrsla starfshóps
4.      Drög að starfsreglum um úthlutun styrkja til íþróttamála
5.      Drög að samkomulagi við Flugu um tíma í Reiðhöllinni
6.      Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerðirnar og leggur til að 2. lið fundarg. frá 15. feb. verði vísað til 3. liðar þessa fundar. Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs. Fleiri ekki. Samþykkt að vísa 2. lið til 3. liðar á dagskrá: Þriggja ára áætlun.
Einar Gíslason tók til máls, þá Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Katrín María Andrésdóttir og óskar bókað að hún muni ekki taka þátt í afgreiðslu liðar 3a í fundargerð frá 8. feb. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
c)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 16. feb.
Dagskrá:
1)      Samningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna fyrir árið 2005
2)      Tröllaskagastofa, erindi frá Sveini Rúnari Traustasyni
3)      100 ára afmæli mótorhjólsins, erindi frá Hirti L. Jónssyni
4)      Erindi frá Félags- og tómstundanefnd varðandi áætlunarferðir á skíðasvæðið
5)      Fjármagn til atvinnusköpunar í Skagafirði
6)      Önnur mál
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Ásdís Guðmunds­dóttir, fleiri ekki. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.       Tillögur að breytingum á Samþykktum Sveitarfélagsins Skagafjarðar
- fyrri umræða -
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti tillögurnar. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi:
 
“Breytingartillögur við tillögu Endurskoðunarnefndar um samþykktir
Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
Tillaga 1
Breyting á setningu í 40gr. sem hljóðar svo:
“Sveitarstjórn getur heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í sveitarstjórn en ekki hefur fengið kjörinn byggarráðsmann að tilnefna fulltrúa til setu í byggðarráði með málfrelsi og tillögurétt”
            Lagt til að hún breytist í
“Flokkur eða framboðsaðili sem fulltrúa á í sveitarstjórn en ekki hefur fengið kjörinn byggðarráðsmann er heimilt að tilnefna sveitarstjórnarfulltrúa til setu í byggðarráði með málfrelsi og tillögurétt. Áheyrnarfulltrúi skal fá greidd laun fyrir setu í byggðarráði.”
 
Greinargerð með tillögu 1: Byggðarráð fer með mörg stærstu verkefnin í stjórn sveitarfélagsins jafnframt því að fara með stjórn eignasjóðs. Ráðið er því ein mikilvægasta nefnd sveitarfélagsins. Hluti af vandaðri og lýðræðislegri stjórnsýslu er að leita eftir sjónarmiðum og reynslu sem flestra. Með því að heimila flokki sem ekki hefur fengið kjörinn mann í byggðarráð áheyrnaraðild með málfrelsi og tillögurétt er viðkomandi flokki/framboðsaðila veittur betri aðgangur að þeim upplýsingum sem fram koma í ráðinu jafnframt því að fjölga mögulega sjónarmiðum í hverju máli.
 
Tillaga 2
Samgöngunefnd og umhverfisnefnd verði sameinaðar í eina nefnd, Umhverfis- og tækninefnd. Nefndin taki við hlutverki beggja nefndanna eins og þau eru nú og við umferðarmálum skv. umferðarlögum nr.50/1987 af skipulags- og byggingarnefnd. Skipulags- og byggingarnefnd taki við skipulagi hafnarsvæðis af samgöngunefnd.
 
Greinargerð með tillögu 2: Með tillögunni er verið að skilja á milli skipulagsmála annars vegar og framkvæmda- og tæknimála hins vegar Þær breytingar sem lagðar eru til varðandi breytinu á hlutverki nefnda má líta á sem eðlilega leiðréttingu á núverandi fyrirkomulagi.
 
Tillaga 3
Atvinnu- og ferðamálanefnd beri framvegis heitið  “Atvinnumálanefnd“.
 
Greinargerð með tillögu 3: Atvinnu- og ferðamálanefnd heiti framvegis atvinnumálanefnd með vísun til þess að ferðamál eru líka atvinnumál.
 
Tillaga 4
Nefndir skv. 53. gr., aðrar en Byggðarráð, verði skipaðar fimm aðalmönnum og fimm til vara.
 
Greinargerð með tillögu 4: Hluti af vandaðri og lýðræðislegri stjórnsýslu er að leita eftir sjónarmiðum og reynslu sem flestra.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
Sigurður Árnason, Framsóknarflokki
 
Leggur Gréta Sjöfn til að þessum breytingartillögum verði vísað til síðari umræðu um breytingar á samþykktum sveitarfélagsins.
 
Til máls tóku Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson og leggur til að framvegis verði Sveitarstjórn nefnd Bæjarstjórn, Byggðarráð verði Bæjarráð o.s.fv.
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, þá Einar Gíslason, Ársæll Guðmunds­son, Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir. Fleiri tóku ekki til máls.
Samþykkt að vísa breytingartillögum starfshópsins og þeim tillögum, sem fram komu á fundinum frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur og Sigurði Árnasyni svo og tillögu Ársæls Guðmundssonar til síðari umræðu.

3.   Þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2006-2008 – síðari umræða -
 
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri fjallaði um þær breytingar sem hafa orðið frá fyrri umræðu og leggur til að undirbúningsvinna við hönnun Sundlaugar á Sauðárkróki verði meðal framkvæmdaliða í Þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2006-2008.
 
Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram bókun:
 “Þriggja ára áætlun fyrir árin 2006-2008 undirstrikar þann mikla fjárhagsvanda sem steðjar að sveitarfélaginu og er staðfesting á því sem fulltrúar Framsóknar­flokksins hafa haldið fram um fjármálastjórn núverandi meirihluta. Mikið áhyggjuefni er að gert er ráð fyrir auknum skuldum og áframhaldandi lækkun eiginfjár um rúmlega 100 milljónir á ári.  Samhliða því er gert ráð fyrir minna fjármagni til nýframkvæmda en nokkurntíman áður. Ekkert kemur heldur fram um hvernig bregðast skuli við þeim augljósa rekstarvanda sem við blasir, né heldur hvert stefna beri í atvinnumálum, skólamálum, né öðrum mikilvægum málum. Ljóst er að bregaðst verður við hið fyrsta svo koma megi í veg fyrir að niðurstöður áætlunarinnar verði að veruleika og minnum við á okkar fyrri bókanir, þá síðustu frá því í desember um að gert verði átak í því að efla
atvinnuuppbyggingu og auka tekjur sveitarfélagsins til lækkunar skulda og nauðsynlegra framkvæmda.”

Gunnar Bragi Sveinsson
Sigurður Árnason
Einar Gíslason
 
Síðan tók Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir til máls og lagði fram bókun:
“Fjárhagsáætlun 2006-2008 virðist vera unnin án þess að stefnumótun og framtíðarsýn séu höfð að leiðarljósi við þá vinnu. Stuðst er við rekstraráætlun 2005 en við gerð hennar var fjárhagsáætlun 2004 höfð sem meginútgangspunktur. Ljóst er því að ekki er unnið út frá rauntölum. Þar sem staða sveitarfélagsins í fjármálum er mjög þröng hefði vinna við gerð 3ja ára áætlunar átt að vera markvissari með hagræðingu að leiðarljósi.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gréta Sjöfn leggur til að tillögu Félags- og tómstundanefnda verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.
 
Ársæll Guðmundsson tók til máls, þá Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurður Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson og leggur fram tillögu:
“Inn á framkvæmdalið í 3ja ára áætlun verði settur  hönnunarundirbúningur við Sundlaug á Sauðárkróki. Ennfremur verði tillögu Félags- og tómstundanefndar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.”
 
Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs, Einar Gíslason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson. Fleiri ekki.
Tillaga Bjarna Jónssonar borin upp og samþykkt með 5 atkv., 4 mótatkvæði.
 
Þriggja ára áætlun 2006-2008 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkv.
 
Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu Þriggja ára áætlunar.
 
 
4.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurl.vestra 10. feb.
 
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:05
 
                                                                                    Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari