Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 162 -12.05.2005
Fundur 162 -12.05.2005
Ár 2005, fimmtudaginn 12. maí, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
Mætt voru: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson,
Í fjarveru forseta sveitarstjórnar, fyrsta varaforseta og annars varaforseta stýrir aldursforseti fundarmanna, Bjarni Maronsson, fundi.
Aldursforseti setti fund og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá liðinn “Heimild til lántöku vegna skuldbreytinga og samkvæmt fjárhagsáætlun” Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri, kynnti málið og var síðan samþykkt að taka það sem 3. lið á dagskrá fundarins og gengið til dagskrár, svo breyttrar:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 10. maí
b) Félags- og tómstundanefnd 3. maí
c) Fræðslu- og menningarnefnd 4. maí
d) Skipulags- og byggingarnefnd 10. maí
2. Tilnefning 2ja fulltrúa í samstarfsnefnd um samein. sveitarfélaga
– frestað frá síðasta fundi.
3. Heimild til lántöku vegna skuldbreytinga og samkvæmt
fjárhagsáætlun
4. Bréf og kynntar fundargerðir:
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 10. maí
Dagskrá:
1. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
2. Ársuppgjör Húsfélags Skagfirðingabrautar 17-21
3. Umsögn um umsókn Jóhönnu Sigurðardóttur fh. Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum um leyfi til að reka gistiheimili að Steinsstöðum
4. Umsögn um msókn Auðar Steingrímsdóttur fh. Hestamannafélagsins Léttfeta um leyfi til að reka félagsheimili með svefnpokagistingu í félagsheimilinu Tjarnarbæ
5. Umsögn um umsókn Ragnheiðar Guðmundsdóttur um leyfi til að reka félagsheimili og skemmtistað í Félagsheimilinu Miðgarði
6. Umsögn um umsókn Hörpu Snæbjörnsdóttur um leyfi til að reka veitingahús og veisluþjónustu í Golfskálanum Hlíðarenda
7. Erindi frá frá forstöðumanni að Löngumýri vegna fasteignagjaldaálagningar
8. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – úttekt á vefjum sveitarfélaga
9. Tillaga að breyttum samþykktum Húseigna Skagafjarðar ehf.
10. Erindi frá séra Guðbjörgu Jóhannesdóttur í tengslum við árlegan fund formanna norrænu prestafélaganna
11. Svar Vegagerðarinnar vegna umsóknar um rannsóknarstyrk
12. Erindi frá Örnefnanefnd vegna nafngiftarinnar Geitagerði á götum að Hólum
13. Samningur milli KSÍ og sveitarfélagsins um byggingu sparkvallar á Hofsósi
14. Erindi frá Ástvaldi Jóhannessyni varðandi kaup á jörðinni Reykjum í Hjaltadal
15. Erindi frá Sveini Ragnarssyni – tilboð vegna lands neðan þjóðvegar við Ásgarð
16. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Kynning á norrænu ráðstefnunni “Norrænt ljós”
Eignasjóður
a) Viðgerð á bílskúrsþaki Norðurbrún 1, Varmahlíð. Samþykkt samráðsnefndar frá 23. mars 2005.
b) Tilboð í fasteignina Jöklatún 10, Sauðárkróki
c) Tilboð í fasteignina Austurgötu 24, Hofsósi
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð.
Helgi Thorarensen kom nú til fundarins.
Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 5. liðar.
b) Félags- og tómstundanefnd 3. maí
Dagskrá:
1. Könnun á þátttöku í tómstundastarfi, vímuefnaneyslu o.fl. meðal 13 – 16 ára ungmenna í Skagafirði
2. Styrkir til tómstundamála
3. Úttekt á tómstundastarfi barna (1. – 7. bekkur)
4. Lagt fram að nýju bréf frá Löngumýri vegna hvíldardvalar krabbameinssjúklinga
5. Húsnæðismál
6. Önnur mál (Engin)
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Katrín María Andrésdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgr. 2. liðar c.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 4. maí
Dagskrá:
Skólamál:
Tónlistarskóli
1. Gjaldskrá
2. Önnur mál (Engin)
Grunnskóli
3. Árvist, innritunarreglur
4. Úttekt á frístundastarfi í skólum
5. Skóladagatal
6. Grunnskólinn Hofsósi, umsóknir um stöðu skólastjóra
7. Skólastefna
8. Önnur mál
a) Bréf foreldra í Varmahlíðarskóla varðandi skólaakstur, dags. 26. apríl 2005.
b) Lagður fram til kynningar upplýsingapési um íslensku menntaverðlaunin
c) Erindi menntamálaráðuneytis dags 28. apríl s.l. um rafrænt umsóknarferli
um framhaldsskóla
Gísli Árnason skýrir fundargerðina. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Gísli Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
d) Skipulags- og byggingarnefnd 10. maí
Dagskrá:
1. Norðurlandsskógar - svæðisskipulagsáætlun
2. Sæmundarhlíð / Akurhlíð 1 – deiliskipulag
3. Laugatún – byggingarskilmálar
4. Sjóvarnir, Haganesvík, Hraun í Fljótum og Hraun á Skaga.
– bréf Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu
5. Hólmatjörn við Flæðagerði – göngubrú
6. Undir Byrðunni – Hólum í Hjaltadal – umsögn um vínveitingarleyfi
7. Önnur mál. (Engin)
Bjarni Maronsson kynnti fundargerð. Til máls tók Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Tilnefning 2ja fulltrúa í samstarfsnefnd um samein. sveitarfélaga
– frestað frá síðasta fundi.
Bjarni Maronsson lýsti því að fram hefðu komið tillögur um Ársæl Guðmundsson og Sigurð Árnason sem fulltrúa í Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga.
Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs, fleiri ekki.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram. Teljast áður greindir aðilar því rétt kjörnir.
3. Heimild til lántöku vegna skuldbreytinga og samkvæmt
fjárhagsáætlun
Ársæll Guðmundsson kynnti málið í upphafi fundar og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 220.000.000.- kr. til uppgreiðslu eldri lána og framkvæmda m.a. við hitaveitu, hafnir, götur og lóðir, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Lán þetta skal endurgreiðast á 15 árum og ber 3,80#PR fasta vexti auk verðtryggingar til 2012 en þá verða nýir vextir ákveðnir. Endurgreiðsla lánsins umfram umsamdar afborganir er óheimil, nema þegar nýir vextir af láninu eru ákveðnir, en þá má greiða lánið upp að fullu. Lántökugjald er 0,375#PR.
Voru skilmálar lánveitingarinnar og lánskjör nánar kynnt og rædd á fundinum.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Eru þær til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu höfuðstóls, vaxta, dráttarvaxta, vaxtavaxta, verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við kröfugerð, innheimtu- og málskostnaðar, kostnaðar við fjárnámsgerð og væntanlegs kostnaðar af frekari fullnustugerðum, svo og öllum öðrum kostnaði, sem af vanskilum kann að leiða, og gildir tryggingin uns skuldin er að fullu greidd. Fyrir gjaldfallinni fjárhæð má ganga að veðinu til fullnustu skuldarinnar án undangengis dóms eða sáttar skv. 7. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1991.
Sveitarstjórnin veitir jafnframt hér með f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ársæli Guðmundssyni kt. 300561-5789, fullt og ótakmarkað umboð til þess að skrifa undir lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, og önnur þau skjöl sem nauðsynleg eru til að lánssamningurinn taki gildi. Jafnframt er Ársæli Guðmundssyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengist lánssamningi þessum.
Sigurður Árnason tók til máls, því næst Ársæll Guðmundsson, þá Helgi Thorarensen, Einar E. Einarson, Gísli Árnason, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Helgi Thorarensen lýsir einnig yfir hjásetu.
4. Bréf og kynntar fundargerðir:
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:30.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari