Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

166. fundur 25. ágúst 2005
 
 
Fundur  166
25. ágúst 2005
 
Ár 2005, fimmtudaginn 25. ágúst kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í  dómsalnum í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Pétur Maronsson
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
 
Lagt fram
 
1.
050816 fundargerð Byggðarráðs
 
 
Mál nr. SV050154
 
 
Fundargerð 313. fundar Byggðarráðs frá 16. ágúst 2005.  Fundargerðin er í fimm liðum.  Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina.  Til máls tók Bjarni Maronsson.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
2.
050817 fundargerð Skipulags- og bygginganefndar
 
 
Mál nr. SV050156
 
 
Fundargerð 79. fundar Skipulags- og byggingarnefndar frá 17. ágúst 2005.  Fundargerðin er í 17 liðum.  Bjarni Maronsson kynnti fundargerðina.  Til máls tók Sigurður Árnason sem lagði fram svohljóðandi bókun:
#GLFulltrúar Framsóknarflokksins óska bókað vegna 2. liðar fundargerðar. :
Við undirrituð ítrekum athugasemdir Gunnars Braga Sveinssonar við gerð matsáætlunar vegna sorpförgunar sem fram koma í bókun hans. Förgun sorps er eitt stærsta umhverfismál framtíðarinnar auk þess sem miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir íbúa Skagafjarðar, fyrirtæki og sveitarfélagið að sorpförgun verði unnin á sem hagkvæmastan hátt, jafnframt því að kröfum um flokkun og frágang verði fylgt. Gera verður þá kröfu að í jafnmikilvægu máli séu ástunduð fagleg vinnubrögð,  allir kostir séu uppi á borðinu og þeir bornir saman á hlutlægan hátt.  Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason.#GL.  Þá tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson og Gunnar Bragi Sveinsson
 
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu annars liðar í fundargerðinni.
 
 
 
 
3.
050816 fundargerð Eignasjóðs
 
 
Mál nr. SV050155
 
 
Fundargerð 5. fundar Eignasjóðs frá 16. ágúst 2005.  Fundargerðin er með einn dagskrárlið.  Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
4.
050819 Fundargerð Fræðslu- og menningarnefndar
 
 
Mál nr. SV050157
 
 
Fundargerð 49. fundar Fræðslu- og menningarnefndar frá 19. ágúst 2005. Fundargerðin er í sex liðum.  Sigurður Árnason kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
5.
Bréf til sveitarstjórnar.
 
 
Mál nr. SV050152
 
 
Ásdís Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi D-lista óskar eftir tímabundnu leyfi frá setu í sveitarstjórn tímabilið 1. september 2005 til 1. janúar 2006.  Ásdís tók til máls og greindi frá ástæðum þess að hún óskar leyfis.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og samþykkir einnig að sæti hennar taki Kartín María Andrésdóttir.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
6.
Tillaga um framgangsmáta við afgreiðslu fundargerða nefnda.
 
 
Mál nr. SV050151
 
 
Ársæll Guðmundsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu um framgangsmáta við afgreiðslu fundargerða nefnda hjá sveitarstjórn.
#GLUndirritaður leggur til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi breytingar á framgangi sveitarstjórnarfunda sveitarfélagsins.
Við afgreiðslu fundargerða.
1. Fundargerðir verði lagðar fram ef engin ákvörðunaratriði eru í þeim.
2. Hætt verði að láta sveitarstjórnarfulltrúa lesa hverja fundargerð í heyranda hljóði og skýra þær með eigin meiningum.
3. Ákvörðunarmál verði borin upp hvert og eitt sérstaklega.  Heimilt verði þó forseta sveitarstjórnar að bera ákvörðunarmál upp í heild sinni samþykki það allir sveitarstjórnarfulltrúar á viðkomandi fundi.
4. Sveitarstjórnarfulltrúar geta tjáð sig um einstök mál í framlögðum fundargerðum og biðja þá um orðið og flytja mál sitt.  Sjá nánar II. kafla í Samþykktum sveitarfélagsins um fundarsköp sveitarstjórnar.
 
Umræður um mál.
1. Oddviti ber upp mál t.d. tillögu nefndar sem staðfesta þarf og gefur fundarmönnum kost á að tjá sig um málið eða tillöguna.
2. Umræður fara fram eins og kveðið er á um í Sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 og Samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar.#GL
 
Greinargerð:
#GLSú hefð hefur skapast við afgreiðslu fundargerða hjá sveitarfélaginu Skagafirði að sveitarstjórnarfulltrúar eftir ákvörðun forseta sveitarstjórnar, lesa upp hverja fundargerð fyrir sig.  Sá sveitarstjórnarfulltrúi sem lesið hefur hverju sinni, hefur haft frjálsar hendur með að skýra einstök mál að eigin geðþótta.  Að lestri loknum hefur orðið verið gefið frjálst um viðkomandi fundargerð.  Þar sem skýrar reglur eru um útsendingu gagna fyrir sveitarstjórnarfundi þar sem tímamörk eru höfð með þeim hætti að nægur tími gefst fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að kynna sér mál telur undirritaður það tímasóun að vera með upplestur.  Sveitarstjórnarfulltrúum ber skylda til að kynna sér mál fyrir sveitarstjórnarfund enda eru fundargerðir sem eru til umfjöllunar þegar komnar á heimasíðu sveitarfélagsins með góðum fyrirvara.  Þar sem tækninni hefur fleygt fram t.d. með tilkomu fullkominnar heimasíðu og góðu aðgengi sveitarstjórnarfulltrúa að embættismönnum sveitarfélagsins gefst nú tækifæri á að nýta sveitarstjórnarfundi meira til stefnumarkandi umræðna.  Huga ber að því í framhaldinu að skoða með að auka vald einstakra nefnda til fullnaðarafgreiðslu mála.#GL
 
Til máls tóku Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir sem lagði fram svohljóðandi tillögu:
#GLLagt er til að oddvitum framboðanna verði falið að fara yfir tillöguna og leggi fram tillögu sína fyrir sveitarstjórnarfund áður en langt um líður.#GL
 
Síðan tóku til máls Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson og Ársæll Guðmundsson.
Tillaga Grétu Sjafnar borin upp til afgreiðslu og samþykkt.  Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson óska bókað að þeir sitja hjá við afgreiðsluna.
 
 
Lagt fram
 
7.
Tilnefning fulltrúa á ársþing SSNV
 
 
Mál nr. SV050158
 
 
Lögð fram tillaga um að Margeir Friðriksson, fjármálastjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á ársþingi SSNV.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 17:40
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir
Ársæll Guðmundsson
Sigurður Árnason
Bjarni Jónsson
Gísli Gunnarsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Pétur Maronsson