Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

169. fundur 06. október 2005
 
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 169 -06.10.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 6. október, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1622.
           
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Árnason og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá.
 
 
DAGSKRÁ:
 
1.   Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 27. sept.
b)      Félags- og tómstundanefnd 13., 20. og 27. sept.
c)      Skipulags- og byggingarnefnd 29. sept.
d)      Umhverfisnefnd 4. okt.
e)      Stjórn Eignasjóðs 27. sept.
 
            2   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Stjórn Skagafjarðarveitna 22. sept.
b)      Fundargerð Skólanefndar FNV 6. sept.
 
            3   Tillaga um starfslok sveitarstjóra
 
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
 
a)   Byggðarráð 27. sept.
Dagskrárliðir eru 11.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
b)   Félags- og tómstundanefnd 13. sept.
Dagskrárliður er 1.
 
      Félags- og tómstundanefnd 20. sept.
Dagskrárliðir eru 8.
 
      Félags- og tómstundanefnd 27. sept.
Dagskrárliðir eru 6.
 
Elinborg Hilmarsdóttir kynnti fundargerðirnar. Til máls tók Bjarni Maronsson, fleiri ekki. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði í einu lagi og samþykktar samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 5. liðar fundargerðar frá 20. sept. og 4. liðar fundargerðar 27. sept.
 
 
c)   Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrárliðir eru 18.
Bjarni Maronsson kynnti þessa fundargerð. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
d)   Umhverfisnefnd 4. okt.
Dagskrárliðir eru 4.
Elinborg Hilmarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
e)   Stjórn Eignasjóðs 27. sept.
Dagskrárliðir eru 3.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu  2. liðar.
 
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Stjórn Skagafjarðarveitna 22. sept.
b)      Fundargerð Skólanefndar FNV 6. sept.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
 
3.   Tillaga um starfslok sveitarstjóra
 
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
 
“Í þeim deilum sem risið hafa á síðustu dögum í tengslum við beiðni mína um stuðning til námsferðar viðvíkjandi sveitarstjórnarmálum, hafa þung orð verið látin falla af minni hálfu annars vegar og forseta sveitarstjórnar hins vegar. Að því leyti sem ég var of þungorður í þeim orðaskiptum óska ég eftir að draga orð mín til baka og biðjast afsökunar. Þótt menn greini á þarf að gæta hófs í orðavali og framsetningu. Þá er á hitt að líta að ég tel mikilvægt að auðleysanleg deilumál verði ekki til þess að spilla samstarfi sem byggir á málefnalegum grunni og hagsmunum íbúa Skagafjarðar.”
Ársæll Guðmundsson.
 
Ársæll vék síðan af fundi en varamaður, Þorgrímur Ómar Unason, tók sæti hans.
 
Fundarhlé var gert kl. 17.08.
 
Fundi framhaldið kl. 17.30.
 
 
Gísli Gunnarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi dagskrártillögu:
“Í ljósi þess að sveitarstjóri hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum og annar af tveimur sveitarstjórnarfulltrúum vinstri grænna er erlendis, leggjum við til að afgreiðslu á dagskrárlið nr. 3 verði frestað til næsta fundar.”
Bjarni Maronsson
Gísli Gunnarsson
Katrín María Andrésdóttir.
 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.37.
 
                                                                                    Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari