172. fundur
24. nóvember 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar Fundur 172 - 24. nóvember 2005 Ár 2005, fimmtudaginn 24. nóvember kl. 16:15, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Mætt voru: Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Bjarni Pétur Maronsson, Einar Eðvald Einarsson, Katrín María Andrésdóttir, Sigurður Árnason, Sólveig Jónasdóttir og Gréta Sjöfn GuðmundsdóttirAuk þess sat fundinn Margeir Friðriksson Fundarritari var Margeir Friðriksson Lagt fram
|
|
1.
| 322. fundur byggðaráðs, 8. nóvember 2005.
|
| Mál nr. SV050270
|
Fundargerðin er í 7 liðum.Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina og lagði fram svohljóðandi tillögu varðandi 7. lið: #GLSveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að selja hlut sveitarfélagsins í Tækifæri hf. að höfðu samráði við byggðarráð#GL. Til máls tóku Sigurður Árnason, Einar Einarsson, Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Katrín María Andrésdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Bjarna borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fimmta liðar.
|
|
2.
| 323. fundur byggðaráðs, 15. nóvember 2005.
|
| Mál nr. SV050271
|
Fundargerðin er í 9 liðum.Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina og óskaði eftir að umræður um 5. lið fundargerðarinnar færu fram við afgreiðslu 324. fundargerðar byggðarráðs. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Katrín María Andrésdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt. Katrín María Andrésdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 5. liðar.
|
|
3.
| 324. fundur byggðaráðs, 21. nóvember 2005.
|
| Mál nr. SV050272
|
Fundargerðin er í 4 liðum.Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Sigurður Árnason, Katrín María Andrésdóttir sem leggur fram svohljóðandi bókun vegna 1. liðar: #GLVið undirrituð viljum þakka Ásdísi Guðmundsdóttur og Áskeli Heiðari Ásgeirssyni sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þá vinnu sem þau hafa þegar lagt af mörkum vegna rannsókna á iðnaðarkostum í Skagafirði. Jafnframt lýsum við yfir fullu trausti til þeirra vegna þátttöku, sem fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, á þeim vinnufundi og verkefnum sem framundan eru. Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Sólveig Jónasdóttir.#GLÞá tóku til máls Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Bjarni Jónsson bar sérstaklega upp 1. lið fundargerðarinnar. Samþykktur með sjö atkvæðum gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Vg. Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLGísli Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og Sigurður Árnason, fulltrúi Framsóknarflokks samþykktu á fundi byggðarráðs Skagafjarðar og sem sveitarstjórn hefur nú samþykkt, að senda fulltrúa sveitarfélagsins í samræmingarnefnd um byggingu álvers á Norðurlandi, í sex daga heimsókn til Alcoa í Kanada á kostnað sveitarfélagsins, ásamt sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs. Áætlaður kostnaður er um hálf milljón króna. Undirritaðir telja heimsókn þessa til Alcoa í Kanada algerlega á skjön við verkefni samræmingarnefndarinnar. Höfuðverkefni þeirrar nefndar er að samræma og skiptast á upplýsingum um framgang verkefnisins. Nefndin á einnig að gera fjárhagsáætlun og fylgja henni eftir. Tilgangur Kanadaferðarinnar er því mjög óljós og ekki verður með nokkru móti séð hvernig hún þjónar hagsmunum Skagafjarðar. Um einhverskonar hópeflisferð á vegum iðnaðarráðuneytisins virðist vera að ræða, sem er ætlað að tryggja velvild varðandi ákvörðun um virkjanir og staðarval álvers. Þeir sem hleyptu þessu máli áfram fyrir hönd Skagfirðinga, Skagafjarðarlisti, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, bera fulla ábyrgð á framkvæmd þeirrar staðarvalsvinnu sem sveitarfélagið tekur nú þátt í vegna hugmynda um álver á Norðurlandi. Í samræmi við fyrri aðkomu Vg að ákvarðanatöku um vinnu er lýtur að álbræðslu við Kolkuós og í ljósi þeirrar skýru afstöðu sem flokkurinn í Skagafirði hefur kynnt til þessa máls, styðjum við ekki þetta erindi.Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.#GL Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
|
|
4.
| 051115 Atvinnu- og ferðamálanefnd
|
| Mál nr. SV050273
|
Fundargerðin er í 5 liðum.Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Sigurður Árnason, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
|
|
5.
| 051115 Félags- og tómstundanefnd
|
| Mál nr. SV050274
|
Fundargerðin er í 10 liðum.
|
|
6.
| 051121 Félags- og tómstundanefnd
|
| Mál nr. SV050275
|
Fundargerðin hefur einn dagskrárlið.Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti báðar fundargerðirnar. Til máls tóku Sigurður Árnason, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar frá 15. nóvember.
|
|
7.
| 051102 Landbúnaðarnefnd
|
| Mál nr. SV050276
|
Fundargerðin er í 3 liðum.Einar Einarsson kynnti fundargerðina. Enginn tók til máls. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt.
|
|
8.
| 051102 Samgöngunefnd
|
| Mál nr. SV050277
|
Fundargerðin er í 8 liðum.
|
|
9.
| 051122a Samgöngunefnd
|
| Mál nr. SV050278
|
Fundargerðin er í 2 liðum.
|
|
10.
| 051122b Samgöngunefnd
|
| Mál nr. SV050279
|
Fundargerðin er í 5 liðum.Bjarni Jónsson kynnti fundargerðirnar þrjár. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Einar Einarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar. Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 5. liðar fundargerðarinnar frá 2. nóvember 2005.
|
|
11.
| 051114 Skipulags- og byggingarnefnd
|
| Mál nr. SV050280
|
Fundargerðin er í 10 liðum.Bjarni Maronsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Sigurður Árnason, Bjarni Maronsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt.
|
|
12.
| 051116 Umhverfisnefnd
|
| Mál nr. SV050281
|
Fundargerðin er í 4 liðum.Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt.
|
|
13.
| 10. fundur eignarsjóðs, 21. nóvember 2005.
|
| Mál nr. SV050282
|
Fundargerðin hefur einn dagskrárlið.Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Enginn tók til máls. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt.Lagt fram til kynningar
|
|
14.
| 051115 Skagafjarðarveitur
|
| Mál nr. SV050283
|