Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 174 - 22. desember 2005
Ár 2005, fimmtudaginn 22. desember kl. 16:15, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Pétur Maronsson, Einar Eðvald Einarsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson og Gísli Árnason.
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
Að lokinni fundarsetningu leitaði forseti samþykkis um að taka á dagskrá, með afbrigðum, fundargerðir Samgöngunefndar og Umhverfisnefndar frá 21.12.2005. Var það samþykkt og gengið til dagskrár:
Lagt fram | |||
1. | 328. fundur byggðaráðs, 20. desember 2005. | Mál nr. SV050345 |
Samþykkt að vísa 7. lið til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. | 051220 Atvinnu- og ferðamálanefnd | Mál nr. SV050346 |
3. | 14. fundur eignarsjóðs, 20. desember 2005. | Mál nr. SV050347 |
Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
4. | 051219 19.f. Félags- og tómstundanefnd | Mál nr. SV050348 |
Samþykkt að vísa lið 1 til 2. liðar dagskrár.
Fundargerð að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. | 051219 55.f. Fræðslu- og menningarnefnd | Mál nr. SV050349 |
Samþykkt að vísa 1. og 4. lið til 2. liðar dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar.
6. | 051221 Samgöngunefnd | Mál nr. SV050356 |
#GLSveitarstjórn fagnar áformum Kaupfélags Skagfirðinga um uppbyggingu verkstæða sunnan við Vélaverkstæði KS á Sauðárkróki. Beinir sveitarstjórn þeim tilmælum til Siglingstofnunar og samgöngunefndar að vinna málið hratt og vel svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst.#GL
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
Tillaga Ársæls Guðmundssonar borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar. Einnig óskar hann bókað að hann fagni allri uppbyggingu í sveitarfélaginu og bendir á að þetta mál er í eðlilegum farvegi hjá Samgöngunefnd og Siglingastofnun.
Samþykkt að vísa lið 1 til 2. liðar dagskrár.
Fundargerð borin undir atkvæði að öðru leyti og samþykkt samhljóða.
7. | 051220 - 89.f Skipulags- og bygginganefnd | Mál nr. SV050350 |
8. | 051221 Umhverfisnefnd | Mál nr. SV050357 |
Samþykkt að vísa lið 1 til 2. liðar dagskrár.
Fundargerðin þarfnast ekki afgreiðslu.
9. | Fjárhagsáætlun 2006 | Mál nr. SV050343 |
Til máls tók Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri. Gerði hann grein fyrir þeirri fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2006 sem hér er lögð fram til síðari umræðu og skýrði þær breytingar sem orðið hafa á áætluninni milli umræðna.
#GLNiðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 1.796.604 þús. kr. og rekstrargjöld 1.842.370 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 56.000 þús.kr. Aðrir sjóðir í A-hluta; Eignasjóður og þjónustumiðstöð, rekstrartekjur 282.252 þús.kr., rekstrargjöld 186.918 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 139.940 þús.kr. Fjárfesting ársins er 66.850 þús.kr.
B-hluta stofnanir og fyrirtæki, Hafnarsjóður Skagafjarðar, Fráveita Skagafjarðar, Félagsíbúðir Skagafjarðar, Tímatákn ehf og Skagafjarðarveitur ehf., rekstrartekjur 276.052 þús.kr., rekstrargjöld 203.210 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 83.885 þús.kr. Fjárfesting ársins 131.226 þús.kr. og áætlað söluverð eigna 77.200 þús.kr.
Áætluð rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins og fyrirtækja á árinu 2006 er því halli að upphæð 35.365 þús.kr.#GL
Ársæll Guðmundsson bar síðan upp tillögu:
#GLSveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjörður samþykkir að ekki komi til hækkana á launum fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum sveitarfélagsins um næstu áramót, vegna síðustu ákvörðunar kjaradóms. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að reglum um kjör fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum sveitarfélagsins fyrir lok janúar 2006.#GL
Ársæll Guðmundsson
Gísli Árnason
Þá tók Sigurður Árnason til máls.
Því næst Katrín María Andrésdóttir sem leggur fram bókun:
#GLUndirrituð telur eðlilegt að laun sveitarstjórnarfulltrúa taki breytingum í samræmi við breytingar á launum annarra starfsmanna sveitarfélagsins. Í því samhengi er rétt að geta þess að sveitarstjórnarfulltúar njóta ekki orlofsgreiðslna, orlofs- og desemberuppbóta, né greiðslna í veikindaleyfum og bera þar að auki talsverðan kostnað af störfum sínum, m.a. í formi síma-, net- og ritfanganotkunar.#GL
Gísli Gunnarsson leggur til að tillögu Ársæls Guðmundssonar og Gísla Árnasonar verði vísað til byggðarráðs.
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, þá Gísli Árnason.
Fundarhlé gert kl. 18:20.
Fundi framhaldið kl. 18:37.
Til máls tók Einar E. Einarsson, og leggur fram viðauka við tillögu Gísla Gunnarssonar um vísun tillögu Ársæls Guðmundssonar og Gísla Árnasonar til Byggðarráðs: #GL.. enda skipi Byggðarráð nefnd með fulltrúum allra framboða sem sæti eiga í sveitarstjórn. Nefndin skili niðurstöðum fyrir janúarlok 2006.#GL
Fulltrúar Framsóknarflokks
Fulltrúi Skagafjarðarlista.
Því næst töluðu Bjarni Maronsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir en hún leggur fram svofellda bókun:
#GLFjárhagsáætlun meirihlutans gerir ráð fyrir betri afkomu en undanfarin ár og því ber að fagna en eins og kemur fram í greinargerð með fjárhagsáætlun gera forsendur fjárhagsáætlunar ráð fyrir auknum tekjum um 6,6 #PR og að útgjöld hækki um 1.5#PR ef horft er út frá A hluta sveitarsjóðs miðað við endurskoðaða áætlun 2005. Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri með sama þjónustustig. Miðað við þær forsendur má telja ólíklegt að fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram standist þar sem ég tel að útgjöld þ.m.t. launahækkanir séu vanáætluð miðað við það að gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri með sama þjónustustig sveitarfélagsins milli ára.
Ég mun því sitja hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2006.#GL
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Skagafjarðarlista
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
#GLFjárhagsáætlun fyrir árið 2006 liggur fyrir og er nú ljóst að mikil vinna meirihluta sveitarstjórnar, sviðsstjóra, forstöðumanna og starfsfólks sveitarfélagsins við að ná tökum á rekstri sveitarfélagsins hefur gengið eftir. Þegar horft er til baka sl þrjú ár blasir árangurinn við og er róðurinn farinn að léttast svo um munar. Undirritaður vill af þessu tilefni færa til bókar sérstakar þakkir til starfsfólks sem mest hefur borið hitann og þungann af þessari vinnu. Sérstaklega fær Margeir Friðriksson, sviðsstjóri fjármálasviðs og starfsfólk hans á fjármálasviði þakkir fyrir mjög vönduð og óeigingjörn vinnubrögð.#GL
Ársæll Guðmundsson.
Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls og lagði fram bókun:
#GLFjárhagsáætlun er markmiðssetning hins formlega meirihluta sveitarstjórnar fyrir komandi fjárhagsár sveitarfélagsins Skagafjarðar. Við undirrituð gagnrýnum ómarkviss vinnubrögð meirihlutans við gerð fjárhagsáætlunar og það að í raun verður aðeins ein umræða um áætlunina þar sem aðeins vinnuplagg var lagt fyrir við fyrri umræðu og hefur það tekið verulegum breytingum á milli umræðna auk þess sem engin greinargerð fylgdi.
Í lok árs 2006 er áætlað að skuldir sveitarfélagsins hafi hækkað um 336 milljónir frá því að núverandi meirihluti tók við, er áætlað að þær verði 2861 milljón í árslok 2006. Það er þrátt fyrir sölu eigna upp á 357 milljónir króna á kjörtímabilinu. Rekstur næsta árs verður samkvæmt áætluninni skaplegri en undanfarin ár og skýrist það af auknum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í framhaldi af samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem gert var á árinu vegna hækkunar skatttekna og af vanáætluðum rekstrargjöldum miðað við óbreytt þjónustustig.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar er á ábyrgð meirihlutaflokkanna í sveitarstjórn og sitjum við, fulltrúar Framsóknarflokksins, hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. #GL
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
Sigurður Árnason
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, því næst Gísli Gunnarsson.
Tillaga Gísla Gunnarssonar, með viðauka fulltrúa Framsóknarfl. og Skagafjarðarlista um að vísa tillögu Ársæls Guðmundssonar og Gísla Árnasonar til byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2006 borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Fulltrúi Skagafjarðarlista, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, hefur í bókun sinni lýst því að hún sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
Lagt fram til kynningar | |||
10. | 051216 Skagafjarðarveitur | Mál nr. SV050351 |
11. | SSNV Stjórnarf.050912 | Mál nr. SV050352 | |
12. | SSNV Stjórnarf.051004 | Mál nr. SV050353 | |
13. | SSNV Stjórnarf.051026 | Mál nr. SV050354 | |
14. | SSNV Stjórnarf.051208 | Mál nr. SV050355 |
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.