Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

180. fundur 23. mars 2006
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  180 - 23. mars 2006
 
Ár 2006, fimmtudaginn 23. mars kl. 16:15, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Eðvald Einarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Pétur Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Í fjarveru forseta, Gísla Gunnarssonar setti varaforseti Bjarni Jónsson fund og kynnti dagskrá:
 
Lagt fram
 
1.
338. fundur byggðaráðs, 14. mars 2006.
 
 
Mál nr. SV060161
 
Fundargerðin er í 7 liðum.  Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
339. fundur byggðaráðs, 21. mars 2006.
 
 
Mál nr. SV060162
 
Fundargerðin er í 7 liðum. Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
22. fundur eignarsjóðs, 14. mars 2006.
 
 
Mál nr. SV060163
 
Fundargerðin er í 3 liðum. Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
060317 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV060157
 
Fundargerðin er í 7 liðum. Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
060307 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060164
 
Fundargerðin er í 7 liðum.  Katrín María Andrésdóttir kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
060308 Fræðslu- og menningarnefnd
 
 
Mál nr. SV060165
 
Fundargerðin er í 7 liðum. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
7.
060314 Samgöngunefnd
 
 
Mál nr. SV060166
 
Fundargerðin er í 9 liðum. Bjarni Jónsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson,  Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 5. liðar.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 5. liðar.
 
8.
060317 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV060169
 
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
“Undirritaður fagnar jákvæðum undirtektum stjórnar Skagafjarðarveitna og þeirri framsýni að leggja hönd á plóg við uppbyggingu Gagnaveitu Skagafjarðar. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.”
 
9.
060314 Heilbrigðisnefnd Nl.v.
 
 
Mál nr. SV060168
 
Enginn kvaddi sér hljóðs um dagskrárlið 9.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 18:45.  Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar