Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Fundur 184 - 8. júní 2006
Ár 2006, fimmtudaginn 8. júní kl. 15,47, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Auðunarstofu, Hólum, Hjaltadal.
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Sigríður Svavarsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
Lagt fram | |||
1. | 345. fundur byggðaráðs, 16. maí 2006. | Mál nr. SV060290 |
2. | 346. fundur byggðaráðs, 23. maí 2006. | Mál nr. SV060291 |
3. | 347. fundur byggðaráðs, 6. júní 2006. | Mál nr. SV060318 |
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðirnar þrjár.
Lið 7 í fundargerð frá 6. júní vísað til 2. (17.) liðar þessarar fundargerðar.
Til máls tóku Bjarni Maronsson og Bjarni Jónsson, Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar fundarg. frá 23. maí, sbr.svohlj. bókun hans í þeirri fundargerð.
“Meðan útvarpsútsendingar RásFás nást ekki um Skagafjörð er ekki ástæða til að sveitarfélagið Skagafjörður sé aðili að útvarpsrekstrinum. Hins vegar get ég fallist á styrkveitingar til FNV að upphæð kr. 500.000.-“
Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 5. liðar í fundarg. frá 16. maí.
4. | 27. fundur eignarsjóðs, 16. maí 2006. | Mál nr. SV060292 |
5. | 28. fundur eignarsjóðs, 23. maí 2006. | Mál nr. SV060293 |
6. | 29. fundur eignarsjóðs, 6. júní 2006. | Mál nr. SV060319 |
Gísli Gunnarsson kynnir allar fundargerðirnar. Til máls tóku Bjarni Maronsson, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
7. | 060523 Atvinnu- og ferðamálanefnd | Mál nr. SV060305 |
Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
8. | 060516 Félags- og tómstundanefnd | Mál nr. SV060306 |
9. | 060526 Félags- og tómstundanefnd | Mál nr. SV060307 |
Sigríður Svavarsdóttir kynnir þessar fundargerðir. Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
10. | 060516 Landbúnaðarnefnd | Mál nr. SV060308 |
Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs, síðan Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson, Einar E. Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Viðbótartillaga Ársæls Guðmundssonar borin undir atkvæði og felld með fimm atkv. gegn þrem.
Tillaga landbúnaðarnefndar: “Landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn banni fuglaveiði með skotvopnum í landi sveitarfélagsins í Borgarey.” borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkv. gegn þrem.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu beggja tillaganna.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
11. | 060510 Samgöngunefnd | Mál nr. SV060309 |
12. | 060516 Samgöngunefnd | Mál nr. SV060310 |
13. | 60530 Samgöngunefnd | Mál nr. SV060311 |
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðirnar. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir og Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
14. | 060518-100.f Skipulags- og byggingarnefnd | Mál nr. SV060312 |
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
15. | Samráðsnefnd sveitarfélagsins Skagafj. og Hólastaðar | Mál nr. SV060303 |
Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
16. | Samstarfsnefnd um rekstur Varmahlíðarskóla 01-06-06 | Mál nr. SV060320 |
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Erindi til afgreiðslu | |||
17. | Samningur sveitarfél. Skagafj. og Hólaskóla | Mál nr. SV060304 |
Gísli Gunnarsson fór yfir samninginn. Til máls tók Bjarni Maronsson, fleiri ekki.
Samningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.