Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Fundur 186 - 20. júní 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 20. júní kl. 09:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson, starfandi sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilráð M. Sigurðardóttir.
Forseti setti fund, bauð fundarmenn velkomna og lýsti dagskrá:
Páll Dagbjartsson hefur óskað eftir að taka til máls um störf sveitarstjórnar og leitaði forseti samþykkis fundarmanna um að taka þann lið inn á dagskrá með afbrigðum. Var það samþykkt.
1. 348. Fundur byggðarráðs, 15. Júní 2006 Mál nr. SV060339
Fundargerðin er í 14 liðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerð.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson og Bjarni Egilsson.
Þá Bjarni Jónsson, sem leggur fram bókun vegna 2. liðar:
“Það er lofsvert að fyrirtæki geti komið að framfaramálum í héraðinu. Þær hugmyndir sem kaupfélagið hefur nú lagt fram gagnvart fræðslumálum almennt í Skagafirði eru allrar athygli verðar. Þessar hugmyndir, ásamt þeim skilyrðum sem sett kunna að verða, þarfnast þó frekari umræðu. Það er mikilvægt að sveitarfélagið hafi meira um það að segja hvernig það ráðstafar fjármunum sem það leggur í verkefni í sveitarfélaginu, en gert er ráð fyrir í erindi stjórnar kaupfélagsins. Þannig má benda á ákvörðun sveitarfélagsins um fjármögnun prófessorsstöðu í fornleifafræði við Hólaskóla. Einnig hlýtur það að vera skilyrði af hálfu sveitarfélagsins að það sé opinbert í hvaða verkefni fjármunum sé varið, en í erindi kaupfélagsins er gert ráð fyrir því að leynd geti hvílt yfir greiðslum til einstaklinga og ákveðinna verkefna. Fleiri atriði þarfnast skoðunar áður en ákvarðnir eru teknar af hálfu sveitarfélagsins. Undirritaður styður samstarf við Kaupfélag Skagfirðinga um eflingu skólastarfs í héraðinu en telur eðlilegt að samstarfsaðilar verkefnisins útfæri nánar umgjörð og framkvæmd samkomulagsins áður en það er afgreitt frá sveitarstjórn. Því sit ég hjá við þennan lið.”
Bjarni Jónsson Vg
Síðan kvöddu sér hljóðs Gunnar Bragi Sveinsson, Katrín María Andrésdóttir, Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar fundarg.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar fundarg.
Katrín María Andrésd. óskar bókað að hún sitji hjá við afgr. 2. liðar fundarg.
2. 30.fundur eignarsjóðs, 15. Júní 2006. Mál nr. SV060340
Einn dagskrárliður. Gunnar Bragi Sveinsson kynnir fundargerð.
Til máls tók Sigurður Árnason og óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. 060609-101.f skipulags- og byggingarnefnd Mál nr. SV060341
Fundargerð er 22 dagskrárliðir. Einar E. Einarsson kynnir fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Einar E. Einarsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 3. liðar.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgr. 4. liðar.
4. 060608 Umhverfisnefn Mál nr. SV060342
Fundargerð er 3 dagskrárliðir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnir.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgr. 1. liðar.
5. Tillögur um breytingar á samþykktum Sveitarf. Skagafj. síðari umræða
Mál nr: SV060344
Forseti, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, tók til máls og kynnti tillögurnar:
Tillaga 1. Fræðslu- og menningarnefnd verði skipt upp í tvær nefndir, Fræðslunefnd og Menningar- & kynningarnefnd.
Liður 1.1. breytist og verður eins og segir:
Fræðslunefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara í nefndina. Skulu þeir allir vera aðalmenn eða varamenn í sveitarstjórn. Nefndin fer með verkefni grunnskóla samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 66/1997, verkefni leikskóla samkvæmt lögum um leikskóla nr. 78/1994, verkefni tónlistarskóla samkvæmt lögum um stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985, verkefni framhaldsskóla samkvæmt ákvæðum framhaldsskólalaga nr. 80/1996 auk samstarfs við menntastofnanir, fullorðinsfræðslu og endurmenntun. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum
Liður 3.2. bætist við greinina og verður eins og hér segir:
3.2 Menningar- og kynningarnefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara í nefndina. Skulu þeir allir vera aðalmenn eða varamenn í sveitarstjórn. Nefndin fer með málefni bókasafna samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997, málefni skjalasafna samkvæmt lögum nr. 66/1985 og verndun gamalla húsa og fornra minja samkvæmt þjóðminjalögum nr. 88/1989. Nefndin fer með málefni félagsheimila og almennt með menningarmál í sveitarfélaginu. Þá fer nefndin einnig með kynningarmál sveitarfélagsins. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.
Tillaga 2. Samgöngunefnd og umhverfisnefnd verði sameinaðar í eina nefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd. Nefndin taki við hlutverki beggja nefndanna eins og þau eru nú. Skipulags- og byggingarnefnd taki við skipulagi hafnarsvæðis af samgöngunefnd.
Liður 2.1. breytist og verður eins og hér segir:
2.1. Skipulags- og byggingarnefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara. Skulu þeir allir vera aðal- eða varamenn í sveitarstjórn. Nefndin fer með byggingar- og skipulagsmál samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, þ.m.t. skipulag hafnarsvæða og umferðarmál samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987. Sveitarstjórn setur sérstaka samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa sem ekki þurfa staðfestingu nefndarinnar. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.
Liður 2.4 fellur niður og liður 2.3 verður eins og hér segir:
2.3. Umhverfis- og samgöngunefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara í nefndina. Skulu þeir allir vera aðalmenn eða varamenn í sveitarstjórn. Nefndin fer með hafnamál samkvæmt hafnalögum nr. 23/1994, og samgöngumál almennt í sveitarfélaginu. Nefndin fer með málefni sem varða náttúrverndarlög nr. 44/1999 og heilbrigðismál samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Þá vinnur nefndin að mótun umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Við gerð svæðis- og aðalskipulagsáætlana skal leita eftir umsögn nefndarinnar í þeim málum sem hana varðar. Þá skal skipulags- og byggingarnefnd hafa samráð við nefndina um aðra deiliskipulagsvinnu varðandi málefni sem heyra undir umhverfisnefnd í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 400/1998 og byggingareglugerð nr. 441/1998. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar.
Tillaga frá Bjarna Jónssyni, sveitarstjórnarfulltrúa Vg:
Breytingar á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar 53. gr. B. Fastanefndir
"Sveitarstjórn getur heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í sveitarstjórn en hefur ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins að tilnefna fulltrúa til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili fær ekki kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt."
Bjarni Jónsson
Tilaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks:
Breytingartillaga við tillögur um breytingar á Samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
"Sveitarstjórn samþykkir að skipa nefnd fulltrúa meiri- og minnihluta sem endurskoði samþykktir sveitarfélagsins og skili tillögum um breytingar til sveitarstjórnar eigi síðar en 20. ágúst n.k."
Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir
Greinargerð:
“Það er eðlilegt að þróa og laga samþykktir sveitarfélagsins á hverjum tíma þannig, að þær miðist við nútímann og skilvirkni í stjórnun sé sem best.
Við teljum farsælast að leitast við að skapa sem mesta samstöðu innan sveitarstjórnar ef á að fara í breytingar á samþykktum sveitarfélagsins. Þess vegna leggjum við til að nefnd skipuð fulltrúum allra flokka leggi fram tillögur um breytingar til sveitarstjórnar.
Fulltrúar sjálfstæðisflokksins eru tilbúnir að koma að þeirri vinnu og trúa því ekki að óreyndu að flokkar sem kenna sig við samráð og samvinnu og boða jafnframt aukna samstöðu í sveitarstjórn, fari út í breytingar á samþykktum sveitarfélagsins án þess að bjóða öllum flokkum aðkomu að málinu.”
Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Sigurður Árnason, þá Bjarni Egilsson sem lýsir vilja fulltrúa Sjálfstæðisflokks til að breyta, í tillögu sinni, lokadagsetningu skilafrests, þannig að breytingartillögum verði skilað eigi síðar en 1. mars 2007.
Síðan kvöddu sér hljóðs Bjarni Jónsson, Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, Katrín María Andrésdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Egilsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Breytingartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks borin undir atkvæði með áorðnum breytingum og samþykkt með 9 atkv.
Tillögur fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingar bornar undir atkvæði:
Tillaga 1 samþ. með 9 atkv.
Tillaga 2 samþ. með 5 atkv.
Bjarni Egilsson tekur til máls og leggur fram bókun:
“Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Sveitarstjórn Skagafjarðar teljum vafa leika á lögmæti þess að færa skipulagsmál hafna frá samgöngunefnd til skipulags- og byggingarnefndar. Við áskiljum okkur rétt til að láta kanna lögmæti þess að gera slíka breytingu.”
Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgr. á tillögu 2.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur til að tillögu Bjarna Jónssonar verði vísað til endurskoðunar samþykkta sveitarfélagsins.
Er það samþykkt með 8 atkv., 1 atkv. á móti.
Bjarni Jónsson leggur fram bókun:
“Undirritaður harmar að sá góði ásetningur, sem öll framboð lýstu í aðdraganda kosninga, um aðkomu fulltrúa allra flokka að málefnum sveitarfélagsins og samstarf þeirra á milli, skuli ekki skila sér með ákveðnari hætti inn í nýja sveitarstjórn.”
Bjarni Jónsson
6. Kosningar skv. 53. Gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp Sveitarf. Skagafj. Mál nr: SV060345
Forseti leitar afbrigða um að undir þessum lið verði endurkosinn einn varamaður í Atvinnu- og ferðamálanefnd, þar eð Páll Dagbjartsson hefur beðist undan setu í nefndinni. Er það samþykkt.
A - liður. Kosningar til eins árs.
Kjörstjórn við Alþingiskosningar:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Ásdís Ármannsdóttir Kristján Sigurpálsson
Gunnar Sveinsson Guðmundur Vilhelmsson
Ásgrímur Sigurbjörnsson Halla Másdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Undirkjörstjórnir:
Kjördeild Hofsósi:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Halldór Ólafsson Sigmundur Jóhannesson
Ásdís Garðarsdóttir Dagmar Þorvaldsdóttir
Bjarni Þórisson Einar Einarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild á Hólum:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Sigurður Þorsteinsson Hörður Jónsson
Sverrir Magnússon Ingibjörg Klara Helgad.
Haraldur Jóhannsson Ása Sigurrós Jakobsd.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild á Sauðárkróki:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Lovísa Símonardóttir Ágústa Eiríksdóttir
Konráð Gíslason Reynir Kárason
Þórarinn Sólmundarson Eva Sigurðardóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild á Skaga:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Jón Stefánsson Guðrún Halldóra Björnsdóóttir
Brynja Ólafsdóttir Jósefína Erlendsdóttir
Steinn Rögnvaldsson Jón Benediktsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild Fljótum:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Haukur Ástvaldsson Sigurbjörg Bjarnadóttir
Hólmfríður Bergþóra Pétursdóttir Íris Jónsdóttir
Ríkharður Jónsson Örn Þórarinsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild Steinsstöðum:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Hólmfríður Jónsdóttir Jóhannes Guðmundsson
Eymundur Þórarinsson Magnús Óskarsson
Smári Borgarsson Þórey Helgadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild í Varmahlíð:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Sigurður Haraldsson Sigfús Pétursson
Karl Lúðvíksson Erna Geirsdóttir
Arnór Gunnarsson Ragnar Gunnlaugsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
B - liður. Fastanefndir kosnar til fjögurra ára.
Fræðslunefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Sigurður Árnason Hafdís Skúladóttir
Helgi Thorarensen Gréta Sjöfn Guðmundsd.
María Lóa Friðjónsdóttir Sigríður Svavarsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Menningar- og kynningarnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Guðrún Helgadóttir Ingunn Sigurðard.
Hrund Pétursdóttir Ólafur Atli Sindrason
Elísabet Gunnarsdóttir Magnea Guðmundsd.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Barnaverndarnefnd. Fjórir aðalmenn og jafnmargir til vara
Fram kom tillaga um:að fresta tilnefningu í Barnaverndarnefnd til næsta fundar. - Samþykkt.
Umhverfis- og samgöngunefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Þórdís Friðbjörnsdóttir Óli Viðar Andrésson
Sólveig Olga Sigurðardóttir Sigurlaug Rún Brynleifsd.
Jón Sigurðsson Vignir Kjartansson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
C - liður. Kosningar í stjórnir, samstarfsnefndir og ráð til fjögurra ára.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðal - og varamenn samkvæmt lögum Sambandsins.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Gunnar Bragi Sveinsson Þórdís Friðbjörnsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Vanda Sigurgeirsdóttir
Bjarni Egilsson Páll Dagbjartsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Ársþing SSNV. 11 aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Gunnar Bragi Sveinsson Íris Baldvinsdóttir
Þórdís Friðbjörnsdóttir Elinborg Hilmarsdóttir
Einar E. Einarsson Einar Gíslason
Sigurður Árnason Hrund Pétursdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Vanda Sigurgeirsdóttir
Snorri Styrkársson Ólafur Sindrason
Bjarni Egilsson Gísli Sigurðsson
Páll Dagbjartsson María Lóa Friðjónsdóttir
Sigríður Björnsdóttir Jón Sigurðsson
Bjarni Jónsson Gísli Árnason
Sveitarstjóri Staðgengill sveitarstjóra
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Katrín María Andrésdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Einn aðalmaður og einn til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Sigurður Árnason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Aðal- og hluthafafundir Skagafjarðarveitna.
Níu aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Gunnar Bragi Sveinsson Íris Baldvinsdóttir
Þórdís Friðbjörnsdóttir Elinborg Hilmarsdóttir
Einar E. Einarsson Einar Gíslason
Sigurður Árnason Hrund Pétursdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Vanda Sigurgeirsdóttir
Bjarni Egilsson Sigríður Björnsdóttir
Páll Dagbjartsson Gísli Sigurðsson
Katrín María Andrésdóttir María Lóa Friðjónsdóttir
Bjarni Jónsson Gísli Árnason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Húsnæðissamvinnufélag Skagafjarðar. Einn fulltrúi og annar til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Guðrún Sighvatsdóttir Anna Kristín Gunnarsd.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjaranefnd. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Gunnar Bragi Sveinsson
Bjarni Egilsson Páll Dagbjartsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Starfsmenntunarsjóður. Einn aðalmaður og annar til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmaður Varamaður
Unnur Sævarsdóttir Svanhildur Guðmundsd.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Almannavarnarnefnd. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Viggó Jónsson Páll Sighvatsson
María Lóa Friðjónsdóttir Eybjörg Guðnadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Stjórn Dvalarheimilis á Sauðá. Tveir fulltrúar.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn
Gestur Þorsteinsson
Jón Karlsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Þjónustuhópur aldraðra. Tveir fulltrúar.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn
Ásdís Garðarsdóttir
Þórunn Elfa Guðnadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Úttektarmenn. Tveir úttektarmenn og tveir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Eiríkur Loftsson Helgi Sigurðsson
Pétur Pétursson Einar Gíslason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Framkvæmdastjórn Byggðasögu. Einn aðalmaður, annar til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmaður Varamaður
Ásdís Sigurjónsdóttir Guðrún Helgadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Utanfarasjóður sjúkra í Skagafirði. Þrír fulltrúar
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn
Gunnar Jóhannesson
Jón Hallur Ingólfsson
Halldóra Helgadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Stjórn minningarsjóðs Þórönnu Gunnlaugsdóttur og Halldórs Jónssonar. Tveir aðalmenn, tveir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Haukur Ástvaldsson Hólmfr. Bergþ. Pétursd.
Örn A. Þórarinsson María Númadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Styrktarsjóður Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur. Tveir fulltrúar.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn
Elín Sigurðardóttir
Ólafur Sindrason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga. Þrír fulltrúar.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn
Stefán Guðmundsson
Ingibjörg Hafstað
Sigrún Alda Sighvats
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Samstarfsnefnd með Akrahreppi. Tveir fulltrúar og jafnmargir til vara
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Gunnar Bragi Sveinsson
Bjarni Egilsson María Lóa Friðjónsd.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Stjórn Menningarseturs Skagafjarðar í Varmahlíð.
Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Guðmann Tobiasson Ingimar Ingimarsson
Ásdís Sigurjónsdóttir Guðlaug Gunnarsdóttir
Þóra Björk Jónsdóttir Ingvar Guðnason
Arnór Gunnarsson Kristján Sigurpálsson
Gunnar Rögnvaldsson - Akrahreppur -
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Samvinnunefnd svæðisskipulags miðhálendis Íslands.
Einn aðalmaður, annar til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmaður Varamaður
Einar E. Einarsson Svanhildur Guðmundsd.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn Varamenn
Guðrún Sölvadóttir Guðrún Jóhannsdóttir
Sigríður Björnsdóttir Eybjörg Guðnadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Atvinnu- og ferðamálanefnd
Fram kom tillaga um varamann í stað Páls Dagbjartssonar:
Gísla Sigurðsson
Ekki kom önnur tilnefning og skoðast hann því rétt kjörinn.
Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
7. Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins
Mál nr: SV060346
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fylgir tillögunni úr hlaði, ber hana síðan upp til samþykktar, með áorðnum breytingum á samþykktum sveitarfélagins.
Samþykkt með 8 atkv.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
8. Tillaga um lækkun leikskólagjalda Mál nr: SV060348
Gunnar Bragi Sveinsson kynnir svohljóðandi tillögu:
"Vistunargjald, bæði almennt gjald og sérgjald, vegna leikskólavistunar barna í leikskólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar lækki um 20%."
Greinargerð:
“Um er að ræða endurflutning á tillögu frá því síðastliðið vor sem ekki fékk brautargengi. Vistunargjöld í leikskólum í Skagafirði eru áætluð 40,5 milljónir kr. á árinu 2006. Lækkun um 20% mun kosta sveitarfélagið á fjórðu milljón kr. á árinu 2006, en 8 milljónir á ársgrundvelli.
Sveitarfélagið Skagafjörður er í samkeppni við önnur sveitarfélög í landinu og reyndar einnig við önnur lönd um fólk. Sérstaklega eru sveitarfélög í samkeppni um unga fólkið sem er að velja sér búsetu. Undanfarin ár hefur hallað verulega á sveitarfélagið Skagafjörð en á árabilinu 1991-2005 fækkaði íbúum 20 ára og yngri um 20% í Sveitarfélaginu Skagafirði og á aldrinum 21-40 ára um 16,9%. Á sama tíma varð heildar íbúafækkun í sveitarfélaginu hins vegar 5,5%.
Undanfarna mánuði hafa sveitarfélög ýmist verið að lækka gjaldskrá sína eða stefna að því. Jafnvel eru dæmi þess að sveitarfélög stefni að gjaldfrjálsum leikskóla og hefur það þegar tekið gildi í a.m.k. einu sveitarfélagi. Ljóst er að sveitarfélagið Skagafjörður ræður ekki ferðinni í þessum efnum og til að Skagafjörður sé samkeppnishæfur búsetukostur í samkeppni við önnur sveitarfélög er nauðsynlegt að aðlaga vistunargjöld í leikskólum Skagafjarðar að því sem gerist annars staðar. Með þessari tillögu er lagt til að vistunargjöld á leikskólum í Skagafirði verði nálægt því sem gerist hjá Akureyrarbæ. Sem dæmi um þann mismun sem nú er fyrir hendi er að fullt vistunargjald á leikskólum Akureyrarbæjar fyrir 8,5 tíma vistun með mat er 23.392 kr. á meðan þau eru 28.549 kr. í Sveitarfélaginu Skagafirði. Með lækkun um 20% yrði leikskólagjald 24.032 kr. í Sveitarfélaginu Skagafirði.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson og Sigurður Árnason.
Til máls tók Bjarni Jónsson og leggur fram breytingartillögu. Við framkomna tillögu bætist:
“Stefnt skal að því að leikskólar í héraðinu verði gerði gjaldfrjálsir á næstu 4 árum.”
Bjarni Jónsson
Bjarni Egilsson tók til máls og lagði einnig fram breytingartillögu:
“Vistunargjald, bæði almennt gjald og sérgjald, vegna leikskólavistunar barna í leikskólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar lækki í áföngum næsta eitt og hálfa árið í formi aukinna systkinaafslátta, þannig að frá og með 1. janúar 2008 greiði hver fjölskylda aðeins fyrir eitt barn.”
Greinargerð:
“Ef Sveitarfélagið Skagafjörður vill standast samanburð við önnur sveitarfélög er lækkun leikskólagjalda í einhverju formi óhjákvæmileg, þó fjárhagslegt svigrúm sé afar lítið. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins teljum eðlilegt að þeir afslættir, sem gefnir verða í fyrstu lotu til lækkunar leikskólagjalda, verði nýttir til að létta á þeim fjölskyldum sem mestar byrðar þurfa að bera. Tekjur aukast ekki í hlutfalli við fjölda barna í fjölskyldu og þegar þau eru orðin tvö eða fleiri er kostnaður við vistun á leikskóla orðinn verulega íþyngjandi fyrir venjulegt launafólk og að ekki sé talað um einstæða foreldra. Flöt lækkun leikskólagjalda um 20% kemur takmarkað til móts við þá sem mestur þungi hvílir á.
Þess vegna teljum við meiri sanngirni, að fyrst sé lögð áhersla á að létta greiðslubyrðina hjá fjölskyldum með fleiri en eitt barn.
Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir.
Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs, þá Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Katrín María Andrésdóttir og leggur til að framkomnum tillögum verði vísað til næsta fundar byggðarráðs. Þá talaði Gunnar Bragi Sveinsson og leggur til að breytingartillögu fulltrúa Sjálfstæðismanna verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Páll Dagbjartsson talaði, fleiri ekki.
Tillaga Katrínar Maríu Andrésdóttur um að vísa tillögunum til næsta fundar byggðarráðs felld með 5 atkv. gegn 3.
Breytingartillaga Bjarna Jónssonar borin undir atkvæði.
Tillagan samþykkt með 6 atkv. 1 á móti.
Páll Dagbjartsson tekur til máls og gerir grein fyrir mótatkvæði sínu.
“Ég greiði atkvæði á móti tillögu fulltrúa Vg., þar sem ég tel gjaldfrjálsan leikskóla ofviða fjárhag Sveitarfél. Skagafj. sem flestra annarra sveitarfélaga á landinu, nema til komi tekjustofnar frá ríkinu.”
Katrín María Andrésdóttir leggur fram bókun:
“Ég legg áherslu á að koma fyrst til móts við þá sem mesta hafa greiðslubyrðina vegna leikskólagjalda. Eigi að koma til þess að leikskólar verði gjaldfrjálsir er nauðsynlegt að horfa til aukinnar kostnaðarþátttöku ríkisins.”
Katrín María Andrésdóttir
Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar um vísan breytingartillögu Sjálfstæðisflokks til gerðar fjárhagsáætlunar samþykkt með 9 atkv.
Tillaga fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingar um lækkun leikskólagjalda, borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkv.
9. Tillaga um fjármögnun verkefna Mál nr: SV060350
Tillaga um fjármögnun framkvæmda:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela byggðarráði að koma með tillögur um hvernig megi fjármagna framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á sem hagkvæmastan hátt s.s. skólabyggingar. Nefndin skili tillögum sínum fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar".
Greinargerð: Í janúar var skipuð nefnd allra flokka til að koma með tillögur að fjármögnum næstu áfanga Árskóla. Sú nefnd skilaði ekki af sér. Ljóst er að framkvæmdaþörf sveitarfélagsins á næstu árum er umtalsverð. Nauðsynlegt er því að leita allra leiða til að fjármagna þær framkvæmdir sem farið verður í, á sem allrahagkvæmastan hátt.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar Einarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason.
Til máls tóku Sigurður Árnason, Bjarni Egilsson.
Þá Bjarni Jónsson, sem óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar og leggur fram bókun:
“Vg leggur áherslu á að ráðist verði sem fyrst í stækkun Árskóla og framkvæmdin sé unnin í einum áfanga og á vegum sveitarfélagsins. Einnig þarf að huga að öðrum brýnum verkefnum.
Vg hafnar öllum hugmyndum um einkavæðingu og einkaframkvæmdir við uppbyggingu eða rekstur skóla. Vg telur það hlutverk Byggðarráðs ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins og öðrum sérfræðingum sem það kallar til að annast undirbúning verka, þar á meðal að finna hagkvæmustu leið fyrir Sveitarfélagið til að fjármagna brýnar framkvæmdir við Árskóla. Það orkar því tvímælis hvort þörf sé á tillögu sem þessari.”
Bjarni Jónsson.
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls, þá Bjarni Egilsson, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Jónsson, Páll Dagbjartsson,
Tillaga fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingar um fjármögnun framkvæmda borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkv.
10. Um störf sveitarstjórnar – Páll Dagbjartsson
Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs og velti fyrir sér ýmsum þáttum í sambandi við sveitarstjórnarfundi, boðun þeirra, starfshætti á fundum, ritun fundargerða o.fl.
Ber fram formlega ósk um að fá að hitta forseta og fyrsta varaforseta að þessum fundi loknum til að ræða þessi mál nánar.
Báðir aðilar samþykktu að verða við þeirri ósk.
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls, þá Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12,30. Engilráð M. Sigurðard., ritari fundargerðar