Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Fundur 188
24. ágúst 2006
Ár 2006, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Íris Baldvinsdóttitr, Páll Dagbjartsson, Sigurður Árnason, Katrín María Andrésdóttir,
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir forseti sveitarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna einnig bauð hún Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra velkominn til starfa.
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | 060822 Byggðarráð | Mál nr. FS060014 |
Fundargerð frá 22. ágúst 2006 í sex dagskrárliðum.
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerðina. Til máls tók Gísli Árnason sem lagði fram svohljóðandi bókun: #GLUndirritaður lýsir yfir ánægju með þann áfanga að þekkingarsamfélaginu í Skagafirði, sem stofnun Gagnaveitu Skagafjarðar er. Skagafjarðarveitur ehf hafa unnið af krafti að málinu síðastliðinn vetur og mikilvægt að hraða sem kostur er að koma upp háhraða netsambandi um héraðið. Gísli Árnason, Vg -Skagafirði.#GL Síðan tóku til máls Gunnar Bragi Sveinsson og Katrín María Andrésdóttir.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. | 060817 Atvinnu- og ferðamálanefnd | Mál nr. FS060015 |
Fundargerð frá 17. ágúst 2006 í átta dagskrárliðum.
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Katrín María Andrésdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 4. og 6. liðar fundargerðarinnar.
3. | 060821 Fræðslunefnd | Mál nr. FS060020 |
Fundargerð frá 21. ágúst 2006 í þremur dagskrárliðum.
Sigurður Árnason kynnti fundargerðina og bar upp eftirfarandi tillögu: #GLSveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að þegar grunnskólar sveitarfélagsins taka við nemendum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum, eigi lögheimilissveitarfélagið að greiða raunkostnað fyrir námsdvöl barnsins í viðkomandi skóla.
Næst tóku til máls Katrín María Andrésdóttir, Páll Dagbjartsson,
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Gísli Árnason greiddi ekki atkvæði.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. | 060821 Menningar- og kynningarnefnd | Mál nr. FS060016 |
Fundargerð frá 21. ágúst 2006 í þremur liðum.
Engin kvaddi sér hljóðs um fundargerðina.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. | 060821 Skipulags- og bygginganefnd | Mál nr. FS060017 |
Fundargerð frá 21. ágúst 2006. Fundargerðin er í 15 liðum.
Páll Dagbjartsson kynnti fundargerðina og lagði fram svohljóðandi tillögu vegna 8. liðar fundargerðarinnar: #GLSveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela byggðarráði að yfirfara alla samninga og samþykktir er varða eignina Skarðsá í Sæmundarhlíð, með það í huga að samræmi sé gætt í afgreiðslu allra erinda sem berast sveitarstjórn varðandi eign þessa.”
Síðan tóku til máls Gunnar Bragi Sveinsson,
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Katrín María Andrésdóttir og Gísli Árnason óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu 8. liðar fundargerðarinnar.
6. | Kjör fulltrúa á ársþing SSNV | Mál nr. FS060018 |
Tillaga um að Úlfar Sveinsson verði varafulltrúi Bjarna Jónssonar á ársþingi SSNV.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
7. | Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga | Mál nr. SV060410 |
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 21. ágúst 2006, þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa frá sveitarfélaginu í samsstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga um málefni lögreglunnar sbr. 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir bar upp tillögu um að
Tillagan samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar | |||
8. | Fundargerðir byggðarráðs 4. júlí - 15. ágúst 2006 | Mál nr. FS060019 |
9. | Fundargerðir eignasjóðs 4. júlí - 15. ágúst 2006 | Mál nr. SV060411 |
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:05
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
Íris Baldvinsdóttitr | |
Páll Dagbjartsson | Sigurður Árnason |
Katrín María Andrésdóttir | |
Bjarni Egilsson | Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir |
Gunnar Bragi Sveinsson | Gísli Árnason |