Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

196. fundur 14. desember 2006
 
 
Fundur  196
14. desember 2006
 
Ár 2006, fimmtudaginn 14. desember kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í  Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Páll Dagbjartsson, Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Einar Eðvald Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Sigurðsson
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Baðst hann velvirðingar á því að fundi seinkaði um 15 mínútur vegna tæknilegra örðugleika. Óskaði hann eftir afbrigðum á dagskrá þar sem bætt er inn í dagskrá fundargerð landbúnaðarnefndar frá 14. desember 2006.  Samþykkt samhljóða.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
371. fundur byggðaráðs, 5. desember 2006.
 
 
Mál nr. SV060658
 
 
Fundargerðin er í 9 liðum.
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.  Til máls tóku Páll Dagbjartsson og Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
2.
372. fundur byggðaráðs, 12. desember 2006.
 
 
Mál nr. SV060659
 
 
Fundargerðin er í 2 liðum.
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.  Til máls tóku Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
 
Forseti bar upp tillögu um að vísa fyrri lið fundargerðarinnar til 4. liðar dagskrár og það samþykkt samhljóða.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
3.
061205 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV060660
 
 
Fundargerðin er í 3 liðum.
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.  Enginn kvaddi sér hljóðs.
 
Forseti bar upp tillögu um að vísa 2. lið fundargerðarinnar til 4. liðar dagskrár og það samþykkt samhljóða.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
4.
061128 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060661
 
 
Fundargerðin er í 6 liðum.
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Til máls tóku Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir með leyfi varaforseta, Bjarni Egilsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Páll Dagbjartsson, Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Páll Dagbjartsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir með leyfi varaforseta, fleiri ekki.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
5.
061205 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060662
 
 
Fundargerðin er 1 liður.
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.  Enginn kvaddi sér hljóðs.
 
Forseti bar upp tillögu um að vísa eina lið fundargerðarinnar til 4. liðar dagskrár og það samþykkt samhljóða.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
6.
061211 Fræðslunefnd 12
 
 
Mál nr. SV060663
 
 
Fundargerðin er í 8 liðum.
Sigurður Árnason kynnti fundargerð.  Til máls tóku Bjarni Jónsson og Sigurður Árnason, fleiri ekki.
 
Forseti bar upp tillögu um að vísa liðum 1, 3, 4, 5 og 7 fundargerðarinnar til 4. liðar dagskrár og það samþykkt samhljóða.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
7.
061004 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV060647
 
 
Fundargerðin er í 2 liðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerð.  Til máls tók Bjarni Jónsson sem leggur fram svohljóðandi tillögu vegna annars liðar fundargerðarinnar:
#GLSveitarstjórn samþykkir að látin verði koma til framkvæmda samhljóða samþykkt síðustu sveitarstjórnar um að skipaður verði starfshópur fulltrúa allra flokka sem aðild eiga að sveitarstjórn, sem vinna mun að endanlegri markaðs- og kynningaráætlun fyrir Skagafjörð ásamt sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs. Með því móti má skapa breiða sátt um hvernig héraðið verður kynnt. Markmið sveitarstjórnar með þessari vinnu allri verði að kynna fjölbreytta kosti og möguleika héraðsins með heildstæðum hætti. Tilnefnt verði í starfshópinn á næsta fundi sveitarstjórnar.#GL
 
Síðan tóku til máls Gunnar Bragi Sveinsson, Páll Dagbjartsson, Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir með leyfi varaforseta, Bjarni Jónsson og fleiri ekki.
 
Tillaga Bjarna Jónssonar borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.
 
Bjarni Jónsson óskaði eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu og bar fram svohljóðandi bókun:
#GLSíðasta sveitarstjórn lagði áherslu á að sköpuð yrði sem breiðust og þverpólitísk sátt um það hvernig staðið yrði að hinum ýmsu þáttum kynningarátaks fyrir Skagafjörð. Því var samþykkt að skipaður yrði starfshópur fulltrúa allra framboða sem aðild ættu að sveitarstjórn, sem vinna myndi að endanlegri framsetningu kynningarefnis með sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs. Undirritaður mótmælir því harðlega þeim vinnubrögðum sem nýr meirihluti Samfylkingar og Framsóknar er hér að innleiða, þar sem fulltrúum eins flokks, Vg er meinuð aðkoma að umfjöllun um kynningu héraðsins. Þessi valdníðsla er á engan hátt í samræmi við yfirlýsingar forkólfa meirihlutaflokkanna sem láta liggja að því í orði kveðnu að þeir vilji sem mest samstarf þeirra flokka sem aðild eiga að sveitarstjórninni.#GL
 
Páll Dagbjartsson tók til máls um fundarsköp.
 
Forseti gerði fundarhlé kl. 17:40 - Fundi fram haldið kl. 17:47.
Forseti gerir ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson hafi lagt fram bókun og síðan komið í pontu og gert grein fyrir atkvæði sínu.  Gaf hann öðrum fundarmönnum kost á að gera grein fyrir sínu atkvæði, svo jafnræðis verði gætt.  Næst tók til máls Gunnar Bragi Sveinsson sem leggur fram svohljóðandi bókun meirihlutans:
#GLMeirihlutinn telur ekki ástæðu til að skipa sérstakan starfshóp um markaðs- og kynningaráætlun þar sem þetta verkefni hefur verið falið fastanefndum, annarsvegar menningar- og kynningarnefnd og hinsvegar atvinnu- og ferðamálanefnd.#GL
 
Fleiri tóku ekki til máls.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Bjarni Jónsson óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn lið 2 í fundargerðinni.
 
 
 
 
8.
061206 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV060664
 
 
Fundardagskrá er í 6 liðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.  Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir og Bjarni Jónsson sem óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar, þar sem úthlutuð framlög til félagsheimila sem hér greinir eru lægri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.  Næst tók til máls Gunnar Bragi Sveinsson sem óskar bókað:
#GLFjárhagsáætlun 2006 gerði ráð fyrir 7.163 þús.kr. til styrkja til félagsheimila.  Búið er að úthluta 7.150 þús.kr. til styrkja til félagsheimila á þessu ári og var það gert í samræmi við fjárhagsáætlun.  Fjárhagsáætlun 2006 var unnin af og samþykkt af meirihluta Vgrænna og Sjálfstæðisflokks og teljum við að úthlutað hafi verið í samræmi við þá stefnu enda var megninu úthlutað í valdatíð þessara flokka. Að vísu er það rétt að það munar heilum 13 þús. krónum á fjárhagsáætlun og úthlutun, 13 þús krónur sem fulltrúar Vgrænna vilja meina að séu verulegar áherslubreytingar núverandi meirihluta í málefnum félagsheimilanna.
Hins vegar varð áherslubreyting milli árana 2005 og 2006 er meirihluti VG og Sjálfstæðisflokks skerti framlagið um uþb.11#PR milli ára.#GL
 
Þá tók til máls Bjarni Jónsson sem óskar bókað: #GLÞegar sýningarbúnaður, textavél fyrir Bifröst að upphæð 1.800 þús.kr. var keypt var ráð fyrir því gert að þeim kaupum yrði mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar, en það ekki látið bitna á hefðbundnum framllögum til einstakra félagsheimila.  Meirihlutinn er því hér með undanbrögð.#GL
 
Næst tók til máls Sigurður Árnason og fleiri ekki.
 
Fundargerðin hefur sex dagskrárliði en afgreiðslur eru við fjóra.  Afgreiðslu dagskrárliða 5 og 6 frestað en fundargerðin borin upp til samþykktar að öðru leiti og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
9.
061212 Skipulags- og byggingarnefnd f.114
 
 
Mál nr. SV060666
 
 
Fundargerðin er í 12 liðum.
Einar Einarsson skýrði fundargerð.  Til máls tóku Bjarni Jónsson sem óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar og leggur fram svohljóðandi bókun:
#GLÞar sem fulltrúar VG eru útilokaðir frá starfi byggingarnefndar Menningarhúss sit ég hjá við afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar þar sem breytingar á áður samþykktum teikningum vegna niðurskurðar voru til umfjöllunar.#GL
 
Fleiri tóku ekki til máls.
 
Forseti bar upp tillögu um að vísa fyrsta lið fundargerðarinnar til 4. liðar dagskrár og lið 2 til 5. liðar dagskrár og það samþykkt samhljóða.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
10.
061207 Umhverfis- og samgöngunefnd 7. fundur
 
 
Mál nr. SV060665
 
 
Fundargerðin er í 9 liðum.
Þórdís Friðbjörnsdóttir skýrði fundargerð.  Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Guðmundur Guðlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir,  Bjarni Jónsson sem leggur fram svohljóðandi bókun:
#GLÁnægjulegt er að sjá að nefndin er sammála undirrituðum um að það yrði jákvætt skref ef reglubundnir strandflutningar hæfust aftur um Sauðárkrókshöfn þó að það hafi tekið hana fremur langan tíma að komast að þeirri niðurstöðu. Vegna afgreiðslu tillögunar þar sem fremur er vísað til framsetningar en innihalds hennar, er ítrekað mikilvægi þess að sveitarfélagið og yfirstjórn Sauðárkrókshafnar sýni frumkvæði í þessu máli því það kann að ráða nokkru um niðurstöðuna. Nýlega hefur komið fram í fréttum að Atlantsskip hyggist hefja strandflutninga norður um land og allt til Húsavíkur frá og með næstu áramótum. Það er hins vegar að því gefnu að þeir fái nægilega góðar undirtektir á þeim stöðum sem þeir hafa áhuga á að sigla til, en Sauðárkrókur er einn þeirra staða.#GL
 
Næst tók til máls Einar Einarsson og fleiri ekki.
 
Forseti bar upp tillögu um að vísa 1., 2. og 8. lið fundargerðarinnar til 4. liðar dagskrár og það samþykkt samhljóða.
 
Forseti bar sérstaklega upp 7. lið fundargerðarinnar, samning við Ó.K. Gámaþjónustu um rekstur #GLsöfnunarstövar#GL (gámastöðvar) og var hann samþykktur samhljóða.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
11.
061214 Landbúnaðarnefnd
 
 
Mál nr. SV060672
 
 
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Einar Einarsson kynnti fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs.
 
Forseti bar upp tillögu um að vísa fyrri lið fundargerðarinnar til 4. liðar dagskrár og það samþykkt samhljóða.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.