Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

203. fundur 12. apríl 2007
 
 
Fundur  203 - 12. apríl 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 12. apríl kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Íris Baldvinsdóttir, Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir og Bjarni Jónsson.
 
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
385. fundur byggðaráðs, 27. mars 2007.
 
 
Mál nr. SV070218
 
Fundargerðin er í 12 liðum.  Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Egilsson og Guðmundur Guðlaugsson, fleiri ekki.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 6. liðar.
 
 
 
2.
386. fundur byggðaráðs, 3. apríl 2007.
 
 
Mál nr. SV070219
 
Fundargerðin er í 7 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson og Guðmundur Guðlaugsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
3.
070327 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070220
 
Fundargerðin er í 4 liðum.  Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
4.
070403 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070221
 
Fundargerðin er í 5 liðum.  Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
5.
070323 Fræðslunefnd 20
 
 
Mál nr. SV070222
 
Fundargerðin er 1 liður.  Sigurður Árnason kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
6.
070330 Landbúnaðarnefnd
 
 
Mál nr. SV070223
 
Fundargerðin er í 3 liðum.  Sigríður Björnsdóttir kynnti fundargerðina.
Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
7.
070404 Landbúnaðarnefnd
 
 
Mál nr. SV070224
 
Fundargerðin er í 3 liðum.  Sigríður Björnsdóttir kynnti fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
8.
070329 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV070225
 
Fundargerðin er í 7 liðum.  Páll Dagbjartsson kynnti fundargerð.
Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Liður 3. Reglur um vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
9.
070403 - 120.f Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV070226
 
Fundargerðin er í 12 liðum.  Páll Dagbjartsson kynnti fundargerð.
Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
10.
070327 Umhverfis- og samgöngunefnd
 
 
Mál nr. SV070227
 
Fundargerðin er í 6 liðum.  Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
11.
Tillaga fyrir sveitarstjórn skipulag apríl 2007
 
 
Mál nr. SV070228
 
 
Til máls tók Bjarni Egilsson og lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd sveitarstjórnarfulltrúa VG og Sjálfstæðisflokks:
#GLSveitarstjórn samþykkir að til þess að flýta fyrir samþykkt aðalskipulags fyrir Skagafjörð verði horfið frá þeirri ætlan að hafa Villinganesvirkjun inni á tillögu að aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið. Einnig verði skipulagi á svæðum sem tengjast hugmyndum virkjun við Skatastaði frestað.
 
Sveitarstjórnarfulltrúar VG og Sjálfstæðisflokks benda á að unnið hefur verið að aðalskipulaginu í á annan áratug og mjög brýnt er orðið að fyrir liggi staðfest aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Með því að gera ekki ráð fyrir Villinganesvirkjun og  fresta skipulagi á svæðum sem tengjast hugmyndum um Skatastaðavirkjun er hægt að einfalda og flýta afgreiðslu aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.
 
Fyrir liggur  að mikil andstaða   er gegn Villinganesvirkjun. Sama er einnig að segja  um virkjun við Skatastaði, en rannsóknir og áætlanir um þá virkjun eru mun  skemmra á veg komnar.  Búast má við miklum athugasemdum við skipulagstillöguna með þessa virkjunarkosti inni á aðalskipulagi og að ákvörðunarferlið eigi að óbreyttu eftir að lengjast verulega.#GL
 
Bjarni Jónsson
Bjarni Egilsson,
Páll Dagbjartsson
Sigríður Björnsdóttir
 
Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og leggur fram eftirfarandi breytingartillögu  meirihluta sveitarstjórnar:
“Sveitarstjórn samþykkir að í tillögu að aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð, sem nú er unnið að, verði frestað  skipulagningu þeirra svæða sem ætluð hafa verið fyrir Skatastaða- og Villinganesvirkjanir sbr. heimildarákv. í 20. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997.” 
 
Greinargerð:
 
Fram hafa komið nýjar hugmyndir, sem nú er unnið að rannsóknum á, er gera ráð fyrir breyttri hönnun mögulegra virkjana í Skagafirði. Þær hugmyndir, ef af yrði, þýða mun minni áhrif á náttúru og ferðaþjónustu á svæðinu. Verði þessar hugmyndir að veruleika er horft til þess að hvorug virkjunin verði samkvæmt núverandi útfærslum.
 
Tryggja verður að nýtingarréttur á umræddum svæðum verði í höndum Skagfirðinga og einungis valdir þeir kostir sem efla atvinnu og mannlíf innan héraðs. Þá er það vilji meirihlutans að unnið verði að því að nýtingarréttur jökulánna verði alfarið í höndum heimamanna og tekið er undir þá hugmynd að eignarhald Héraðsvatna hf verði alfarið í höndum Skagfirðinga. Frestun skipulagningar á umræddum svæðum styður við baráttu heimamanna fyrir nýtingarréttinum á vatnasvæðinu í heild.
 
Ákvarðanir um nýtingu á Jökulánum í Skagafirði og Héraðsvötnum verða aðeins teknar að undangengnum víðtækum rannsóknum og almennri upplýstri umræðu um kosti og galla nýtingarmöguleika, þar sem leitað verði álits íbúa Skagafjarðar.
 
Bjarni Egilsson óskar eftir að gert verði fundarhlé kl. 17:23 sem forseti góðfúslega veitti.  Fundi fram haldið kl. 17:26.
 
Til máls tóku Bjarni Egilsson og Bjarni Jónsson sem óskar bókað:
“VG í Skagafirði hefur lagst alfarið gegn því að Jökulsánum í Skagafirði, sem svo mjög móta ásýnd og ímynd héraðsins verði fórnað og er andvígt því að gert sé ráð fyrir Villinganesvirkjun eða Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi Skagafjarðar. VG hefur ennfremur gert tillögur um friðlýsingu Jökulsánna og vistvæna landnýtingu.
 
Það eina sem enþá hindrar framkvæmdir við Villinganesvirkjun er formleg heimild sveitarstjórna í Skagafirði fyrir virkjuninni. Það er því mjög alvarleg ákvörðun að gera ráð fyrir henni á aðalskipulagi. Þó undirbúningur Skatastaðavirkjunar sé skemmra á veg kominn felst mikil hætta í því að gera ráð fyrir henni á skipulagi því krafa mun verða gerð á að fá orku þeirrar virkjunar fyrir álver í fullri stærð á Bakka við Húsavík. Einnig er ljóst að kanna þarf  aðra valkosti í framtíðar landnýtingu  svæða sem fórnað yrði vegna Skatastaðvirkjunar þ.m.t. með tilliti til friðlýsingar og ferðaþjónustu og rannsaka frekar náttúrufar  og áhrif breytinga á þessu vatnsföllum  á land og lífríki alls vatnasvæðisins til sjávar þ.m.t. landrof við bakka og ósa Héraðsvatna. 
 
Með þeirri tillögu sem hér er flutt um að fresta skipulagi á svæðum sem tengjast hugmyndum um Skatastaðavirkjun og  gera ekki ráð fyrir Villinganesvirkjun á aðalskipulagi er hægt að einfalda og flýta afgreiðslu aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Það er orðið mjög brýnt að ljúka gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og er sú tillaga sem hér er flutt góð leið til að ná sátt um framgang aðalskipulagsvinnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
 
Bjarni Jónsson”
 
Næst tóku til máls Sigurður Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, Páll Dagbjartsson, fleiri ekki.
 
Breytingartillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Bjarni Jónsson situr hjá við afgreiðsluna og kom í pontu, gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram svohljóðandi bókun:
“Það er ánægjulegt að tillaga VG og Sjálfstæðisflokks hafi stuðlað að hugarfarsbreytingu hjá meirihlutanum og að hann skuli nú stíga skref í rétta átt þó hann vilji ekki útiloka virkjanir í Jökulsánum.
Hins vegar getur VG aldrei fallist á annað en að öllum hugmyndum um Villinganesvirkjun sé hafnað og er andvígt virkjunum í jökulsám Skagafjarðar.  Horfa þarf til annarrar framtíðar fyrir Jökulsárnar og náttúru þeirra.  Því sit ég hjá við afgreiðslu tillögunnar.”
 
Ný aðaltillaga lögð fram:
“Sveitarstjórn samþykkir að í tillögu að aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð, sem nú er unnið að, verði frestað  skipulagningu þeirra svæða sem ætluð hafa verið fyrir Skatastaða- og Villinganesvirkjanir sbr. heimildarákv. í 20. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997.”
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum Bjarni Jónsson situr hjá við afgreiðsluna og vísar í fyrri bókun.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
12.
070329 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV070229
 
Fundargerðin er í 6 liðum.
 
 
 
 
13.
070315 FNV skólanefnd
 
 
Mál nr. SV070200
 
Fundargerðin er í 7 liðum.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 17:52
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar