Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Fundur 204
30. apríl 2007
Ár 2007, mánudaginn 30. apríl kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Mætt voru: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Einar Einarsson, Sigurður Árnason,
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | 387. fundur byggðaráðs, 11. apríl 2007. | Mál nr. SV070236 |
Fundargerðin er í 13 liðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerð. Til máls tók Páll Dagbjartsson fleiri ekki.
Tillaga um nýtt skipurit stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu. Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Framsókarflokks og Samfylkingar. Gísli Árnason (VG) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. | 388. fundur byggðarráðs, 26. apríl 2007 | Mál nr. SV070253 |
Fundargerð er í 15 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Samþykkt samhljóða að vísa 1. lið fundargerðarinnar, (Ársreikningur 2006) til 4. liðar dagskrár.
Samþykkt samhljóða að vísa 7. lið fundargerðarinnar, (Alþingiskosningar 2007) til 2. liðar dagskrár.
Samþykkt samhljóða að vísa 9. lið fundargerðarinnar, (Íþróttamiðstöð á Sauðárkróki) til liðar 1.3 í dagskránni - fundargerð félags- og tómstundanefndar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða
3. | 070417 Atvinnu- og ferðamálanefnd | Mál nr. SV070237 |
Fundargerðin er í 3 liðum. Bjarni Egilsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gísli Árnason og Bjarni Egilsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. | 070423 Félags- og tómstundanefnd | Mál nr. SV070238 |
Fundargerðin er í 4 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
1. liður fundargerðarinnar borinn sérstaklega upp til afgreiðslu; tillaga um stofnun Íþróttamiðstöðvar á Sauðárkróki. Samþykkt með 8 atkvæðum. Gísli Árnason (VG) óskar bókað að hann sitji hjá.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. | 070416 Menningar- og kynningarnefnd | Mál nr. SV070239 |
Fundargerðin er í 4 liðum. Páll Dagbjartsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gísli Árnason og Páll Dagbjartsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt
6. | 070417 - 121.f Skipulags- og byggingarnefnd | Mál nr. SV070240 |
Fundargerðin er í 14 liðum. Einar Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
7. | 070416 Umhverfis- og samgöngunefnd 12 | Mál nr. SV070241 |
Fundargerðin er í 4 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
8. | Alþingiskosningar 12. maí 2007 Kjörskrá og kjördeildir | Mál nr. SV070248 |
Erindi vísað frá byggðaráði, 388. fundi dags. 26. apr. 2007.
a) Borin upp tillaga um að kjördeildir verði á eftirtöldum stöðum:
Félagsheimilið Skagasel, Bóknámshús FNv, Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn Sólgörðum og Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki.
Samþykkt samhljóða.
b) Kosning fulltrúa í undirkjörstjórn á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Pétur Pétursson Ásta Pálmadóttir
Björn Björnsson Gunnar Steingrímsson
Jón Karlsson Karl Bjarnason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
c) Lögð fram kjörskrá fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð vegna alþingiskosninga 12. maí 2007. Á kjörskrá eru samtals 3.001.
Sveitarstjórn staðfestir kjörskrána eins og hún liggur fyrir og felur sveitarstjóra að undirrita hana og leggja fram.
9. | Ársreikningur 2006 – fyrri umræða | Mál nr. SV070250 |
Erindi vísað frá byggðaráði, 388. fundi dags. 26. apr. 2007.
Fyrri umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2006.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Tillaga um að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar | |||
10. | 070403 Skagafjarðarveitur | Mál nr. SV070242 |
11. | 070420 Skagafjarðarveitur | Mál nr. SV070243 |
12. | SSNV stjórnarf. 070219 | Mál nr. SV070244 |
13. | SSNV stjórnarf. 070305 | Mál nr. SV070245 |
14. | SSNV stjórnarf. 070329 | Mál nr. SV070246 |
15. |