Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 211 - 18. september 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 18. september kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Gísli Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá.
Fundargerðin er í 5 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnir hana.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 4. liðar.
Fundargerðin er í 5 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnir.
Til máls tók Bjarni Jónsson og leggur fram bókun varðandi 3. lið fundargerðarinnar:
„Ég lýsi ánægju með skjót viðbrögð við ábendingum mínum á síðasta sveitarstjórnarfundi þess efnis að hleypa bæri eldri borgurum aftur inn í félagsheimilið Ljósheima með starfsemi sína þar sem önnur aðstaða væri ekki enn til reiðu. Eldri borgarar höfðu verið á hrakhólum eftir að þeim var tjáð í sumar að þeir fengju ekki frekari afnot af Ljósheimum.“
Bjarni Jónsson VG
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Liður 3, Samningur milli Félagsheimilisins Ljósheima og Félagsþjónustu Skagafjarðar, borinn upp sérstaklega og samþykktur samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er 5 dagskrárliðir. Gunnar Bragi Sveinsson kynnir.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnir fundargerðina, sem er 9 dagskrárliðir.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Síðan Bjarni Jónsson, sem lagði fram bókun varðandi 8. lið:
„Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykktur samningur við Árskóla um rekstur Íþróttahússins á Sauðárkróki á skólatíma. Góð markmið en heildstæðar útfærslur skorti. Jafnframt kom fram að UMF Tindastóll myndi að öllum líkindum taka að sér rekstur íþróttahússins frá kl. 16,00 virka daga og um helgar. Annað hefur nú komið á daginn. Því miður er að koma betur og betur í ljós hvað málið er í heild illa undirbúið. Umsjón og gæsla í íþróttahúsinu utan skólatíma er í ólestri þannig að aukin slysahætta getur hlotist af, ásamt því að gæta þarf betur að þeim verðmætum sem eru í húsinu. Þá er margt óljóst um starfsmannahald og hvað margvíslegar breytingar á rekstrarþáttum, ekki síst vinnufyrirkomulagi og launakostnaði, munu hafa í för með sér. Kallað var eftir kostnaðarmati vegna fyrirhugaðra breytinga en meirihluti sveitarstjórnar hafnaði því að slíkir útreikningar færu fram og kaus fremur að renna blint í sjóinn. Ótækt er að óvissa ríki um rekstur íþróttahússins og að starfsemi þar sé í uppnámi. Nú þegar þarf að grípa til aðgerða til að koma rekstri og umsjón íþróttahússins í viðunandi horf.“
Bjarni Jónsson VG
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram bókun frá fulltrúum meirihlutans:
„Málflutningur sveitarstjórnarfulltrúa VG er til skammar. Vitnað er í ónafngreinda heimildamenn, slegið um sig með fullyrðingum um að notendur íþróttahússins séu í hættu, að starfsemin sé í uppnámi os.frv. Ekkert af þessu er rétt. Að okkar mati er vegið að starfsmönnum sveitarfélagins með ósanngjörnum og órökstuddum hætti með slíkum málflutningi.“
Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar.
Þá talaði Bjarni Jónsson og lagði fram bókun:
„Viðbrögð meirihlutans gera ekki annað en að undirstrika það klúður sem rekstur og starfsemi íþróttahússins eru komin í af þeirra völdum. Aumlegt er af hálfu fulltrúa meirihlutans að skýla sér á bak við starfsmenn sveitarfélagsins þegar þeirra eigin athafnir eða athafnaleysi er gagnrýnt.“
Bjarni Jónsson VG
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Einar E. Einarsson kynnir fundargerðina, sem er í 5 liðum.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnir fundargerðina, sem er 5 dagskrárliðir.
Leggur hún jafnframt til að 4. lið, er varðar erindi frá Héraðsbókasafni og Héraðsskjalasafni, verði vísað til Byggðarráðs.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Páll Dagbjartsson.
Þá Bjarni Jónsson og óskar bókað:
„Vegna efasemda um vinnubrögð nefndarinnar varðandi málefni Ljósheima og við uppsögn húsvarðar sit ég hjá við afgreiðslu 1. liðar.“
Því næst talaði Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Tillaga um að vísa 4. lið til byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Svo sem áður kom fram sat Bjarni Jónsson hjá við afgr. 1. liðar.
Einar E. Einarsson kynnir fundargerðina, sem er 25 dagskrárliðir.
Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Einar E. Einarsson kynnir fundargerðina, sem er 6 dagskrárliðir.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðina, sem er í 2 liðum, kynnir Gunnar Bragi Sveinsson.
Til máls tók Bjarni Jónsson og lagði fram bókun:
„Þar sem fulltrúar VG eru útilokaðir frá starfi nefndarinnar sit ég hjá við afgreiðslu fundargerða Byggingarnefndar menningarhússins Miðgarðs.“
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Svo sem áður er bókað situr Bjarni Jónsson hjá við afgreiðsluna.
Fundargerðina, sem er í 2 liðum, kynnir Gunnar Bragi Sveinsson.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Svo sem áður er bókað situr Bjarni Jónsson hjá við afgreiðsluna.
Lagt fram bréf, dags. 13.09.07, frá Vöndu Sigurgeirsdóttur, fulltrúa S-lista, þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í félags- og tómstundanefnd, ásamt öðrum störfum í þágu sveitarstjórnar frá og með 15. sept. 2007 í eitt ár, eða til 15. sept. 2008.
Var samþykkt samhljóða að verða við erindinu.
Breytingar fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum vegna leyfis Vöndu Sigurgeirsdóttur:
Guðrún Helgadóttir færist upp og verður 1. varamaður S-lista í Sveitarstjórn.
Þessir aðilar voru tilnefndir í nefndir, ráð og stjórnir:
Byggðaráð
Guðrún Helgadóttir, varam.
Félags- og tómstundanefnd
Sveinn Allan Morthens, aðalm.
Landsþing Samb.ísl. sveitarfél.
Guðrún Helgadóttir, varam.
Ársþing SSNV
Guðrún Helgadóttir, varam.
Aðal- og hluthafafundir Skagafjarðarveitna:
Guðrún Helgadóttir, varam.
Verkefnisstjórn sáttmála til sóknar í skólum í Skagaf.
Guðrún Helgadóttir, varam.
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Fundur 211 - 18. september 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 18. september kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Gísli Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá.
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | 401. fundur byggðaráðs, 6. september 2007. | Mál nr. SV070447 |
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 4. liðar.
2. | 402. fundur byggðaráðs, 13. september 2007. | Mál nr. SV070459 |
Til máls tók Bjarni Jónsson og leggur fram bókun varðandi 3. lið fundargerðarinnar:
„Ég lýsi ánægju með skjót viðbrögð við ábendingum mínum á síðasta sveitarstjórnarfundi þess efnis að hleypa bæri eldri borgurum aftur inn í félagsheimilið Ljósheima með starfsemi sína þar sem önnur aðstaða væri ekki enn til reiðu. Eldri borgarar höfðu verið á hrakhólum eftir að þeim var tjáð í sumar að þeir fengju ekki frekari afnot af Ljósheimum.“
Bjarni Jónsson VG
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Liður 3, Samningur milli Félagsheimilisins Ljósheima og Félagsþjónustu Skagafjarðar, borinn upp sérstaklega og samþykktur samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. | 070913 Atvinnu- og ferðamálanefnd | Mál nr. SV070465 |
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. | 070911 Félags- og tómstundanefnd | Mál nr. SV070460 |
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Síðan Bjarni Jónsson, sem lagði fram bókun varðandi 8. lið:
„Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykktur samningur við Árskóla um rekstur Íþróttahússins á Sauðárkróki á skólatíma. Góð markmið en heildstæðar útfærslur skorti. Jafnframt kom fram að UMF Tindastóll myndi að öllum líkindum taka að sér rekstur íþróttahússins frá kl. 16,00 virka daga og um helgar. Annað hefur nú komið á daginn. Því miður er að koma betur og betur í ljós hvað málið er í heild illa undirbúið. Umsjón og gæsla í íþróttahúsinu utan skólatíma er í ólestri þannig að aukin slysahætta getur hlotist af, ásamt því að gæta þarf betur að þeim verðmætum sem eru í húsinu. Þá er margt óljóst um starfsmannahald og hvað margvíslegar breytingar á rekstrarþáttum, ekki síst vinnufyrirkomulagi og launakostnaði, munu hafa í för með sér. Kallað var eftir kostnaðarmati vegna fyrirhugaðra breytinga en meirihluti sveitarstjórnar hafnaði því að slíkir útreikningar færu fram og kaus fremur að renna blint í sjóinn. Ótækt er að óvissa ríki um rekstur íþróttahússins og að starfsemi þar sé í uppnámi. Nú þegar þarf að grípa til aðgerða til að koma rekstri og umsjón íþróttahússins í viðunandi horf.“
Bjarni Jónsson VG
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram bókun frá fulltrúum meirihlutans:
„Málflutningur sveitarstjórnarfulltrúa VG er til skammar. Vitnað er í ónafngreinda heimildamenn, slegið um sig með fullyrðingum um að notendur íþróttahússins séu í hættu, að starfsemin sé í uppnámi os.frv. Ekkert af þessu er rétt. Að okkar mati er vegið að starfsmönnum sveitarfélagins með ósanngjörnum og órökstuddum hætti með slíkum málflutningi.“
Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar.
Þá talaði Bjarni Jónsson og lagði fram bókun:
„Viðbrögð meirihlutans gera ekki annað en að undirstrika það klúður sem rekstur og starfsemi íþróttahússins eru komin í af þeirra völdum. Aumlegt er af hálfu fulltrúa meirihlutans að skýla sér á bak við starfsmenn sveitarfélagsins þegar þeirra eigin athafnir eða athafnaleysi er gagnrýnt.“
Bjarni Jónsson VG
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. | 070911 Landbúnaðarnefnd | Mál nr. SV070461 |
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
6. | 070910 Menningar- og kynningarnefnd | Mál nr. SV070455 |
Leggur hún jafnframt til að 4. lið, er varðar erindi frá Héraðsbókasafni og Héraðsskjalasafni, verði vísað til Byggðarráðs.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Páll Dagbjartsson.
Þá Bjarni Jónsson og óskar bókað:
„Vegna efasemda um vinnubrögð nefndarinnar varðandi málefni Ljósheima og við uppsögn húsvarðar sit ég hjá við afgreiðslu 1. liðar.“
Því næst talaði Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Tillaga um að vísa 4. lið til byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Svo sem áður kom fram sat Bjarni Jónsson hjá við afgr. 1. liðar.
7. | 070906 -130.f Skipulags- og byggingarnefnd | Mál nr. SV070450 |
Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
8. | 070913 - 131.f Skipulags- og byggingarnefnd | Mál nr. SV070466 |
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
9. | 070906 Byggingarnefnd menningarhúss | Mál nr. SV070449 |
Til máls tók Bjarni Jónsson og lagði fram bókun:
„Þar sem fulltrúar VG eru útilokaðir frá starfi nefndarinnar sit ég hjá við afgreiðslu fundargerða Byggingarnefndar menningarhússins Miðgarðs.“
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Svo sem áður er bókað situr Bjarni Jónsson hjá við afgreiðsluna.
10. | 070913 Bygginganefnd menningarhúss | Mál nr. SV070468 |
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Svo sem áður er bókað situr Bjarni Jónsson hjá við afgreiðsluna.
11. | Erindi frá Vöndu Sigurgeirsdóttur | Mál nr. SV070469 |
Var samþykkt samhljóða að verða við erindinu.
12. | Endurtilnefningar í nefndir, ráð og stjórnir Sveitarfél. Skagafjarðar | Mál nr. SV070407 |
Guðrún Helgadóttir færist upp og verður 1. varamaður S-lista í Sveitarstjórn.
Þessir aðilar voru tilnefndir í nefndir, ráð og stjórnir:
Byggðaráð
Guðrún Helgadóttir, varam.
Félags- og tómstundanefnd
Sveinn Allan Morthens, aðalm.
Landsþing Samb.ísl. sveitarfél.
Guðrún Helgadóttir, varam.
Ársþing SSNV
Guðrún Helgadóttir, varam.
Aðal- og hluthafafundir Skagafjarðarveitna:
Guðrún Helgadóttir, varam.
Verkefnisstjórn sáttmála til sóknar í skólum í Skagaf.
Guðrún Helgadóttir, varam.
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Lagt fram til kynningar | |||
13. | 070706 Skagafjarðarveitur | Mál nr. SV070462 | |
14. | 070706 Skagafjarðarveitur aðalfundur | Mál nr. SV070463 | |
15. | 070904 Skagafjarðarveitur | Mál nr. SV070464 | |
16. | 070828 Heilbrigð |