Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

213. fundur 16. október 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  213 - 16. október 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 16. október kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í  Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Íris Baldvinsdóttir, Hrund Pétursdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Gísli Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson,
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
405. fundur byggðaráðs, 4. október 2007.
 
 
Mál nr. SV070503
 
Fundargerðin er í 11 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti hana.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
071002 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070504
 
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerðina, sem er í 7 liðum.
Til máls tók Bjarni Jónsson og leggur fram svofellda bókun vegna 6. liðar:
„Þó betur hefði mátt skilgreina til hverskonar verkefna fjárveiting til Hólaskóla eigi að renna, styð ég afgreiðsluna, enda renni upphæðin á viðskiptareikning til lækkunar á skuld skólans við sveitarfélagið.“
Bjarni Jónsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 4. liðar.
 
 
3.
071002 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070505
 
Sigríður Björnsdóttir kynnti fundargerðina, sem er í 2 liðum.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
071009 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070506
 
Sigríður Björnsdóttir kynnti fundargerðina, sem er í 7 liðum.
Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
5.
070830 - Stjórn Samb. ísl. sveitarfél. f.745
 
 
Mál nr. SV070507
 
 
 
6.
070928 - Stjórn Samb. ísl. sveitarfél. f.746
 
 
Mál nr. SV070508
 
Enginn kvaddi sér hljóðs um þessar kynntu fundargerðir.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 16:24. Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar