Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

214. fundur 30. október 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 214 - 30. október 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 30. október kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Íris Baldvinsdóttir, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Gísli Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Úlfar Sveinsson.
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson, fjármálastjóri, staðgengill sveitarstjóra.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
406. fundur byggðaráðs, 18. október 2007.
 
 
Mál nr. SV070521
 
Sigríður Björnsdóttir kynnti fundargerðina, sem er í 14. liðum.
Forseti leggur til að lið 1 verði vísað til afgreiðslu með 1. lið fundargerðar Byggðarráðs frá 23. okt. 2007, sem er einnig um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007 og er það samþykkt samhljóða.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
407. fundur byggðaráðs, 23. október 2007.
 
 
Mál nr. SV070522
 
Sigríður Björnsdóttir kynnti fundargerðina, sem er í 6 liðum.
Margeir Friðriksson fjármálastjóri kynnti síðan 1. lið:  Endurskoðun fjárhagsáætlunar f. árið 2007.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
 
Dagskrárliður nr.1:  Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007 - borinn undir atkvæði og samþ. með 5 atkvæðum.
 
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
Fulltrúi VG óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
Sigurður Árnason tók til máls og lagði fram bókun frá meirihluta sveitarstjórnar:
“Ánægjuleg merki eru í endurskoðaðri fjárhagsætlun um að rekstur sveitarfélagsins sé á réttri leið. Nauðsynlegt er að halda áfram að sýna aðhald í rekstri án þess þó að skerða þjónustu.  Með því byggjum við grundvöll fyrir brýnum og kostnaðarsömum framkvæmdum ásamt því að möguleikar gefast til að þróa þjónustu sveitarfélagsins enn frekar”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
Sigurður Árnason
Íris Baldvinsdóttir
 
 
 
3.
071023 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070523
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerðina, sem er í 6 liðum.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
071015 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV070526
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina, sem er í 4 liðum.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
071023 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV070524
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti einnig þessa fundargerð, sem er í 3 liðum.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, með leyfi 2. varaforseta, Sigurður Árnason. Þá Páll Dagbjartsson sem ber upp tillögu um að leggja til við Menningar- og kynningarnefnd að hún útfæri texta og leggi fram nýjar verklagsreglur með áorðnum breytingum. - Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Tillaga Páls borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
071015 - 133 fundur Skipulags- og bygginganefnd
 
 
Mál nr. SV070525
 
Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Dagskrárliðir eru 11.
Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
061114 Stjórn Náttúrustofu f. 55
 
 
Mál nr. SV070527
 
 
9.
070313 Stjórn Náttúrustofu f. 56
 
 
Mál nr. SV070528
 
 
10.
070912 Stjórn Náttúrustofu f. 57
 
 
Mál nr. SV070529
 
 
11.
071019 - Stjórn Samb. ísl. sveitarfél. f.747
 
 
Mál nr. SV070530
 
Enginn kvaddi sér hljóðs um þessar kynntu fundargerðir.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 16.45.