Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

218. fundur 18. desember 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 218 - 18. desember 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 18. desember kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Eðvald Einarsson, Sigurður Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Gísli Sigurðsson og Bjarni Jónsson.
Auk þess sátu fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri og Margeir Friðriksson fjármálastjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Forseti, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, setti fund, bauð fundarmenn velkomna og lýsti dagskrá.
Óskaði síðan afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Byggðarráðs frá 17.12.07 og fundar­gerð Atvinnu- og ferðamálanefndar frá 17.12.07. Var það samþykkt samhljóða.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
413. fundur byggðaráðs, 13. desember 2007.
 
 
Mál nr. SV070615
 
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerðina, sem er í 9 liðum.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
414. fundur byggðaráðs, 17. desember 2007.
 
 
Mál nr. SV070629
 
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerðina, sem er 1 dagskrárliður.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
071211 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070616
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerðina, sem er 9 liðir.
Til máls tók Bjarni Jónsson og óskaði bókað:
„Ég fagna því að samningur um afnot Félags eldri borgara af Félagsheimilinu Ljósheimum fyrir félagsstarf sitt  skuli hafa verið framlengdur.“
 
Þá kvaddi Gunnar Bragi Sveinsson sér hljóðs, síðan Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, með leyfi varaforseta, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
071210 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV070617
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina, sem er í 3 liðum.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Páll Dagbjartsson, fleiri ekki.
Reglur um Vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktar samhljóða.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
071214 Umhverfis- og samgöngunefnd 23
 
 
Mál nr. SV070626
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð, sem er 3 liðir.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
071217 Atvinnu og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070628
 
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð, sem er í 6 liðum.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
9.
Fjárhagsáætlun Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana þess f. 2008 - síðari umræða
 
 
Mál nr. SV070627
 
Fjárhagsáætlun 2008 - síðari umræða.
Til máls tók Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.  Gerði hann grein fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2008, sem hér er lögð fram til síðari umræðu og skýrði þær breytingar sem orðið hafa á áætluninni milli umræðna.
 
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 2.402.008 þús.kr. og rekstrargjöld 2.395.735 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 73.523 þús.kr.  Rekstrarniðurstaða 79.796 þús.kr. rekstrarafgangur.
Niðurstöðutölur A hluta:
Tekjur 2.381.132 þús.kr., gjöld 2.270.935 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 89.590 þús.kr.  Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 20.607 þús.kr.
Fjárfesting A hluta er áætluð 189.500 þús.kr.
 
Niðurstöðutölur B hluta:
Tekjur 295.383 þús.kr., gjöld 217.411 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 91.883 þús.kr.  Rekstrarniðurstaða B hluta er neikvæð um 13.912 þús.kr.
Nettó fjárfesting B hluta er áætluð 59.715 þús.kr.
 
Áætluð rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins og stofnana á árinu 2008 er jákvæð um 6.695 þús.kr.  Handbært fé frá rekstri 361.850 þús.kr. Fjárfestingarhreyfingar samtals 245.418 þús.kr.  Afborganir og breytingar lána og skuldbindinga 191.977 þús.kr.  Nýjar lántökur 100.000 þús. kr.  Handbært fé í árslok 387.354 þús.kr.
 
Til máls tók Páll Dagbjartsson og lagði fram bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks:
„Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið  2008 gerir ráð fyrir nokkrum tekjuafgangi og sýnir batnandi stöðu sveitarsjóðs.
Skatttekjur aukast umtalsvert, bæði útsvar og fasteignagjöld. Álagning fasteignagjalda hefur hækkað auk þess sem matsverð fasteigna fer hækkandi. Mestu munar þó um hækkuð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem stjórnvöld hafa ákveðið.
Útgjaldahlið áætlunarinnar er unnin með það að markmiði að birta raunsanna mynd af væntanlegum rekstrarkostnaði sem ætti að minnka líkurnar á framúrkeyrslum. Mikilvægt er að forstöðumenn haldi áfram á þeirri braut að halda rekstrarútgjöldum einstakra stofnana innan fjárhagsramma áætlunarinnar. Veruleg óvissa er þó fólgin í komandi kjarasamningum.
Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þátt í mótun áætlunarinnar af fullri ábyrgð í nefndum og ráðum og telja þessa fjárhagsáætlun raunhæfa á heildina litið.
Ætíð má deila um forgangsröðun nýframkvæmda og viðhaldsverkefna sem ráðist er í á hverjum tíma.  Mikilsvert er að nú er svigrúm til að auka framlög til viðhalds á eignum sveitarfélagsins. Þar er af nógu að taka.  
Við styðjum áætlunina í heild sinni með fyrirvara um þá aðferðafræði við stórframkvæmdir sem meirihlutinn hefur boðað, s.s. vegna byggingu nýs leikskóla á Sauðárkróki.  Þó svo við styðjum þá framkvæmd heilshugar er það krafa okkar að allar leiðir til fjármögnunar, framkvæmda og reksturs verði skoðaðar til hlýtar og að valin verði sú leið sem er hagkvæmust fyrir sveitarsjóð í bráð og lengd.“
Páll Dagbjartsson,   Sigríður Björnsdóttir,   Gísli Sigurðsson.
 
Þá kvaddi Bjarni Jónsson sér hljóðs og lagði fram bókun:
„Fjárhagsáætlun ársins 2008 ber vitni þeim viðsnúningi sem varð á fjárhag sveitarfélagsins í tíð fyrri meirihluta. Mikilvægt er að þeim árangri í rekstri sveitarfélagsins verði ekki glutrað niður og gætt verði áfram aðhalds og festu við stjórn sveitarfélagsins. Ekki nægir að treysta á vaxandi framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að ná endum saman.
 
Bent er á að yfirbygging sveitarfélagsins hefur verið að aukast í tíð núverandi meirihluta og ekki hafa verið nýtt þau tækifæri sem gefist hafa til hagræðingar innan stjórnsýslunnar svo sem með fækkun sviðsstjóra, en þeim þess í stað fjölgað. Einnig skortir á að betur sé haldið utan um mannaráðningar, sér í lagi þegar um ný stöðugildi er að ræða sem eðlilegt er að hljóti staðfestingu byggðaráðs áður en þær eru auglýstar. Þá aukast sífellt skuldbindingar sveitarfélagsins gagnvart verkefnum sem ekki eru lögbundin og sum þeirra eins og “hús frítímans” gætu átt eftir að reynast sveitarfélaginu dýrkeypt í fjárhagslegu tilliti og koma niður á öðru tómstundastarfi ásamt íþrótta- og æskulýðsstarfi út um héraðið. Má þess þegar sjá stað í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
 
Það er jákvætt að sjá að í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir að á næsta ári verði ráðist með frekari hætti að skólastarfi í austanverðum Skagafirði en ráð var fyrir slíku gert í áætlun ársins 2007. Þá er nú gert ráð fyrir kostnaði vegna hönnunar og undirbúnings á nýjum leikskóla á Sauðárkróki í fjárhagaáætlun, en meirihluti sveitarstjórnar hafnaði tillögum þess efnis við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2007 og þriggja ára áætlunar. Fagnað er þessum sinnaskiptum en lögð rík áhersla á að við uppbyggingu og rekstur verði lögð áhersla á að leitað verði hagkvæmustu lausna fyrir sveitarfélagið til lengri tíma litið. Í fjárhagsáætlun eiga að birtast áherslur og markmið sveitarstjórnar í rekstri sveitarfélagsins og framkvæmdum þess. Því er bagalegt að engin greinargerð skuli fylgja fjárhagsáætluninni.“
Bjarni Jónsson, VG
 
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls og lagði fram bókun frá fulltrúum Framsóknarflokks og Samfylkingar:
„Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar ber merki um nýja tíma.  Jafnvægi er að nást í rekstri sveitarfélagsins og svigrúm til framkvæmda og viðhalds eigna hefur aukist. Áætlunin ber vott um þá staðfestu sveitarstjórnar að Skagfirskt samfélag skuli vera í fremstu röð á hverjum tíma. Áhersla er lögð á þjónustu og umhverfi barna og unglinga, ungs barnafólks og eldri borgara og mörgum brýnum verkefnum hrundið af stað. Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi af Aðalsjóði að fjárhæð um 80 millj. króna og í fyrsta sinn í langan tíma er lögð fram áætlun sem gerir ráð fyrir hagnaði af heildarrekstri sveitarfélagsins (A og B hluta) sem nemur um 7 millj. króna. sem verða að teljast ánægjuleg umskipti. Áætlunin gerir ráð fyrir framkvæmdum hjá Eignasjóði  fyrir 225 millj. króna og fjárframlög til brýnna stærri viðhaldsverkefna á eignum sveitarfélagsins eru ríflega tvöfölduð milli ára og verða yfir 40 millj. króna á árinu. Þá er gert ráð fyrir að handbært fé verði í árslok um 387 millj.króna.
Umskiptin í rekstri sveitarfélagsins eru ánægjuleg en ljóst að betur er hægt að gera og verður áfram unnið að því. Þá er mikilvægt að fyrirhugað er að framkvæma fyrir meira fé en sést hefur um langt skeið. Það kemur atvinnulífi og samfélaginu öllu til góða.
Sveitarstjóra og starfsmönnum sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfulltrúum og nefndafólki, eru færðar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf við gerð þessarar áætlunar og mikinn vilja til að bæta rekstur og gera þjónustu sveitarfélagsins enn betri og markvissari.„
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir tók því næst til máls, síðan Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Páll Dagbjartsson, Guðmundur Guðlaugsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
 
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2008, með áorðnum breytingum, borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu Fjárhagsáætlunarinnar.
 
Lagt fram til kynningar
 
10.
071030 - Stjórn  Menningarseturs  Skagfirðinga í Varmahlíð 30. okt.
 
 
Mál nr. SV070618
 
Fundargerðin er 2 dagskrárliðir.
 
 
11.
SSNV stjórnarf. 071128
 
 
Mál nr. SV070619
 
Dagskrárliðir eru 7.
 
 
12.
071030 Stjórn Náttúrustofu f.58
 
 
Mál nr. SV070620
 
Dagskrárliðir eru 7.
 
 
13.
071205 Stjórn Náttúrustofu f.59
 
 
Mál nr. SV070621
 
Dagskrárliðir eru 5.
Enginn kvaddi sér hljóðs um þessar fundargerðir.
 
Forseti þakkaði sveitarstjórnarfulltrúum gott samstarf á liðnu ári og óskaði þeim gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Sendi einnig, f.h. sveitarstjórnar, starfsmönnum sveitarfélagsins og fjölskyldum þeirra óskir um hamingjuríka jólahátíð svo og öllum íbúum sveitarfélagsins.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 18:10.  Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar