Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

250. fundur 07. júlí 2009
Sveitarfélagið Skagafjörður
Sveitarstjórn
250. fundur - haldinn í Safnahúsi við Faxatorg,
þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 16:00
 
Fundinn sátu:
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Eðvald Einarsson, Sigurður Árnason, Elinborg Hilmarsdóttir, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Gísli Sigurðsson, Gísli Árnason, Margeir Friðriksson.
 
Fundargerð ritaði:  Engilráð Margrét Sigurðardóttir skjalastjóri.
 
Forseti leitaði samþykkis fundarins um að taka á dagskrá, með afbrigðum, nýjan dagskrárlið: Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins. Var það samþykkt.
 
 
Dagskrá:
 
0906024F - Byggðarráð Skagafjarðar - 483
 
Fundargerð 483. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 250. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Til  máls tóku Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Árnason, fleiri ekki.
 
0904049 - UB koltrefjar ehf.
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs staðfest á 250. fundi sveitarstjórnar með níu atkv.
 
0804018 - Árskóli - viðbygging
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs lögð fram á 250. fundi sveitarstjórnar.
 
0906024 - Árskóli - viðbygging - framkvæmdir og fjármögnun
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs staðfest á 250. fundi sveitarstjórnar með níu atkv.
 
0906067 - Sorpurðun og hreinsun
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs staðfest á 250. fundi sveitarstjórnar með níu atkv.
 
0902071 - Þriggja ára áætlun 2010-2012
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs staðfest á 250. fundi sveitarstjórnar með níu atkv.
 
0902065 - Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2008-2009
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs staðfest á 250. fundi sveitarstjórnar með níu atkv.
 
0707002 - Utanverðunes - Minnisvarði um Jón Ósmann
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs staðfest á 250. fundi sveitarstjórnar með níu atkv.
 
0906072 - Hofsstaðir 146408 - Umsögn um rekstrarleyfi
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs staðfest á 250. fundi sveitarstjórnar með níu atkv.
 
0906073 - Árgarður - Umsögn um rekstrarleyfi
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs staðfest á 250. fundi sveitarstjórnar með níu atkv.
 
0811080 - Staða byggingariðnaðarins
Afgreiðsla 483. fundar byggðarráðs lögð fram á 250. fundi sveitarstjórnar.
 
 
0801016 - Þjóðlendukröfur
 
Forseti Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir bar upp tillögu að eftirfarandi ályktun:
 
„Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir undrun á því að starfi Óbyggðanefndar skuli haldið til streitu í þessu árferði með tilheyrandi kostnaði fyrir landeigendur, sveitarfélög og íslenska ríkið, þrátt fyrir nýlegar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um annað.  Sveitarstjórn beinir eindregnum tilmælum til fjármálaráðherra og þingmanna Norðvesturkjördæmis að sjá til þess að allri kröfugerð íslenska ríkisins í þjóðlendumálum verði slegið á frest hið snarasta.“
 
Ályktunin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
0803082 - Íris Baldvinsdóttir - nefndastörf
 
Lagt fram bréf frá Írisi Baldvinsdóttur dags. 29.06.09 þar sem hún óskar eftir að taka á ný sæti sem 1. varamaður B - lista Framsóknarflokksins í sveitarstjórn, þar sem hún hefur lokið námsleyfi.
Erindi Írisar Baldvinsdóttur borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
0902071 - Þriggja ára áætlun 2010-2012 - síðari umræða.
 
Margeir Friðriksson, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs, staðgengill sveitarstjóra,  gerði grein fyrir fáeinum breytingum sem orðið hafa á þriggja ára áætlun milli umræðna.

Enginn kvaddi sér hljóðs.

Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess 2010-2012, með áorðnum breytingum,  borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðsluna.
Fulltrúi Vinstri grænna óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram bókun meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks:
„Sveitarstjórnum er skylt skv. lögum að leggja fram stefnumótandi áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins árlega, áætlunin á að vera leiðbeinandi fyrir stjórn sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Ljóst er að aðstæður efnahagsmála í þjóðfélaginu gera sveitarfélögunum nú illmögulegt að gera raunhæfar áætlanir til lengri tíma. Þriggja ára áætlunin er því að þessu sinni fyrst og fremst unnin og sett fram til að uppfylla lagalegar skyldur.  Horft verður til þess að leggja fram raunhæfa stefnumótandi áætlun með fjárhagsáætlun 2010.“
 
 
0906069 - Kosningar í nefndir og ráð.
 
Tilnefning í kjördeild á Sauðárkróki:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Konráð Gíslason, Atli Víðir Hjartarson, Eva Sigurðardóttir.
Varamenn: Ágústa Eiríksdóttir, Reynir Kárason, Sigrún Alda Sighvats.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
 
 
0907005 - Sumarleyfi sveitarstj. - tillaga um afgr.heimild til byggðarráðs.
 
Forseti Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir bar upp eftirfarandi tillögu:
“Undirrituð leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar skv. 5. gr. II. kafla samþykktar sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 8. júlí og lýkur 21. ágúst.”
Tillagan borin undir atkv. og samþykkt samhljóða.
 
 
0901096 - Stjórnarfundarg. SÍS nr 765 26.06.09
 
Stjórnarfundargerð SÍS dags. 26.06.09 lögð fram til kynningar á 250. fundi sveitarstjórnar.
 
Fleira ekki gert.   Fundi slitið kl. 16:35.
 
bls.tal í One S: 216-218