Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

336. fundur 28. janúar 2016 kl. 12:45 - 13:05 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Viggó Jónsson fulltrúi Framsóknarflokks ætlaði að vera í símasambandi en ekki náðist samband við hann.
Forseti bauð Hönnu Þrúði Þórðardóttur velkomna á hennar fyrsta sveitarstjórnarfund.

1.Þjónusta við fatlað fólk

Málsnúmer 1601186Vakta málsnúmer

Forseti tók til máls og kynnti framlagðan samning. Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, dags. 28.janúar 2016 með gildistíma 1. janúar 2016 - 31. desember 2016, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á.

Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með átta atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:05.