Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Þjónusta við fatlað fólk
Málsnúmer 1601186Vakta málsnúmer
Forseti tók til máls og kynnti framlagðan samning. Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, dags. 28.janúar 2016 með gildistíma 1. janúar 2016 - 31. desember 2016, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á.
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með átta atkvæðum.
Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, dags. 28.janúar 2016 með gildistíma 1. janúar 2016 - 31. desember 2016, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á.
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með átta atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 13:05.
Forseti bauð Hönnu Þrúði Þórðardóttur velkomna á hennar fyrsta sveitarstjórnarfund.