Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 5 - 28.07.98
Ár 1998, þriðjud. 28. júlí, kom sveitarstjórn í Sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins við Faxatorg kl.17.00.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Sigurðsson, Sigrún Alda Sighvats, Herdís Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað, Pétur Valdimarsson, svo og sveitarstjóri, Snorri Björn Sigurðsson.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
- FUNDARGERÐIR
- Byggðarráð 16. og 23. júlí;
- Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 22. júlí
- Félagsmálanefnd 20. júlí
- Umhverfis- og tækninefnd 20. júlí
- Veitustjórn 21. júlí
- Hafnarstjórn 10. júlí
- Landbúnaðarnefnd 14. og 21. júlí;
- Tillaga frá félagsmálanefnd.
- Tillaga frá Elinborgu Hilmarsdóttur.
- Kosningar
A. Samkvæmt C-lið 63. gr. samþykkta fyrir sameinað sveitarfélag í Skagaf.
a) Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga:
Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
b) Ársþing SSNV:
Tólf aðalmenn og jafnmargir til vara.
c) Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands:
Einn aðalmaður og annar til vara.
d) Sparisjóður Hólahrepps:
Einn aðalm. í stjórn og tveir aðalendurskoð.
e) Starfskjaranefnd.
Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
f) Starfsmenntunarsjóður.
Einn aðalmaður og annar til vara.
g) Almannavarnarnefnd:
Tveir aðalmenn og tveir til vara.
B. Samkvæmt 3. mgr. 64. gr. í samstarfi við Akrahrepp:
a) Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki:
Þrír aðalmenn og þrír til vara.
b) Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð,
Fimm aðalmenn og fimm til vara.
c) Stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga:
Þrír aðalmenn og þrír varamenn.
d) Samvinnunefnd Svæðisskipulags Miðhálendis Íslands:
Einn aðalmaður og einn varamaður.
e) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra:
Tveir aðalmenn og tveir varamenn.
f) Barnaverndarnefnd:
Fimm aðalmenn og fimm varamenn.
5. FJALLSKILAREGLUGERÐ fyrir Skagafjarðarsýslu - þriðja umræða.
6. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Byggðarráðs frá 28. júlí og Landbúnaðarnefndar frá 27. júlí. Einnig Ársreikninga Sauðárkrókskaupstaðar f. árið 1997.
Var þetta samþykkt samhljóða.
Afgreiðslur:
1. FUNDARGERÐIR:
a) Byggðarráð 16. júlí
Dagskrá:
1. Ársreikningar Sauðárkróksbæjar og stofnana hans árið 1997 – síðari umræða
2. Bréf frá SÍS varðandi landsþing
3. Bréf frá ÁTVR
4. Bréf frá Magnúsi K. Daníelssyni
5. Fundargerðir byggingarnefnda leikskólanna á Hólum og í Varmahlíð
6. Rekstur pylsuvagns í Varmahlíð
7. Sjávarleður.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Leggur hún til að 1. lið fundargerðar verði vísað til 6. liðar þessa fundar. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Byggðarráð 23. júlí
Dagskrá:
- Umsókn um leyfi til áfengisveitinga. Hótel Varmahlíð – Ásbjörg Jóhannsdóttir.
- Umsókn um leyfi til áfengisveitinga. Sigurður H. Friðriksson.
- Umsókn um leyfi til áfengisveitinga. K.S., Varmahlíð – Pétur H. Stefánsson.
- Umsókn um leyfi til áfengisveitinga. Hótel Mælifell – Guðmundur Tómasson.
- Bréf frá SÍS v. lífeyrissjóðs.
- Endurskoðun.
- Bókun frá Snorra Styrkárssyni.
- Bókun frá Herdísi Sæmundardóttur.
Herdís Sæmundardóttir skýrir fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerðin borin undir atkv. og samþ. samhljóða.
Byggðarráð 28. júlí
Dagskrá:
- Tillaga atvinnu- og ferðamálanefndar frá 13. júlí.
Herdís Á. Sæmundard. kynnir fundargerð. Gísli Gunnarsson kvaddi sér hljóðs og fól varaforseta fundarstjórn á meðan. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin upp og samþykkt samhljóða.
b) Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 22. júlí.
Dagskrá:
- Kosning ritara.
- Erindi frá Bílaklúbbi Skagafjarðar.
- Erindi frá Ungmennasambandi Skagafj.
- Erindi varðandi aðstöðu fyrir hjólabretti á Sauðárkróki.
- Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerð. Til máls tóku Ingibjörg Hafstað, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Sæmundard. og leggur til að 4. lið fundargerðar verði vísað til Byggðarráðs. Er það samþ. samhlj. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkv. og samþ. samhlj.
c) Félagsmálanefnd 20. júlí
Dagskrá:
1. Reglur um fjárhagsaðstoð
2. Erindisbréf félagsmálanefndar
3. Barnaverndarnefnd
4. Trúnaðarmál
5. Önnur mál
Elinborg Hilmarsdóttir skýrir fundargerð. Til máls tóku Snorri Björn Sigurðsson, Ingibjörg Hafstað, Elinborg Hilmarsdóttir. Fleiri ekki. Fundargerð borin upp og samþykkt samhljóða.
d) Umhverfis- og tækninefnd 20. júlí
Dagskrá:
1. Starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
2. Vínveitingaleyfi
3. Aðalgata 21. 9. mál frá 29. júní sl.
4. Öldustígur 1.
5. Þjónustuíbúðir fatlaðra að Freyjugötu 18.
6. Hofsstaðasel.
Stefán Guðmundsson skýrir fundargerðina. Snorri Björn Sigurðsson kvaddi sér hljóðs. Fleiri ekki.
Fundargerð borin upp og samþ. samhljóða. Herdís Á. Sæmundardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu um 1. lið.
e) Veitustjórn 21. júlí
Dagskrá:
- Norðlensk orka.
- Önnur mál: Lögn hitaveitu í Borgarsveit.
- Vettvangsskoðun í Varmahlíð og Steinsstöðum.
Sigrún Alda Sighvats kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð samþ. samhljóða.
f) Hafnarstjórn 10. júlí
Dagskrá:
- Kosning formanns.
- Kosning varaformanns.
- Staða framkvæmda við Sauðárkrókshöfn.
- Skemmdir á hafnargarði.
- Lóð v. asfalttanks.
- Bréf frá Siglingastofnun.
- Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga.
- Hafnardagur.
Snorri Björn Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs um þessa fundargerð. Var hún borin upp og samþykkt samhljóða.
g) Landbúnaðarnefnd 14. júlí
Dagskrá:
- Tilnefningar fjallskilastjóra og fjallskilanefnda.
- Fjallskilareglugerð.
- Önnur mál.
Landbúnaðarnefnd 21. júlí
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Tilnefning í fjallskilanefndir.
- Fjallskilareglugerð, ath.semdir sem borist hafa.
- Önnur mál.
Landbúnaðarnefnd 27. júlí
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Bréf, sem borist hafa.
- Málefni Hofsafréttar.
- Kosningar.
- Búfjáreftirlit.
- Önnur mál.
Snorri Björn Sigurðsson kynnti þessar fundargerðir.
Til máls tók Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað, Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðir Landbún.nefndar 14., 21. og 27. júlí bornar upp í einu lagi og samþ. samhlj.
2. Tillaga frá félagsmálanefnd.
Elinborg Hilmarsd. tók til máls og bar upp svohljóðandi tillögu:
“Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að hún kjósi 5 manna barnaverndarnefnd, sem heyri undir félagsmálanefnd.”
Til máls tók Herdís Sæmundard. Fleiri ekki.
Tillagan borin undir atkv. og samþ. samhljóða.
3. Tillaga frá Elinborgu Hilmarsdóttur.
“Undirrituð leggur til að sveitarstjórn standi fyrir námskeiði í fundarsköpum og stjórnsýslu fyrir alla nýliða í sveitarstjórn í sameinuðum Skagafirði.”
Elinborg Hilmarsdóttir
Til máls tóku Ingibjörg Hafstað, Elinborg Hilmarsdóttir, Herdís Sæmundardóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
4. Kosningar
A. Samkvæmt C-lið 63. gr. samþykkta fyrir sameinað sveitarfélag í Skagaf.
a) Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga:
Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Gunnarsson Páll Kolbeinsson
Herdís Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir
Snorri Björn Sigurðsson Ingibjörg Hafstað
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessi því rétt kjörin.
b) Ársþing SSNV:
Tólf aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Herdís Á. Sæmundard. Einar Gíslason
Elinborg Hilmarsdóttir Ingimar Ingimarsson
Stefán Guðmundsson Örn Þórarinsson
Sigurður Friðriksson Þóra Björk Þórhallsdóttir
Gísli Gunnarsson Helgi Sigurðsson
Páll Kolbeinsson Brynjar Pálsson
Ásdís Guðmundsdóttir Kristín Bjarnadóttir
Árni Egilsson Páll Ragnarsson
Sigrún Alda Sighvats Lárus Dagur Pálsson
Ingibjörg Hafstað Pétur Valdimarsson
Snorri Styrkársson Anna Margrét Stefánsd.
Snorri Björn Sigurðsson Elsa Jónsdóttir
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessi rétt kjörin.
c) Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands:
Einn aðalmaður og annar til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmaður: Varamaður:
Björn Björnsson Sigurður Haraldsson
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessir rétt kjörnir.
d) Sparisjóður Hólahrepps:
Einn aðalmaður í stjórn og annar til vara og tveir aðalendurskoðendur:
Fram kom tillaga um:
Aðalmaður: Varamaður:
Sverrir Magnússon Jón Bjarnason
Aðalendurskoðendur:
Sigurður Sigurðsson Trausti Pálsson
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir réttkjörnir.
e) Starfskjaranefnd.
Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli Gunnarsson Brynjar Pálsson
Elinborg Hilmarsdóttir Sigurbjörg Guðjónsdóttir
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
f) Starfsmenntunarsjóður.
Einn aðalmaður og annar til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmaður: Varamaður:
Helgi Sigurðsson Sigurður Friðriksson
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessir því rétt kjörnir.
g) Almannavarnarnefnd:
Tveir aðalmenn og tveir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Björgvin Guðmundsson Merete Rabölle
Viggó Jónsson Bjarni R. Brynjólfsson
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessi því rétt kjörin.
B. Samkvæmt 3. mgr. 64. gr. í samstarfi við Akrahrepp:
a) Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki:
Þrír aðalmenn og þrír til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Brynjar Pálsson 1 frá Akrahreppi
Páll Kolbeinsson Ingi Friðbjörnsson
Herdís Sæmundardóttir Jón E. Friðriksson
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessi því rétt kjörin.
b) Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð:
Fimm aðalmenn og fimm til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Sveinn Árnason Kristján Sigurpálsson
Arnór Gunnarsson 1 frá Akrahreppi
Guðmann Tobíasson Ingibjörg Hafstað
Pétur Pétursson Ingimar Ingimarsson
Pétur Valdimarsson Guðlaug Gunnarsdóttir
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessi því rétt kjörin.
c) Stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga:
Þrír aðalmenn og þrír varamenn.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Kristjana Jónsdóttir María Reykdal
Stefán Guðmundsson Sigurður Haraldsson
1 frá Akrahreppi Sigurður Sigfússon
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þau því rétt kjörin.
d) Samvinnunefnd Svæðisskipulags Miðhálendis Íslands:
Einn aðalmaður og einn varamaður.
Fram kom tillaga um:
Aðalmaður: Varamaður:
Árni Ragnarsson Guðmann Tobíasson
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessir því rétt kjörnir.
e) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra:
Tveir aðalmenn og tveir varamenn.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Steinunn Hjartardóttir Kristín Bjarnadóttir
Bjarni R. Brynjólfsson Guðrún Sölvadóttir
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessi rétt kjörin.
f) Barnaverndarnefnd:
Fimm aðalmenn og fimm varamenn.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn: Varamenn:
Þórdís Friðbjörnsdóttir Sigríður Sveinsd.
Ágústa Eiríksdóttir Þorkell Þorsteinsson
Dalla Þórðardóttir (Akr.) Bryndís Óladóttir
Árni Egilsson Hlín Bolladóttir
Ingimundur Guðjónsson Karl Lúðvíksson
Fleiri tilnefningar komu ekki fram. Skoðast þessi því rétt kjörin.
5. FJALLSKILAREGLUGERÐ fyrir Skagafjarðarsýslu - þriðja umræða.
Snorri Björn Sigurðsson kynnti fjallskilareglugerðina – áorðnar breytingar. Leggur hann til að hún verði samþykkt.
Fjallskilareglugerðin borin undir atkv. og samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn - Fundur 5 – 28.07.98
6. ÁRSREIKNINGAR SAUÐÁRKRÓKSKAUPSTAÐAR
og stofnana hans fyrir árið 1997 – síðari umræða -.
Snorri Björn Sigurðsson kynnti ársreikningana nokkuð og lagði til að þeir yrðu samþykktir og áritaðir. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Ársreikningar Sauðárkrókskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 1997 bornir upp og samþ. með 10 atkvæðum.
Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún sitji hjá.
6. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari
Gísli Gunnarsson
Snorri Björn Sigurðsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Sigrún Alda Sighvats
Pétur Valdimarsson
Herdís Á. Sæmundard.
Ásdís Guðmundsdóttir
Helgi Sigurðsson
Stefán Guðmundsson
Páll Kolbeinsson
Sigurður Friðriksson